Lausn komin á fánamálið í Fjallabyggð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. desember 2022 21:19 Ólíkar venjur voru viðhafðar á Siglufirði og á Ólafsfirði en nú hafa þær verið samræmdar. Vísir/Egill Lausn hefur fundist í fánamálinu svokallaða í Fjallabyggð, eftir að bæjarstjórn sveitarfélagsins samþykkti nýverið tillögu bæjarstjórans um framtíðarfyrirkomulag flöggunar í Fjallabyggð. Það vakti nokkra athygli í haust þegar Vísir greindi frá því að bæjarráð Fjallabyggðar hafði samþykkt að hætt yrði að flagga íslenska fánanum við ráðhús sveitarfélagsins við andlát og útför íbúa sveitarfélagsins. Tillögurnar voru tilkomnar til að samræma hefðir innan sveitarfélagsins eftir sameiningu Siglufjarðar og Ólafsfjarðar. Siglufjarðarmegin hafi verið hefð fyrir því að flagga við andlát. Kom fram að flöggun íslenska fánans við bæjarskrifstofurnar, sér í lagi um helgar, hafi í sumum tilvikum skapað vandræði fyrir starfsmenn sveitarfélagsins. Tillagan fól í sér að íslenska fánanum yrði aðeins flaggað við stofnanir Fjallabyggðar á opinberum fánadögum. Blendin viðbrögð voru við tillögunni. Til að mynda sagðist Siglfirðingurinn Kristján L. Möller vera bæði hissa og undrandi á tillögunni í samtali við Vísi. Sagðist hann einnig telja að tillagan hafi lagst illa í íbúa Siglfirðinga. Svo virðist sem Kristján hafi haft rétt fyrir sér. Í minnisblaði Sigríðar Ingvarsdóttur, bæjarstjóra Fjallabyggðar, er tekið fram að „í ljósi viðbragða og sjónarmiða margra bæjarbúa“ hafi bæjarstjóra verið falið að vinna málið áfram. Framlag vinnuskólans hluti af samkomulaginu Segir Sigríður í minnisblaðinu hafa haft það að leiðarljósi að finna lausn þar sem gætt yrði samræmis á milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar. Farið yrði eftir sömu reglum og kirkjurnar í kjörnunum tveimur viðhafa varðandi andlát og útfarir, það er að flagga við útfarir, en ekki andlát. Lausnin sem fram er komin er sú að starfsmaður í stjórnsýsluhúsinu á Ólafsfirði geti annast flöggun á útfarardögum við Stjórnsýsluhúsið á Ólafsfirði, þar sem almennt fari útfarir ekki fram um helgar á Ólafsfirði. Þá greinir bæjarstjórinn frá því að samkomulag hafi verið gert við Júlíu Birgisdóttur, formann sóknarnefndar Siglufjarðarkirkju, að kirkjuvörður eða meðhjálpari muni annast flöggun við Ráðhúsið á Siglufirði, á sama tíma og flaggað er við útfarir í Siglufjarðarkirkju. Sem hluti af samkomulaginu mun bæjarfélagið á móti leggja til starfskrafta úr vinnuskólanum á sumrin, í ákveðin verkefni á vegum Siglufjarðarkikju. Þau verkefni munu þó alltaf miðast við fjölda nemenda í vinnuskólanum á hverjum tíma og getu hans. Undir samkomulagið ritar fyrrnefndur bæjarstjóri og fyrrnefndur formaður sóknarnefndar Siglufjarðarkirkju. Tillögur bæjarstjórans voru einróma samþykktar í bæjarstjórn Fjallabyggðar í síðustu viku, og er því fram komin lausn á fánamálinu svokallaða. Fjallabyggð Stjórnsýsla Íslenski fáninn Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Það vakti nokkra athygli í haust þegar Vísir greindi frá því að bæjarráð Fjallabyggðar hafði samþykkt að hætt yrði að flagga íslenska fánanum við ráðhús sveitarfélagsins við andlát og útför íbúa sveitarfélagsins. Tillögurnar voru tilkomnar til að samræma hefðir innan sveitarfélagsins eftir sameiningu Siglufjarðar og Ólafsfjarðar. Siglufjarðarmegin hafi verið hefð fyrir því að flagga við andlát. Kom fram að flöggun íslenska fánans við bæjarskrifstofurnar, sér í lagi um helgar, hafi í sumum tilvikum skapað vandræði fyrir starfsmenn sveitarfélagsins. Tillagan fól í sér að íslenska fánanum yrði aðeins flaggað við stofnanir Fjallabyggðar á opinberum fánadögum. Blendin viðbrögð voru við tillögunni. Til að mynda sagðist Siglfirðingurinn Kristján L. Möller vera bæði hissa og undrandi á tillögunni í samtali við Vísi. Sagðist hann einnig telja að tillagan hafi lagst illa í íbúa Siglfirðinga. Svo virðist sem Kristján hafi haft rétt fyrir sér. Í minnisblaði Sigríðar Ingvarsdóttur, bæjarstjóra Fjallabyggðar, er tekið fram að „í ljósi viðbragða og sjónarmiða margra bæjarbúa“ hafi bæjarstjóra verið falið að vinna málið áfram. Framlag vinnuskólans hluti af samkomulaginu Segir Sigríður í minnisblaðinu hafa haft það að leiðarljósi að finna lausn þar sem gætt yrði samræmis á milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar. Farið yrði eftir sömu reglum og kirkjurnar í kjörnunum tveimur viðhafa varðandi andlát og útfarir, það er að flagga við útfarir, en ekki andlát. Lausnin sem fram er komin er sú að starfsmaður í stjórnsýsluhúsinu á Ólafsfirði geti annast flöggun á útfarardögum við Stjórnsýsluhúsið á Ólafsfirði, þar sem almennt fari útfarir ekki fram um helgar á Ólafsfirði. Þá greinir bæjarstjórinn frá því að samkomulag hafi verið gert við Júlíu Birgisdóttur, formann sóknarnefndar Siglufjarðarkirkju, að kirkjuvörður eða meðhjálpari muni annast flöggun við Ráðhúsið á Siglufirði, á sama tíma og flaggað er við útfarir í Siglufjarðarkirkju. Sem hluti af samkomulaginu mun bæjarfélagið á móti leggja til starfskrafta úr vinnuskólanum á sumrin, í ákveðin verkefni á vegum Siglufjarðarkikju. Þau verkefni munu þó alltaf miðast við fjölda nemenda í vinnuskólanum á hverjum tíma og getu hans. Undir samkomulagið ritar fyrrnefndur bæjarstjóri og fyrrnefndur formaður sóknarnefndar Siglufjarðarkirkju. Tillögur bæjarstjórans voru einróma samþykktar í bæjarstjórn Fjallabyggðar í síðustu viku, og er því fram komin lausn á fánamálinu svokallaða.
Fjallabyggð Stjórnsýsla Íslenski fáninn Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira