„Ég held að við komumst aldrei heim“ Atli Arason skrifar 19. desember 2022 22:01 Frá fjöldahjálparmiðstöðinni í Keflavík í kvöld. Atli Arason Samantha og George Novella, par frá Bretlandi, hafa verið veðurteppt í Keflavík í allan dag og stefna á að gista í fjöldahjálparmiðstöðinni í Keflavík í nótt. Þau búast ekki við því að komast heim til Bretlands á næstunni. „Hitastigið er búið að lækka alveg svakalega og allir vegir eru lokaðir. Öllum flugum hefur verið aflýst þannig að við erum nokkurn veginn föst hérna, þar sem mér tókst líka að týna vegabréfinu mínu,“ sagði George í samtali við Vísi í kvöld. „Við þurfum að komast í breska sendiráðið í Reykjavík en allir vegir eru enn þá ófærir. Okkur er sagt að við getum mögulega ekki komist til Reykjavíkur í sendiráðið fyrr en eftir einn til tvo daga,“ bætti George við, en parið á flug til Bretlands í fyrramálið. Efast um að komast aftur heim Þau Samantha og George lögðu af stað til Reykjavíkur frá Keflavík klukkan sex í morgun en komust ekkert áleiðis þar sem allir vegir voru lokaðir. Þau höfðu því beðið í Keflavík í alls fjórtán tíma þegar blaðamaður náði af þeim tali. Aðspurður segist George ekki vera bjartsýnn að ná fluginu sínu aftur heim í fyrramálið. „Þetta lítur alls ekki vel út akkúrat núna. Ég held að við komust aldrei heim,“ svaraði George. Parið leitar sér að gistingu fyrir nóttina en þau búast við að gista í fjöldahjálparmiðstöðinni í Keflavík þar sem öll hótel í Keflavík eru uppbókuð fyrir næstu nótt. Alls ekki ánægður með Íslandsdvölina „Við vorum áður á fimm stjörnu hóteli en þurfum sennilega að gista hérna þar sem allt annað er uppbókað,“ sagði Samantha, en þau komu til Íslands vegna afmælis George, sem er ekki ánægður með dvölina á Íslandi. „Þessi upplifun lækkaði álitið mitt á Íslandi og ég er viss um að ég komi ekki hingað aftur ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Við ætluðum að vera hérna í fjóra daga en þurftum að lengja ferðina um auka fjóra daga vegna veðursins. Við þurftum að borga aukalega fyrir að breyta fluginu okkar og allt í allt hefur ferðin verið tvöfalt dýrari en við áætluðum,“ sagði George sem líst ekkert á verðlagið hér á landi. „Fyrir þann pening sem ég er búinn að eyða hérna síðastliðna viku þá hefði ég getað keypt gistingu á fimm stjörnu hóteli í Dúbaí, þar sem ég væri ekki fastur í ís og klaka með blauta sokka og ekkert flug,“ sagði George að lokum. Veður Reykjanesbær Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Sendiráð á Íslandi Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Sjá meira
„Hitastigið er búið að lækka alveg svakalega og allir vegir eru lokaðir. Öllum flugum hefur verið aflýst þannig að við erum nokkurn veginn föst hérna, þar sem mér tókst líka að týna vegabréfinu mínu,“ sagði George í samtali við Vísi í kvöld. „Við þurfum að komast í breska sendiráðið í Reykjavík en allir vegir eru enn þá ófærir. Okkur er sagt að við getum mögulega ekki komist til Reykjavíkur í sendiráðið fyrr en eftir einn til tvo daga,“ bætti George við, en parið á flug til Bretlands í fyrramálið. Efast um að komast aftur heim Þau Samantha og George lögðu af stað til Reykjavíkur frá Keflavík klukkan sex í morgun en komust ekkert áleiðis þar sem allir vegir voru lokaðir. Þau höfðu því beðið í Keflavík í alls fjórtán tíma þegar blaðamaður náði af þeim tali. Aðspurður segist George ekki vera bjartsýnn að ná fluginu sínu aftur heim í fyrramálið. „Þetta lítur alls ekki vel út akkúrat núna. Ég held að við komust aldrei heim,“ svaraði George. Parið leitar sér að gistingu fyrir nóttina en þau búast við að gista í fjöldahjálparmiðstöðinni í Keflavík þar sem öll hótel í Keflavík eru uppbókuð fyrir næstu nótt. Alls ekki ánægður með Íslandsdvölina „Við vorum áður á fimm stjörnu hóteli en þurfum sennilega að gista hérna þar sem allt annað er uppbókað,“ sagði Samantha, en þau komu til Íslands vegna afmælis George, sem er ekki ánægður með dvölina á Íslandi. „Þessi upplifun lækkaði álitið mitt á Íslandi og ég er viss um að ég komi ekki hingað aftur ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Við ætluðum að vera hérna í fjóra daga en þurftum að lengja ferðina um auka fjóra daga vegna veðursins. Við þurftum að borga aukalega fyrir að breyta fluginu okkar og allt í allt hefur ferðin verið tvöfalt dýrari en við áætluðum,“ sagði George sem líst ekkert á verðlagið hér á landi. „Fyrir þann pening sem ég er búinn að eyða hérna síðastliðna viku þá hefði ég getað keypt gistingu á fimm stjörnu hóteli í Dúbaí, þar sem ég væri ekki fastur í ís og klaka með blauta sokka og ekkert flug,“ sagði George að lokum.
Veður Reykjanesbær Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Sendiráð á Íslandi Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Sjá meira