Þumalputtareglan að svara gagnrýni Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 12. desember 2022 22:40 Andrés Jónsson almannatengill ræddi málin í Reykjavík síðdegis. Vísir/Vilhelm Almannatengill segir almennt ekki vænlegt til árangurs að bíða opinbera gagnrýni af sér, þegjandi og hljóðalaust. Yfirleitt sé betra að svara eða sýna að verið sé að hlusta. Reglan er þó ekki undantekningarlaus. Andrés Jónsson almannatengill ræddi krísustjórnun á almennum nótum í Reykjavík síðdegis í dag. Eðli málsins samkvæmt gat hann ekki rætt einstök mál efnislega en tilefni viðtalsins er meðal annars vegna einhliða yfirlýsinga fyrirtækja, sem gagnrýndar hafa verið undanfarið. Forstjóri Brims vísaði til að mynda einungis til yfirlýsingar fyrr í dag, sem samin var af almannatengslafyrirtæki, og vildi engu við hana bæta. Sigríður Dögg Auðunsdóttir formaður Blaðamannafélagsins ræddi málið einnig í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld og sagði að samfélagið þyrfti að stöðva þessa þróun. Andrés segir málið ekki klippt og skorið. „Almenna þumalputtareglan er að svara gagnrýni og bregðast við, og leiðrétta ef eitthvað er, eða segja alla vega: Við erum að hlusta, við vitum af þessu, við skiljum af hverju þið eruð að varpa þessum spurningum fram. Og sýna, ef við erum ekki með svörin, þá munum við koma með þau um leið og við erum búin að skoða málið betur,“ segir Andrés. Stundum gildar ástæður Hann bætir við að með þessari aðferð sé hægt að ná betur utan um umræðuna og því eðlilegt að svara eftir atvikum. Eins og með allflestar reglur, er hún þó ekki undantekningarlaus. „Það eru stundum gildar ástæður. Það eru alls konar ástæður fyrir því að fólk kannski bregst seint við eða treystir sér ekki til að fara í viðtal eða annað. Stundum er það þannig að mál verða bara verri, það er kannski eitthvað sem við ekki vitum sem tengist þessu sem þú getur ekki sagt. Og ef þú myndir segja það þá yrði útkoman jafnvel enn verri í umræðunni heldur en að láta yfir sig ganga einhverja svona öldu,“ segir Andrés. Hann segir að málin geti jafnan verið flókin, sérstaklega þegar tilfinningar eru í spilinu. „Öll þessi mál geta snúist mjög hratt og það er mjög auðvelt að gera mistök. Ég hef unnið með fullt af aðilum sem hafa mikið traust og eru góðir í samskiptum. Flest fyrirtæki á Íslandi, flestar stofnanir þurfa að viðhalda trausti almennings. Það er mikilvægt að vera góður í að svara, það er verra að vera með enga góða talsmenn og fara aldrei í viðtöl, og hlaupa undan slæmum málum, af því það rýrir traustið. En það er samt engin trygging. Það er mjög auðvelt að verða fótaskortur á þessu svelli og ég bið kannski fólk að hafa aðeins í huga að það eru ekki allir vitleysingar og það eru ekki allir illgjarnir.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Reykjavík síðdegis Fjölmiðlar Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Fleiri fréttir Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Sjá meira
Andrés Jónsson almannatengill ræddi krísustjórnun á almennum nótum í Reykjavík síðdegis í dag. Eðli málsins samkvæmt gat hann ekki rætt einstök mál efnislega en tilefni viðtalsins er meðal annars vegna einhliða yfirlýsinga fyrirtækja, sem gagnrýndar hafa verið undanfarið. Forstjóri Brims vísaði til að mynda einungis til yfirlýsingar fyrr í dag, sem samin var af almannatengslafyrirtæki, og vildi engu við hana bæta. Sigríður Dögg Auðunsdóttir formaður Blaðamannafélagsins ræddi málið einnig í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld og sagði að samfélagið þyrfti að stöðva þessa þróun. Andrés segir málið ekki klippt og skorið. „Almenna þumalputtareglan er að svara gagnrýni og bregðast við, og leiðrétta ef eitthvað er, eða segja alla vega: Við erum að hlusta, við vitum af þessu, við skiljum af hverju þið eruð að varpa þessum spurningum fram. Og sýna, ef við erum ekki með svörin, þá munum við koma með þau um leið og við erum búin að skoða málið betur,“ segir Andrés. Stundum gildar ástæður Hann bætir við að með þessari aðferð sé hægt að ná betur utan um umræðuna og því eðlilegt að svara eftir atvikum. Eins og með allflestar reglur, er hún þó ekki undantekningarlaus. „Það eru stundum gildar ástæður. Það eru alls konar ástæður fyrir því að fólk kannski bregst seint við eða treystir sér ekki til að fara í viðtal eða annað. Stundum er það þannig að mál verða bara verri, það er kannski eitthvað sem við ekki vitum sem tengist þessu sem þú getur ekki sagt. Og ef þú myndir segja það þá yrði útkoman jafnvel enn verri í umræðunni heldur en að láta yfir sig ganga einhverja svona öldu,“ segir Andrés. Hann segir að málin geti jafnan verið flókin, sérstaklega þegar tilfinningar eru í spilinu. „Öll þessi mál geta snúist mjög hratt og það er mjög auðvelt að gera mistök. Ég hef unnið með fullt af aðilum sem hafa mikið traust og eru góðir í samskiptum. Flest fyrirtæki á Íslandi, flestar stofnanir þurfa að viðhalda trausti almennings. Það er mikilvægt að vera góður í að svara, það er verra að vera með enga góða talsmenn og fara aldrei í viðtöl, og hlaupa undan slæmum málum, af því það rýrir traustið. En það er samt engin trygging. Það er mjög auðvelt að verða fótaskortur á þessu svelli og ég bið kannski fólk að hafa aðeins í huga að það eru ekki allir vitleysingar og það eru ekki allir illgjarnir.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Reykjavík síðdegis Fjölmiðlar Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Fleiri fréttir Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Sjá meira