Ísland geti sagt öðrum þjóðum hvernig tryggja megi jafnrétti Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 7. desember 2022 21:27 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands á fundi ráðherranefndar Evrópuráðsins. Fyrr í dag ávarpaði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands ráðherranefnd Evrópuráðs í tilefni af formennsku íslands hjá ráðinu. Hann hvatti Evrópuráðið til þess að einblína á eigin grunnstoðir og tryggja grunnréttindi almennings. Guðni greindi Evrópuráðinu frá því sem hann vildi að yrði rætt á leitogafundinum sem haldinn verður í maí á næsta ári hér á landi. Hann sagði Ísland orðið fjölbreyttara en það hafi áður verið og bauðst til þess að greina öðrum þjóðum frá því hvernig mætti komast nær jafnrétti kynja. Þó væri enn vinna fyrir höndum á Íslandi þrátt fyrir að þjóðin hefði þegar náð langt í þeim efnum. Einnig lagði hann áherslu á nauðsyn þess að Evrópuráð myndi einblína á hvernig vernda megi alla. „Mannréttindi, frelsi og löggjöf eru lögmál sem við verðum að verja. Heimurinn sem við búum í í dag, þar sem við sjáum hrottalega árásarhneigð, ég þarf ekki að minna ykkur á stríðið í Úkraínu eftir innrás Rússa, ætti að minna okkur á að smærri þjóðir treysta á þessi lögmál. Lögmálin sem umlykja grunn Evrópuráðsins, mannréttindi, löggjöf og frelsi fyrir alla,“ sagði Guðni. Forsetinn sagðist einnig hugsi yfir því hvernig styrkur þjóða og leiðtoga væri skilgreindur. Það sem ætti að skilgreina styrk væri meðal annars að hugsa um aðra. „Það vekur einnig áhyggjur hjá mér þegar ég heyri svokallaða sterka leiðtoga tala um heiður og reisn, að heiður og reisn þurfi að verja. Ég myndi frekar segja, tölum um heiður og reisn þegar þú hefur séð almenningi fyrir góðri heilbrigðisþjónustu og menntun. Tölum um reisn þegar mannréttindi eru virt í landi þínu og tölum um reisn þegar nágrannaþjóðir þurfa ekki að óttast þig,“ sagði Guðni. Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Utanríkismál Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands Tengdar fréttir Forseti Íslands og forsetafrú til Strassborgar Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid forsetafrú munu heimsækja Evrópuráðið í Strassborg í Frakklandi dagana 6.-7. desember. Þar mun forsetinn taka þátt í dagskrá og fundum í tengslum við formennsku Íslands í ráðinu. 5. desember 2022 12:44 Sporvagn skreyttur norðurljósum í tilefni af formennsku Íslands Ísland tók í dag formlega við formennsku Evrópuráðsins af Írum á fundi ráðherraráðsins í Strassborg. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra er nýr formaður ráðherranefndarinnar. Þetta er í þriðja sinn sem Ísland tekur við formennsku ráðsins. 9. nóvember 2022 23:17 Leiðtogafundur Evrópuráðs haldinn í Reykjavík Leiðtogafundur Evrópuráðs verður haldinn á Íslandi í maí á næsta ári. Fjörutíu og sex ríki eiga aðild að ráðinu. Fundurinn verður umfangsmesti leiðtoga-og ráðherrafundur sem haldinn hefur verið hér á landi. 7. nóvember 2022 10:41 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Guðni greindi Evrópuráðinu frá því sem hann vildi að yrði rætt á leitogafundinum sem haldinn verður í maí á næsta ári hér á landi. Hann sagði Ísland orðið fjölbreyttara en það hafi áður verið og bauðst til þess að greina öðrum þjóðum frá því hvernig mætti komast nær jafnrétti kynja. Þó væri enn vinna fyrir höndum á Íslandi þrátt fyrir að þjóðin hefði þegar náð langt í þeim efnum. Einnig lagði hann áherslu á nauðsyn þess að Evrópuráð myndi einblína á hvernig vernda megi alla. „Mannréttindi, frelsi og löggjöf eru lögmál sem við verðum að verja. Heimurinn sem við búum í í dag, þar sem við sjáum hrottalega árásarhneigð, ég þarf ekki að minna ykkur á stríðið í Úkraínu eftir innrás Rússa, ætti að minna okkur á að smærri þjóðir treysta á þessi lögmál. Lögmálin sem umlykja grunn Evrópuráðsins, mannréttindi, löggjöf og frelsi fyrir alla,“ sagði Guðni. Forsetinn sagðist einnig hugsi yfir því hvernig styrkur þjóða og leiðtoga væri skilgreindur. Það sem ætti að skilgreina styrk væri meðal annars að hugsa um aðra. „Það vekur einnig áhyggjur hjá mér þegar ég heyri svokallaða sterka leiðtoga tala um heiður og reisn, að heiður og reisn þurfi að verja. Ég myndi frekar segja, tölum um heiður og reisn þegar þú hefur séð almenningi fyrir góðri heilbrigðisþjónustu og menntun. Tölum um reisn þegar mannréttindi eru virt í landi þínu og tölum um reisn þegar nágrannaþjóðir þurfa ekki að óttast þig,“ sagði Guðni.
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Utanríkismál Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands Tengdar fréttir Forseti Íslands og forsetafrú til Strassborgar Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid forsetafrú munu heimsækja Evrópuráðið í Strassborg í Frakklandi dagana 6.-7. desember. Þar mun forsetinn taka þátt í dagskrá og fundum í tengslum við formennsku Íslands í ráðinu. 5. desember 2022 12:44 Sporvagn skreyttur norðurljósum í tilefni af formennsku Íslands Ísland tók í dag formlega við formennsku Evrópuráðsins af Írum á fundi ráðherraráðsins í Strassborg. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra er nýr formaður ráðherranefndarinnar. Þetta er í þriðja sinn sem Ísland tekur við formennsku ráðsins. 9. nóvember 2022 23:17 Leiðtogafundur Evrópuráðs haldinn í Reykjavík Leiðtogafundur Evrópuráðs verður haldinn á Íslandi í maí á næsta ári. Fjörutíu og sex ríki eiga aðild að ráðinu. Fundurinn verður umfangsmesti leiðtoga-og ráðherrafundur sem haldinn hefur verið hér á landi. 7. nóvember 2022 10:41 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Forseti Íslands og forsetafrú til Strassborgar Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid forsetafrú munu heimsækja Evrópuráðið í Strassborg í Frakklandi dagana 6.-7. desember. Þar mun forsetinn taka þátt í dagskrá og fundum í tengslum við formennsku Íslands í ráðinu. 5. desember 2022 12:44
Sporvagn skreyttur norðurljósum í tilefni af formennsku Íslands Ísland tók í dag formlega við formennsku Evrópuráðsins af Írum á fundi ráðherraráðsins í Strassborg. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra er nýr formaður ráðherranefndarinnar. Þetta er í þriðja sinn sem Ísland tekur við formennsku ráðsins. 9. nóvember 2022 23:17
Leiðtogafundur Evrópuráðs haldinn í Reykjavík Leiðtogafundur Evrópuráðs verður haldinn á Íslandi í maí á næsta ári. Fjörutíu og sex ríki eiga aðild að ráðinu. Fundurinn verður umfangsmesti leiðtoga-og ráðherrafundur sem haldinn hefur verið hér á landi. 7. nóvember 2022 10:41