13 ára strákur flaug Boeing 737 – MAX flugvél hjá Icelandair Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. desember 2022 20:04 Kacper Agnar Kozlowski, 13 ára og Guðmundur Tómas Sigurðsson, flugstjóri og ábyrgðarmaður yfir þjálfunarmálum hjá Icelandair saman inn í flugherminum áður en lagt var af stað. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það hljóp heldur betur á snærið í gær hjá þrettán ára strák, en þá var honum boðið að fljúga Boeing 737 - MAX flugvél frá Icelandair í fullkomnasta flughermi heims. Flugstjóri hjá Icelandair er viss um að strákurinn eigi eftir að vera fantagóður flugmaður í framtíðinni. Í nóvember vorum við með frétt um Kacper Agnar í Njarðvík, sem er harðákveðin í að verða flugmaður og þess vegna er hann með fullkominn flughermi inn í herbergi hjá sér þar sem hann er búin að taka rúmlega fimm þúsund tíma. Fréttin vakti mikla athygli hjá Flugfélögum hér heima og erlendis og hafa Kacper borist margar kveðjur og gjafir úr flugheiminum. Toppurinn var þó þegar Icelandair bauð honum að fljúga í einum af þremur flughermum fyrirtækisins í Hafnarfirði, sem eru þeir fullkomnustu í heimi. „Þetta er bara alveg eins og í flugherminum hjá mér, sömu takkar og allt,“ segir Kacper Agnar. Og þá var bara að setjast í flugstjórasætið með Guðmundi Tómasi, sem sér um þjálfunarmálin hjá Icelandair og taka á loft frá Akureyrarflugvelli og fljúga á Keflavíkurflugvöll. „Svo flýgur þú bara og svo hjálpumst við bara að, er það ekki," sagði Guðmundur þegar þeir lögðu af stað. Flugið gekk mjög vel, Kacper vissi nákvæmlega hvað hann var að gera, stillti takkana eins og vera ber, stillt öll ljós og mæla og naut þess að fljúga með Guðmundi, sem gaf honum góð ráð í fluginu. Lendingin var reyndar aðeins harkaleg, en það slapp allt til, enda Kascper aðeins þrettán ára. “Þetta var bara eitthvað annað, þetta er það besta, sem ég hef gert í mínum flugtímum. Mér fannst skemmtilegast að bremsa, ég gerði það reyndar full harkalega en það var bara af því að ég var svo stressaður og spenntur,” bætir Kacper við. Kacper Agnar þakkar hér Guðmundi Tómasi fyrir að leyfa sér að fljúga í flugherminu. Kacper var leystur út með gjöf frá Icelandair.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta gekk rosalega vel hjá Kacper, það er augljóst að þessi vinna, sem hann er búin að setja í heima fyrir framan flugherminn, hún skilar sér, hann býr til góðan grunn þegar við verðum svo heppin að fá að ráða hann til starfa vonandi einhvern tíma í framtíðinni. Ég er viss um að hann á eftir að verða fantagóður flugmaður þegar fram í sækir,” segir Guðmundur Tómas, flugstjóri og ábyrgðarmaður yfir þjálfunarmálum hjá Icelandair. Fréttin um Kacper Agnar 13. nóvember 2022 Hafnarfjörður Icelandair Boeing Krakkar Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Í nóvember vorum við með frétt um Kacper Agnar í Njarðvík, sem er harðákveðin í að verða flugmaður og þess vegna er hann með fullkominn flughermi inn í herbergi hjá sér þar sem hann er búin að taka rúmlega fimm þúsund tíma. Fréttin vakti mikla athygli hjá Flugfélögum hér heima og erlendis og hafa Kacper borist margar kveðjur og gjafir úr flugheiminum. Toppurinn var þó þegar Icelandair bauð honum að fljúga í einum af þremur flughermum fyrirtækisins í Hafnarfirði, sem eru þeir fullkomnustu í heimi. „Þetta er bara alveg eins og í flugherminum hjá mér, sömu takkar og allt,“ segir Kacper Agnar. Og þá var bara að setjast í flugstjórasætið með Guðmundi Tómasi, sem sér um þjálfunarmálin hjá Icelandair og taka á loft frá Akureyrarflugvelli og fljúga á Keflavíkurflugvöll. „Svo flýgur þú bara og svo hjálpumst við bara að, er það ekki," sagði Guðmundur þegar þeir lögðu af stað. Flugið gekk mjög vel, Kacper vissi nákvæmlega hvað hann var að gera, stillti takkana eins og vera ber, stillt öll ljós og mæla og naut þess að fljúga með Guðmundi, sem gaf honum góð ráð í fluginu. Lendingin var reyndar aðeins harkaleg, en það slapp allt til, enda Kascper aðeins þrettán ára. “Þetta var bara eitthvað annað, þetta er það besta, sem ég hef gert í mínum flugtímum. Mér fannst skemmtilegast að bremsa, ég gerði það reyndar full harkalega en það var bara af því að ég var svo stressaður og spenntur,” bætir Kacper við. Kacper Agnar þakkar hér Guðmundi Tómasi fyrir að leyfa sér að fljúga í flugherminu. Kacper var leystur út með gjöf frá Icelandair.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta gekk rosalega vel hjá Kacper, það er augljóst að þessi vinna, sem hann er búin að setja í heima fyrir framan flugherminn, hún skilar sér, hann býr til góðan grunn þegar við verðum svo heppin að fá að ráða hann til starfa vonandi einhvern tíma í framtíðinni. Ég er viss um að hann á eftir að verða fantagóður flugmaður þegar fram í sækir,” segir Guðmundur Tómas, flugstjóri og ábyrgðarmaður yfir þjálfunarmálum hjá Icelandair. Fréttin um Kacper Agnar 13. nóvember 2022
Hafnarfjörður Icelandair Boeing Krakkar Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira