Gríðarleg lækkun á tollum skili sér ekki til neytenda Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 17. desember 2022 13:03 Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, ætlar að fá sér franskar með steikinni í kvöld í tilefni þessa smávægilega sigurs í baráttunni við undarlega háa tolla á frönskum kartöflum. vísir/egill Tollar á frönskum kartöflum hafa verið lækkaðir um þrjátíu prósentustig en eru enn hæstu tollar sem finnast á Íslandi. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir tollalækkunina ekki skila sér til neytenda í lægra verði heldur auknu framboði. Tollar á frönskum kartöflum stóðu lengi í 76 prósentum, sem var allra hæsti prósentutollur á innfluttri vöru í Íslandssögunni. Tollurinn gegndi því hlutverki að vernda innlenda framleiðslu á frönskum kartöflum, sem lagðist af fyrir nokkru og hefur Félag atvinnurekenda barist fyrir því upp á síðkastið að fá tollinn lækkaðan. Það tókst nú fyrir helgi þegar Alþingi samþykkti að lækka tollinn úr 76 prósentum í 46 prósent. „Eftir sem áður er það Íslandsmet í tollheimtu og mjög áhugavert því við höfum aldrei fengið neina góða skýringu á því hvers vegna hæsti tollurinn í tollskránni þarf að vera á vöru sem er ekki framleidd á Íslandi og verndar þar af leiðandi ekki neitt,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Ekki lægra verð Þetta hafi engin áhrif á verðið því þegar hafi verið 46 prósenta tollur á frönskum í fríverslunarsamningum Íslands við Kanada og Evrópusambandið. Því koma nánast allar franskar kartöflur í verslunum landsins þaðan. „Þannig að líklegustu áhrifin af þessari breytingu eru að innflutningur á frönskum kartöflum frá Bandaríkjunum mun aukast. Þar eru vissulega mörg góð vörumerki í boði. Þannig þetta þýðir kannski fyrst og fremst meiri fjölbreytni í vöruúrvali en fyrir buddu neytandans þá skiptir þetta litlu máli,“ segir Ólafur. Hann á erfitt með að átta sig á því hvers vegna svo erfitt sé að lækka toll á þessari tilteknu vöru - ein skýringin sé mögulega að þetta sé spil sem stjórnvöld geti spilað út í fríverslunarsamningum í framtíðinni. Það sé afar slæmt að íslenskir neytendur þurfi að gjalda fyrir það í millitíðinni. „Við fögnum öllum litlum sigrum í tollamálum að sjálfsögðu. Ég ætla að hafa steik og franskar í kvöld,“ segir Ólafur. Verðlag Matvælaframleiðsla Skattar og tollar Matur Neytendur Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Tollar á frönskum kartöflum stóðu lengi í 76 prósentum, sem var allra hæsti prósentutollur á innfluttri vöru í Íslandssögunni. Tollurinn gegndi því hlutverki að vernda innlenda framleiðslu á frönskum kartöflum, sem lagðist af fyrir nokkru og hefur Félag atvinnurekenda barist fyrir því upp á síðkastið að fá tollinn lækkaðan. Það tókst nú fyrir helgi þegar Alþingi samþykkti að lækka tollinn úr 76 prósentum í 46 prósent. „Eftir sem áður er það Íslandsmet í tollheimtu og mjög áhugavert því við höfum aldrei fengið neina góða skýringu á því hvers vegna hæsti tollurinn í tollskránni þarf að vera á vöru sem er ekki framleidd á Íslandi og verndar þar af leiðandi ekki neitt,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Ekki lægra verð Þetta hafi engin áhrif á verðið því þegar hafi verið 46 prósenta tollur á frönskum í fríverslunarsamningum Íslands við Kanada og Evrópusambandið. Því koma nánast allar franskar kartöflur í verslunum landsins þaðan. „Þannig að líklegustu áhrifin af þessari breytingu eru að innflutningur á frönskum kartöflum frá Bandaríkjunum mun aukast. Þar eru vissulega mörg góð vörumerki í boði. Þannig þetta þýðir kannski fyrst og fremst meiri fjölbreytni í vöruúrvali en fyrir buddu neytandans þá skiptir þetta litlu máli,“ segir Ólafur. Hann á erfitt með að átta sig á því hvers vegna svo erfitt sé að lækka toll á þessari tilteknu vöru - ein skýringin sé mögulega að þetta sé spil sem stjórnvöld geti spilað út í fríverslunarsamningum í framtíðinni. Það sé afar slæmt að íslenskir neytendur þurfi að gjalda fyrir það í millitíðinni. „Við fögnum öllum litlum sigrum í tollamálum að sjálfsögðu. Ég ætla að hafa steik og franskar í kvöld,“ segir Ólafur.
Verðlag Matvælaframleiðsla Skattar og tollar Matur Neytendur Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira