Fjárfestum í friðsömum lausnum René Biasone skrifar 14. desember 2022 17:30 Leiðarljós Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna er að sérhver einstaklingur sé borinn frjáls og jafn öðrum að virðingu og réttindum. Yfirlýsingin var undirrituð 10. desember 1948 eftir að mannkynið hafði kynnst hungri og stríði sem endaði með fjöldamorðum af völdum kjarnorkuvopna, stríði sem grundvallaðist á mannhatri og grimmd, grillunni um að sumt fólk væri æðra öðru líkt og helförin sýndi. Á undanförnum árum hafa um það bil 40 átök verið háð í heiminum. Okkur birtist aðeins brot af þeim í fjölmiðlum en flest höfum við heyrt um þær hörmungar sem dunið hafa á fólki í Úkraínu, Palestínu og Jemen. Að baki stríðsátökum liggja misjafnar ástæður, barátta um yfirráð yfir náttúruauðlindum og landi, menningu, trúarbrögðum og fólki. Þá er heill iðnaður sem hefur hag af vopnuðum átökum, hagsmunir hergagnaiðnaðarins eru þeir að fólk berjist. Stríð og átök ganga á grundarvallarmannréttindi, á aðgengi fólks að mat, menntun og læknishjálp og ljóst að með markaðsvæðingu stríðs og útvistun hergagnaframleiðslu til einkaaðila er hið kapítalíska kerfi tilbúið að fórna réttindum og lífum einstaklinga til að viðhalda og auka auð fárra, það er hluti af arðráni samtímans. Stríð eyðileggur náttúruauðlindir sem hægt væri að nýta til að sigrast á hungri og fátækt. Í fyrra námu útgjöld til hernaðarmála á heimsvísu tveim trilljörðum Bandaríkjadala, en það er þúsund sinnum hærri upphæð en rennur til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Ef öllum þeim fjármunum sem varið er í stríðsrekstur væri varið til uppbyggingar í þágu fólks, sér í lagi þeim sem minna mega sín, væri leikur einn að byggja upp betra líf í þágu þeirra. Það myndi leiða til betri heims. Þá eru ótalin öll ótímabæru dauðsföllin og harmurinn sem fylgir stríðsrekstri. Gino Strada, hinn kunni ítalski baráttumaður fyrir friði, sagði að það að tryggja og byggja undir mannréttindi væri besta forvörnin gegn stríði. Mannréttindi eiga að vera ófrávíkjanleg réttindi allra og það er mín sannfæring að við eigum að treysta mannréttindi og fordæma stríðsrekstur sem veldur hungri og þjáningu. Okkur ber skylda til þess að stuðla að friðsamlegum lausnum í stað stríðs. Höfundur er varaþingmaður VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein René Biasone Vinstri græn Mannréttindi Hernaður Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Leiðarljós Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna er að sérhver einstaklingur sé borinn frjáls og jafn öðrum að virðingu og réttindum. Yfirlýsingin var undirrituð 10. desember 1948 eftir að mannkynið hafði kynnst hungri og stríði sem endaði með fjöldamorðum af völdum kjarnorkuvopna, stríði sem grundvallaðist á mannhatri og grimmd, grillunni um að sumt fólk væri æðra öðru líkt og helförin sýndi. Á undanförnum árum hafa um það bil 40 átök verið háð í heiminum. Okkur birtist aðeins brot af þeim í fjölmiðlum en flest höfum við heyrt um þær hörmungar sem dunið hafa á fólki í Úkraínu, Palestínu og Jemen. Að baki stríðsátökum liggja misjafnar ástæður, barátta um yfirráð yfir náttúruauðlindum og landi, menningu, trúarbrögðum og fólki. Þá er heill iðnaður sem hefur hag af vopnuðum átökum, hagsmunir hergagnaiðnaðarins eru þeir að fólk berjist. Stríð og átök ganga á grundarvallarmannréttindi, á aðgengi fólks að mat, menntun og læknishjálp og ljóst að með markaðsvæðingu stríðs og útvistun hergagnaframleiðslu til einkaaðila er hið kapítalíska kerfi tilbúið að fórna réttindum og lífum einstaklinga til að viðhalda og auka auð fárra, það er hluti af arðráni samtímans. Stríð eyðileggur náttúruauðlindir sem hægt væri að nýta til að sigrast á hungri og fátækt. Í fyrra námu útgjöld til hernaðarmála á heimsvísu tveim trilljörðum Bandaríkjadala, en það er þúsund sinnum hærri upphæð en rennur til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Ef öllum þeim fjármunum sem varið er í stríðsrekstur væri varið til uppbyggingar í þágu fólks, sér í lagi þeim sem minna mega sín, væri leikur einn að byggja upp betra líf í þágu þeirra. Það myndi leiða til betri heims. Þá eru ótalin öll ótímabæru dauðsföllin og harmurinn sem fylgir stríðsrekstri. Gino Strada, hinn kunni ítalski baráttumaður fyrir friði, sagði að það að tryggja og byggja undir mannréttindi væri besta forvörnin gegn stríði. Mannréttindi eiga að vera ófrávíkjanleg réttindi allra og það er mín sannfæring að við eigum að treysta mannréttindi og fordæma stríðsrekstur sem veldur hungri og þjáningu. Okkur ber skylda til þess að stuðla að friðsamlegum lausnum í stað stríðs. Höfundur er varaþingmaður VG.
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun