Almenningur býður parinu samastað Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 15. desember 2022 12:00 Parið lenti illa í því í gær þegar gríðarlegt magn af vatni flæddi inn í íbúð þeirra eftir að lögn á landi Kópavogsbæjar fór í sundur. sigurjón ólason Par sem fór illa út úr leka þegar lögn á landi Kópavogsbæjar fór í sundur með þeim afleiðingum að gríðarlegt vatn lak inn til þeirra og skemmdi nær allt innbú, segir að almennir borgarar hafi haft samband og boðið þeim samastað. Tryggingafélag þeirra hafnar bótaskyldu og bíða þau enn eftir svörum frá bænum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær greindum við frá parinu Lukasz og Ewu sem hefur ekki í nein hús að venda eftir að gríðarlegt magn af vatni flæddi inn í íbúð þeirra með þeim afleiðingum að heimilið er óíbúðarhæft. Lögn á landi Kópavogsbæjar fór í sundur með þessum afleiðingum en ekki er vitað hvers vegna lögnin gaf sig. Parið hefur lítið bakland hér á landi og þegar fréttastofa ræddi við þau í gær sögðust þau ekki hafa í nein hús að venda. Þau leituðu ráða um bráðabirgðahúsnæði hjá Kópavogsbæ en forsvarsmenn bæjarins sögðust, að sögn Lukasz, ekkert geta gert fyrir þau þrátt fyrir að lögnin sem rofnaði og olli tjóninu hafi verið á landi bæjarins. „Þau segja að þetta sé ekki þeirra sök. Ég veit ekki hvers vegna. Leiðslurnar tilheyra þeim,“ sagði Lukasz í kvöldfréttatímanum í gær. „Fólk er gott“ Hann segir í samtali við fréttastofu að parið hafi fengið inn hjá vinum í nótt. Þar geti þau þó ekki verið til lengri tíma. Nokkrir almennir borgarar hafa haft samband við Lukas og boðið parinu herbergi, ýmist endurgjaldslaust til skamms tíma eða íbúð fyrir lágt verð til lengri tíma. „Fólk er mjög gott. Nokkrir hafa haft samband og boðið okkur herbergi, jafnvel þó þeir séu með mörg börn á heimilinu. Öll hjálp sem berst er frá almennum borgurum. Fólk hefur boðið okkur hjálp, lögmannsaðstoð og fleira,“ sagði Lukas. Eins og fram kom í fréttinni í gær er parið með innbústryggingu hjá Verði en tryggingin bætir meiriháttar tjón sem verða á innbúsmunum heimilisins svo sem vegna vatns. Félagið hefur neitað bótaskyldu þar sem tryggingin bætir ekki tjón vegna utanaðkomandi vatns. Parið bíður enn eftir svörum frá Kópavogsbæ. Kópavogur Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fleiri fréttir Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær greindum við frá parinu Lukasz og Ewu sem hefur ekki í nein hús að venda eftir að gríðarlegt magn af vatni flæddi inn í íbúð þeirra með þeim afleiðingum að heimilið er óíbúðarhæft. Lögn á landi Kópavogsbæjar fór í sundur með þessum afleiðingum en ekki er vitað hvers vegna lögnin gaf sig. Parið hefur lítið bakland hér á landi og þegar fréttastofa ræddi við þau í gær sögðust þau ekki hafa í nein hús að venda. Þau leituðu ráða um bráðabirgðahúsnæði hjá Kópavogsbæ en forsvarsmenn bæjarins sögðust, að sögn Lukasz, ekkert geta gert fyrir þau þrátt fyrir að lögnin sem rofnaði og olli tjóninu hafi verið á landi bæjarins. „Þau segja að þetta sé ekki þeirra sök. Ég veit ekki hvers vegna. Leiðslurnar tilheyra þeim,“ sagði Lukasz í kvöldfréttatímanum í gær. „Fólk er gott“ Hann segir í samtali við fréttastofu að parið hafi fengið inn hjá vinum í nótt. Þar geti þau þó ekki verið til lengri tíma. Nokkrir almennir borgarar hafa haft samband við Lukas og boðið parinu herbergi, ýmist endurgjaldslaust til skamms tíma eða íbúð fyrir lágt verð til lengri tíma. „Fólk er mjög gott. Nokkrir hafa haft samband og boðið okkur herbergi, jafnvel þó þeir séu með mörg börn á heimilinu. Öll hjálp sem berst er frá almennum borgurum. Fólk hefur boðið okkur hjálp, lögmannsaðstoð og fleira,“ sagði Lukas. Eins og fram kom í fréttinni í gær er parið með innbústryggingu hjá Verði en tryggingin bætir meiriháttar tjón sem verða á innbúsmunum heimilisins svo sem vegna vatns. Félagið hefur neitað bótaskyldu þar sem tryggingin bætir ekki tjón vegna utanaðkomandi vatns. Parið bíður enn eftir svörum frá Kópavogsbæ.
Kópavogur Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fleiri fréttir Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Sjá meira