Hyggjast bregðast við ofbeldi meðal barna Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 12. desember 2022 13:56 Fulltrúar Mosfellsbæjar, lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Framhaldsskólans í Mosfellsbæ. Mosfellsbær Mosfellsbær, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu, Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins og Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ undirrituðu síðastliðinn föstudag viljayfirlýsingu um samstarf vegna barna í viðkvæmri stöðu. Brugðist verður við auknu og alvarlegra ofbeldi meðal barna með þverfaglegu samstarfi sem ætlað er að draga úr líkum á ofbeldisbrotum og stuðla að farsæld fyrir börn í viðkvæmri stöðu í Mosfellsbæ. Börn í viðkvæmri stöðu eru einstaklingar yngri en 18 ára sem eru þolendur og gerendur í ofbeldismálum og falla undir tilkynningarskyldu almennings samkvæmt ákvæðum barnaverndarlaga. Þar er til dæmis um að ræða börn sem búa við óviðunandi uppeldisaðstæður, verða fyrir ofbeldi eða annarri vanvirðandi háttsemi eða stofna heilsu sinni og þroska í alvarlega hættu. Í tilkynningu frá Mosfellsbæ kemur fram að í lok mars síðastliðinn hafi verið haldin fjölmenn vinnustofa með fagfólki úr Mosfellsbæ til að safna saman ábendingum um hvernig megi þróa þverfaglegt samstarf þeirra sem eiga að vinna með börnum sem teljast í viðkvæmri stöðu vegna ýmis konar ofbeldis og vanrækslu. Á grunni ábendinganna frá vinnustofunni hafa samstarfsaðilar mótað sameiginlegt verklag og unnið að innleiðingu þess. Jafnframt hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu endurskoðað verklag sitt við rannsókn ofbeldisbrota barna og sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu mótað reglur um vinnslu ágreiningsmála með áherslu á vernd barna í viðkvæmri stöðu. Verkefnið er hluti af heildstæðri vinnu hjá lögreglunni við mótun á varanlegum stuðningi við börn í viðkvæmri stöðu til að draga úr líkum á ofbeldisbrotum þeirra, en verkefnið var styrkt af bæði félags- og barnamálaráðherra og dómsmálaráðherra. Stefnt er að því að verklagið í Mosfellsbæ muni nýtast við mótun verklagsreglna ríkislögreglustjóra fyrir lögregluna vegna barna í viðkvæmri stöðu, þar með talið hlutverk lögreglu vegna laga um samþættingu þjónustu til farsældar barna, rannsókn ofbeldisbrota meðal barna og ungmenna og verklag um tilkynningar á milli lögreglu, barnaverndar og skóla þegar kemur að ofbeldi gegn börnum. Ofbeldi gegn börnum Mosfellsbær Framhaldsskólar Lögreglan Heilsugæsla Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Börn í viðkvæmri stöðu eru einstaklingar yngri en 18 ára sem eru þolendur og gerendur í ofbeldismálum og falla undir tilkynningarskyldu almennings samkvæmt ákvæðum barnaverndarlaga. Þar er til dæmis um að ræða börn sem búa við óviðunandi uppeldisaðstæður, verða fyrir ofbeldi eða annarri vanvirðandi háttsemi eða stofna heilsu sinni og þroska í alvarlega hættu. Í tilkynningu frá Mosfellsbæ kemur fram að í lok mars síðastliðinn hafi verið haldin fjölmenn vinnustofa með fagfólki úr Mosfellsbæ til að safna saman ábendingum um hvernig megi þróa þverfaglegt samstarf þeirra sem eiga að vinna með börnum sem teljast í viðkvæmri stöðu vegna ýmis konar ofbeldis og vanrækslu. Á grunni ábendinganna frá vinnustofunni hafa samstarfsaðilar mótað sameiginlegt verklag og unnið að innleiðingu þess. Jafnframt hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu endurskoðað verklag sitt við rannsókn ofbeldisbrota barna og sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu mótað reglur um vinnslu ágreiningsmála með áherslu á vernd barna í viðkvæmri stöðu. Verkefnið er hluti af heildstæðri vinnu hjá lögreglunni við mótun á varanlegum stuðningi við börn í viðkvæmri stöðu til að draga úr líkum á ofbeldisbrotum þeirra, en verkefnið var styrkt af bæði félags- og barnamálaráðherra og dómsmálaráðherra. Stefnt er að því að verklagið í Mosfellsbæ muni nýtast við mótun verklagsreglna ríkislögreglustjóra fyrir lögregluna vegna barna í viðkvæmri stöðu, þar með talið hlutverk lögreglu vegna laga um samþættingu þjónustu til farsældar barna, rannsókn ofbeldisbrota meðal barna og ungmenna og verklag um tilkynningar á milli lögreglu, barnaverndar og skóla þegar kemur að ofbeldi gegn börnum.
Ofbeldi gegn börnum Mosfellsbær Framhaldsskólar Lögreglan Heilsugæsla Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels