„Náttúran nýtur ekki vafans“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 8. desember 2022 21:19 Fiskeldi við Fáskrúðsfjörð. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Stjórn Landverndar hvetur matvælaráðherra og umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra til að koma í veg fyrir fyrirsjáanlegt umhverfisslys við Örlygshöfn og styrkja og bæta allt regluverk fyrir fiskeldi í opnum sjávarkvíum. Þá eru ráðherrarnir hvattir til banna frekari vöxt fiskeldis þar til þekking um langtímaáhrif þess eldis sem þegar er komið af stað á Íslandi er fyrir hendi. Í bréfi Landverndar til Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir að ekki sé um það deilt að fiskeldi í opnum sjókvíum geti valdið margvíslegum neikvæðum umhverfisáhrifum. Sífellt komi upp ný dæmi um það á Íslandi. „Áhrifin eru bæði bein og óbein, þ.e. tengjast allri virðiskeðjunni frá öflun fóðurs, flutninga og notkunar lyfja og bóluefna og sleppinga á fiski sem geta haft áhrif á líffræðilegan fjölbreytileika. Þekking á langtímaáhrifum við Ísland er takmörkuð og lög og reglur virðast ekki þróast í sama takti og ör vöxtur greinarinnar.“ Stjórn Landverndar segir jafnframt óhætt að fullyrða að núverandi fyrirkomulag og rekstur fiskeldis í opnum sjókvíum sélangt frá því að uppfylla almenn skilyrði um „sjálfbærni“. Stjórn Landverndar telur því afar varhugavert að halda áfram á sömu braut vaxtar í fiskeldi í opnum sjókvíum. „Nú er tímabært að staldra við, meta stöðuna og áhrifin á náttúru og umhverfi og bæta lög og reglur og styrkja eftirlit.“ Segja áhrif forsvarsmanna meiri en eðlilegt getur talist Fram kemur í bréfinu að ákvarðanir um styttri hvíldartíma, úr sex mánuðum í þrjá, þrátt fyrir viðvarandi sérfræðinga séu annað dæmi óeðlileg áhrif fiskeldisfyrirtækja og takmarkað getu stjórnvalda að standast áhlaup forsvarsmanna greinarinnar. Náttúran fá ekki að njóta vafans. Þá segir einnig að svo virðist sem áhrif forsvarsmanna greinarinnar á stjórnsýslu og stefnu í málafloknum séu meiri en eðlilegt getur talist í ríki sem kennir sig við lýðræðisleg vinnubrögðum og jafnræði á meðal þegna landsins. „Nýjasta dæmið um þetta er gerð strandskipulags við Vestfirði og Austfirði þar sem öll önnur nýting virðist víkja fyrir áformum fiskeldisfyrirtækja. Annað dæmi um óeðlileg áhrif fiskeldishagsmuna birtist þegar fiskeldisfyrirtækin eru uppvís að því að nota hættuleg efni í sinni starfsemi, sem ekki er heimild fyrir í starfsleyfi, eins og t.d. koparoxíð, er þeim ekki refsað. Í stað eðlilegrar refsinga bregðast stjórnvöld við með því að breyta starfsleyfinu fyrirtækinu í hag og náttúru og umhverfi í óhag, og í tráss við leiðbeiningar stofnunar sem býr yfir sérþekkingu á viðkomandi sviði. Landvernd hefur gert athugasemdir til Umhverfisstofnunar við slíka málsmeðferð en hefur ekki fengið viðhlítandi skýringar.“ Bréf Landverndar í heild sinni. Fiskeldi Vesturbyggð Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Í bréfi Landverndar til Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir að ekki sé um það deilt að fiskeldi í opnum sjókvíum geti valdið margvíslegum neikvæðum umhverfisáhrifum. Sífellt komi upp ný dæmi um það á Íslandi. „Áhrifin eru bæði bein og óbein, þ.e. tengjast allri virðiskeðjunni frá öflun fóðurs, flutninga og notkunar lyfja og bóluefna og sleppinga á fiski sem geta haft áhrif á líffræðilegan fjölbreytileika. Þekking á langtímaáhrifum við Ísland er takmörkuð og lög og reglur virðast ekki þróast í sama takti og ör vöxtur greinarinnar.“ Stjórn Landverndar segir jafnframt óhætt að fullyrða að núverandi fyrirkomulag og rekstur fiskeldis í opnum sjókvíum sélangt frá því að uppfylla almenn skilyrði um „sjálfbærni“. Stjórn Landverndar telur því afar varhugavert að halda áfram á sömu braut vaxtar í fiskeldi í opnum sjókvíum. „Nú er tímabært að staldra við, meta stöðuna og áhrifin á náttúru og umhverfi og bæta lög og reglur og styrkja eftirlit.“ Segja áhrif forsvarsmanna meiri en eðlilegt getur talist Fram kemur í bréfinu að ákvarðanir um styttri hvíldartíma, úr sex mánuðum í þrjá, þrátt fyrir viðvarandi sérfræðinga séu annað dæmi óeðlileg áhrif fiskeldisfyrirtækja og takmarkað getu stjórnvalda að standast áhlaup forsvarsmanna greinarinnar. Náttúran fá ekki að njóta vafans. Þá segir einnig að svo virðist sem áhrif forsvarsmanna greinarinnar á stjórnsýslu og stefnu í málafloknum séu meiri en eðlilegt getur talist í ríki sem kennir sig við lýðræðisleg vinnubrögðum og jafnræði á meðal þegna landsins. „Nýjasta dæmið um þetta er gerð strandskipulags við Vestfirði og Austfirði þar sem öll önnur nýting virðist víkja fyrir áformum fiskeldisfyrirtækja. Annað dæmi um óeðlileg áhrif fiskeldishagsmuna birtist þegar fiskeldisfyrirtækin eru uppvís að því að nota hættuleg efni í sinni starfsemi, sem ekki er heimild fyrir í starfsleyfi, eins og t.d. koparoxíð, er þeim ekki refsað. Í stað eðlilegrar refsinga bregðast stjórnvöld við með því að breyta starfsleyfinu fyrirtækinu í hag og náttúru og umhverfi í óhag, og í tráss við leiðbeiningar stofnunar sem býr yfir sérþekkingu á viðkomandi sviði. Landvernd hefur gert athugasemdir til Umhverfisstofnunar við slíka málsmeðferð en hefur ekki fengið viðhlítandi skýringar.“ Bréf Landverndar í heild sinni.
Fiskeldi Vesturbyggð Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira