Ritari dæmdur fyrir hlutdeild í fleiri en tíu þúsund morðum Kjartan Kjartansson skrifar 20. desember 2022 15:54 Irmgard Furchner var átján og nítján ára gömul þegar hún vann sem ritari í útrýmingarbúðum í Stutthof. Því var réttað yfir henni fyrir ungmennadómstól í bænum Itzehoe. AP/Christian Charisius Fyrrverandi ritari í útrýmingarbúðum nasista var fundinn sekur um hlutdeild í morði á um 10.500 manns í Þýskalandi í dag. Konan er á tíræðisaldri en hún hlaut tveggja ára skilorðbundinn fangelsisdóm. Imgard Furchner er 97 ára gömul og fyrsta konan sem réttað er yfir vegna glæpa nasista í áratugi. Hún starfaði sem ritari í útrýmingarbúðum í Stutthof þegar hún var táningur frá 1943 til 1945, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þúsundir manna voru teknir af lífi í gasklefum þar á þeim tíma. Dómari í bænum Itzehoe í norðanverðu Þýskalandi sem kvað upp dóminn sagði að Furchner hefði verið fullkunnugt um það sem fór fram í búðunum þrátt fyrir að hún hafi verið borgaralegur starfsmaður. Hún hefði getað sagt upp störfum hvenær sem var. Því var hún var fundin sek um að aðstoða við dráp á 10.505 manns og hlutdeild í tilraun til að drepa fimm til viðbótar. Furchner lýsti iðrun og harmaði að hafa verið í útrýmingarbúðunum á meðan morðin áttu sér stað. Ekki liggur fyrir hvort að hún ætli að áfrýja dómnum. Stutthof er nærri núverandi landamærum Þýskalands og Póllands. Talið er að um 65.000 manns hafi verið teknir af lífi þar, þar á meðal gyðingar, Pólverjar og sovéskir stríðsfangar. Fólk sem lifði af vistina í útrýmingarbúðunum bar vitni við réttarhöldin en sumt þeirra lést á meðan á þeim stóð. Furchner flúði af elliheimilinu þar sem hún bjó þegar réttarhöldin hófust í fyrra en lögregla fann hana á götum Hamborgar. Mögulegt er að réttarhöldin yfir Furchner verði þau síðustu sem tengjast glæpum nasista í Þýskalandi. Rannsókn stendur þó enn yfir á nokkrum einstaklingum til viðbótar. Þýskaland Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Sjá meira
Imgard Furchner er 97 ára gömul og fyrsta konan sem réttað er yfir vegna glæpa nasista í áratugi. Hún starfaði sem ritari í útrýmingarbúðum í Stutthof þegar hún var táningur frá 1943 til 1945, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þúsundir manna voru teknir af lífi í gasklefum þar á þeim tíma. Dómari í bænum Itzehoe í norðanverðu Þýskalandi sem kvað upp dóminn sagði að Furchner hefði verið fullkunnugt um það sem fór fram í búðunum þrátt fyrir að hún hafi verið borgaralegur starfsmaður. Hún hefði getað sagt upp störfum hvenær sem var. Því var hún var fundin sek um að aðstoða við dráp á 10.505 manns og hlutdeild í tilraun til að drepa fimm til viðbótar. Furchner lýsti iðrun og harmaði að hafa verið í útrýmingarbúðunum á meðan morðin áttu sér stað. Ekki liggur fyrir hvort að hún ætli að áfrýja dómnum. Stutthof er nærri núverandi landamærum Þýskalands og Póllands. Talið er að um 65.000 manns hafi verið teknir af lífi þar, þar á meðal gyðingar, Pólverjar og sovéskir stríðsfangar. Fólk sem lifði af vistina í útrýmingarbúðunum bar vitni við réttarhöldin en sumt þeirra lést á meðan á þeim stóð. Furchner flúði af elliheimilinu þar sem hún bjó þegar réttarhöldin hófust í fyrra en lögregla fann hana á götum Hamborgar. Mögulegt er að réttarhöldin yfir Furchner verði þau síðustu sem tengjast glæpum nasista í Þýskalandi. Rannsókn stendur þó enn yfir á nokkrum einstaklingum til viðbótar.
Þýskaland Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna