Með hálfan þingmann á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 7. desember 2022 15:30 Vægi ríkja innan Evrópusambandsins, og þar með möguleikar þeirra á því að hafa áhrif innan sambandsins, fer fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra. Því fámennari sem ríkin eru því minni möguleika eiga þau almennt á því að hafa áhrif á ákvarðanatöku stofnana Evrópusambandsins þar sem þau eiga fulltrúa. Kæmi til þess að Ísland gengi í sambandið yrði landið fámennasta ríki þess og með vægi í samræmi við það. Ég vakti athygli á þessum staðreyndum í grein sem birtist á Vísir.is á fullveldisdaginn 1. desember sem varð til þess að Ole Anton Bieltvedt ritaði grein í Fréttablaðið þar sem hann kallaði mig „ESB-óhróðursmeistara“ og sakaði mig um rangfærslur í þessum efnum. Þá ýjaði hann að því að ég væri leigupenni þeirra sem standa að Morgunblaðinu – með greinaskrifum mínum á vef helzta samkeppnisaðila þeirra! Byggt á gögnum frá Evrópusambandinu Hinar meintu rangfærslur mínar eru hins vegar byggðar á gögnum frá Evrópusambandinu sjálfu sem auðvelt er að kynna sér ef einhver áhugi er fyrir því að setja sig inn í málin. Til dæmis á vefsíðu ráðherraráðs sambandsins, helztu valdastofnunar þess. Þar kemur fram að langflestar ákvarðanir ráðsins séu háðar þeirri reglu að 55% ríkja Evrópusambandsins að lágmarki með 65% íbúafjölda þess standi að þeim. Ráðherrar ríkja Evrópusambandsins hafa þannig í langflestum tilfellum ekki sama vægi þegar greidd eru atkvæði í ráðherraráðinu, ólíkt því sem Ole Anton hélt fram, heldur ræðst það einkum af íbúafjölda ríkjanna. Þá eiga ríkin ekki fulltrúa í framkvæmdastjórn sambandsins, líkt og hann vildi meina, enda er þeim sem þar sitja óheimilt að draga taum heimalanda sinna samkvæmt Lissabon-sáttmála sambandsins. Sjávarútvegs- og orkumál ekki mikilvæg? Ég benti einnig á það að einróma samþykki einstakra ríkja Evrópusambandsins heyrði nær sögunni til innan ráðherraráðsins enda má telja þá málaflokka sem það á við um í dag nánast á fingrum annarrar handar. Einróma samþykki var áður reglan en hefur hins vegar jafnt og þétt verið á útleið og var þannig til dæmis afnumið í um 40 málaflokkum á einu bretti með gildistöku Lissabon-sáttmálans árið 2009. Hvað varðar þá fullyrðingu Oles Antons að Ísland fengi neitunarvald varðandi „alla veigamikla stefnumótun og allar stærri ákvarðanir“ Evrópusambandsins nægir að benda á þá einföldu staðreynd að einróma samþykki í ráðherraráðinu nær hvorki til sjávarútvegs- né orkumála sem varða einhverja mikilvægustu hagsmuni landsins. Mögulega er Ole Anton ósammála því. Þar gildir fyrst og fremst íbúafjöldinn. Tal um gífurleg áhrif stenzt enga skoðun Hvað þing Evrópusambandsins varðar er það rétt hjá Ole Antoni að Ísland fengi líklega sex fulltrúa á þinginu en af um 700 sem hann nefndi ekki. Til þess að setja það í samhengi væri það á við það að hafa hálfan þingmann á Alþingi. Á þingi sambandsins er ekkert einróma samþykki heldur gildir einfaldur meirihluti atkvæða. Þá myndu fulltrúarnir dreifast á hérlenda stjórnmálaflokka og því ólíklega starfa saman. Hér að framan hefur fyrst og fremst verið byggt á gögnum frá Evrópusambandinu og væri um rangfærslur að ræða þýddi það að sambandið sjálft færi með rangt mál. Væntanlega sjá annars flestir það í hendi sér að tal Oles Antons um gífurleg áhrif og völd Íslands innan Evrópusambandsins stenzt alls enga skoðun. Fyrir utan annað er einfaldlega lítið gagn að sæti við borðið þegar ekki er setið við sama borð. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Vægi ríkja innan Evrópusambandsins, og þar með möguleikar þeirra á því að hafa áhrif innan sambandsins, fer fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra. Því fámennari sem ríkin eru því minni möguleika eiga þau almennt á því að hafa áhrif á ákvarðanatöku stofnana Evrópusambandsins þar sem þau eiga fulltrúa. Kæmi til þess að Ísland gengi í sambandið yrði landið fámennasta ríki þess og með vægi í samræmi við það. Ég vakti athygli á þessum staðreyndum í grein sem birtist á Vísir.is á fullveldisdaginn 1. desember sem varð til þess að Ole Anton Bieltvedt ritaði grein í Fréttablaðið þar sem hann kallaði mig „ESB-óhróðursmeistara“ og sakaði mig um rangfærslur í þessum efnum. Þá ýjaði hann að því að ég væri leigupenni þeirra sem standa að Morgunblaðinu – með greinaskrifum mínum á vef helzta samkeppnisaðila þeirra! Byggt á gögnum frá Evrópusambandinu Hinar meintu rangfærslur mínar eru hins vegar byggðar á gögnum frá Evrópusambandinu sjálfu sem auðvelt er að kynna sér ef einhver áhugi er fyrir því að setja sig inn í málin. Til dæmis á vefsíðu ráðherraráðs sambandsins, helztu valdastofnunar þess. Þar kemur fram að langflestar ákvarðanir ráðsins séu háðar þeirri reglu að 55% ríkja Evrópusambandsins að lágmarki með 65% íbúafjölda þess standi að þeim. Ráðherrar ríkja Evrópusambandsins hafa þannig í langflestum tilfellum ekki sama vægi þegar greidd eru atkvæði í ráðherraráðinu, ólíkt því sem Ole Anton hélt fram, heldur ræðst það einkum af íbúafjölda ríkjanna. Þá eiga ríkin ekki fulltrúa í framkvæmdastjórn sambandsins, líkt og hann vildi meina, enda er þeim sem þar sitja óheimilt að draga taum heimalanda sinna samkvæmt Lissabon-sáttmála sambandsins. Sjávarútvegs- og orkumál ekki mikilvæg? Ég benti einnig á það að einróma samþykki einstakra ríkja Evrópusambandsins heyrði nær sögunni til innan ráðherraráðsins enda má telja þá málaflokka sem það á við um í dag nánast á fingrum annarrar handar. Einróma samþykki var áður reglan en hefur hins vegar jafnt og þétt verið á útleið og var þannig til dæmis afnumið í um 40 málaflokkum á einu bretti með gildistöku Lissabon-sáttmálans árið 2009. Hvað varðar þá fullyrðingu Oles Antons að Ísland fengi neitunarvald varðandi „alla veigamikla stefnumótun og allar stærri ákvarðanir“ Evrópusambandsins nægir að benda á þá einföldu staðreynd að einróma samþykki í ráðherraráðinu nær hvorki til sjávarútvegs- né orkumála sem varða einhverja mikilvægustu hagsmuni landsins. Mögulega er Ole Anton ósammála því. Þar gildir fyrst og fremst íbúafjöldinn. Tal um gífurleg áhrif stenzt enga skoðun Hvað þing Evrópusambandsins varðar er það rétt hjá Ole Antoni að Ísland fengi líklega sex fulltrúa á þinginu en af um 700 sem hann nefndi ekki. Til þess að setja það í samhengi væri það á við það að hafa hálfan þingmann á Alþingi. Á þingi sambandsins er ekkert einróma samþykki heldur gildir einfaldur meirihluti atkvæða. Þá myndu fulltrúarnir dreifast á hérlenda stjórnmálaflokka og því ólíklega starfa saman. Hér að framan hefur fyrst og fremst verið byggt á gögnum frá Evrópusambandinu og væri um rangfærslur að ræða þýddi það að sambandið sjálft færi með rangt mál. Væntanlega sjá annars flestir það í hendi sér að tal Oles Antons um gífurleg áhrif og völd Íslands innan Evrópusambandsins stenzt alls enga skoðun. Fyrir utan annað er einfaldlega lítið gagn að sæti við borðið þegar ekki er setið við sama borð. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun