„Við vorum einhverra hluta vegna í handbremsu“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 12. desember 2022 22:45 Patrekur Jóhannesson þungt hugsi. Vísir/Diego Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var að einhverju leyti sáttur með stigið sem hans menn fengu í kvöld. Liðið atti þar kappi við FH í hálfleikaskiptum leik sem endaði 29-29. „Við vorum einhverra hluta vegna í handbremsu í fyrri hálfleik og allt of staðir sóknarlega. Gerðum miklu betur í seinni hálfleik. Þá sá ég alvöru hreyfingar og gerðum bara betur, skorum 19 mörk og skutum betur á markið. FH-ingarnir voru sterkari í fyrri en við í seinni. Jafntefli sanngjörn úrslit en mér fannst við gera vel á köflum í restina. Við hefðum þurft að fá eitt mark þarna í lokin, ég hefði viljað það,“ sagði Partrekur. Skörð voru höggvin í lið FH, en liðið var án Phil Döhler og spilaði Ásbjörn Friðriksson ekkert fyrir utan að taka vítaköst. Því var mikil reynslumunur á ungu liði FH og talsvert eldra liði heimamanna. „Við vorum miklu betri í seinni hálfleik. FH er með spræka drengi, þeir voru að hvíla Ása í dag og Döhler, þeir gerðu það bara vel. Bjöggi og Hergeir gerðu vel í seinni og Tandri líka og þá fórum við líka sækja á meiri ferð á háa bakverði FH heldur en við vorum að gera í fyrri hálfleik. Það var flott hjá mínum mönnum í seinni hálfleik, ég er ánægður með þá,“ sagði Patrekur. Liðin mætast aftur í Bikarkeppni HSÍ á fimmtudaginn. Patrekur Jóhannesson ræðir við sína menn.Vísir/Diego „Gaman að spila við FH. Við erum búnir að vera gera vel og erum á góðu rönni undanfarið eftir kannski dapra byrjun. Það er bikarleikur og við vitum að það er hörku verkefni,“ sagði Patrekur og bætti við að honum hlakki til leiksins. Spurður út í stöðu Stjörnunnar í deildinni nú þegar Olís-deildinn er komin í sjö vikna frí hafði Patrekur þetta að segja. „Já og nei. Auðvitað eru væntingar til okkar. Ég er með leikmenn sem eru góðir, margir hverjir í atvinnumennsku, það eru væntingar. Þetta er svona upp og niður. Það skiptir bara máli hvernig við verðum þegar líður á. Við höfum verið í þeirri stöðu að vera með fleiri stig í desember og síðan ekkert getað eftir áramót. Ég vona bara að við nýtum pásuna vel þegar bikarleikurinn er búinn. Ég vil vera í efstu fjórum og það er okkar markmið, það er ekkert leyndarmál. Við þurfum meiri stöðugleika, eins og bara í dag,“ sagði Patrekur að lokum. Handbolti Stjarnan Olís-deild karla Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Leik lokið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Enski boltinn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Sjá meira
„Við vorum einhverra hluta vegna í handbremsu í fyrri hálfleik og allt of staðir sóknarlega. Gerðum miklu betur í seinni hálfleik. Þá sá ég alvöru hreyfingar og gerðum bara betur, skorum 19 mörk og skutum betur á markið. FH-ingarnir voru sterkari í fyrri en við í seinni. Jafntefli sanngjörn úrslit en mér fannst við gera vel á köflum í restina. Við hefðum þurft að fá eitt mark þarna í lokin, ég hefði viljað það,“ sagði Partrekur. Skörð voru höggvin í lið FH, en liðið var án Phil Döhler og spilaði Ásbjörn Friðriksson ekkert fyrir utan að taka vítaköst. Því var mikil reynslumunur á ungu liði FH og talsvert eldra liði heimamanna. „Við vorum miklu betri í seinni hálfleik. FH er með spræka drengi, þeir voru að hvíla Ása í dag og Döhler, þeir gerðu það bara vel. Bjöggi og Hergeir gerðu vel í seinni og Tandri líka og þá fórum við líka sækja á meiri ferð á háa bakverði FH heldur en við vorum að gera í fyrri hálfleik. Það var flott hjá mínum mönnum í seinni hálfleik, ég er ánægður með þá,“ sagði Patrekur. Liðin mætast aftur í Bikarkeppni HSÍ á fimmtudaginn. Patrekur Jóhannesson ræðir við sína menn.Vísir/Diego „Gaman að spila við FH. Við erum búnir að vera gera vel og erum á góðu rönni undanfarið eftir kannski dapra byrjun. Það er bikarleikur og við vitum að það er hörku verkefni,“ sagði Patrekur og bætti við að honum hlakki til leiksins. Spurður út í stöðu Stjörnunnar í deildinni nú þegar Olís-deildinn er komin í sjö vikna frí hafði Patrekur þetta að segja. „Já og nei. Auðvitað eru væntingar til okkar. Ég er með leikmenn sem eru góðir, margir hverjir í atvinnumennsku, það eru væntingar. Þetta er svona upp og niður. Það skiptir bara máli hvernig við verðum þegar líður á. Við höfum verið í þeirri stöðu að vera með fleiri stig í desember og síðan ekkert getað eftir áramót. Ég vona bara að við nýtum pásuna vel þegar bikarleikurinn er búinn. Ég vil vera í efstu fjórum og það er okkar markmið, það er ekkert leyndarmál. Við þurfum meiri stöðugleika, eins og bara í dag,“ sagði Patrekur að lokum.
Handbolti Stjarnan Olís-deild karla Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Leik lokið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Enski boltinn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita