Mannvonskan hefur engin takmörk Einar Helgason skrifar 20. desember 2022 16:31 Það var ekki ósvipað og maður hafi verið stungin með hníf í hjartastað þegar maður las pistil Hildar Sverrisdóttir í Vísi þann 17. desember síðastliðinn. Svo mjög fann maður til með þessari sómakonu og þessari mannvonsku sem hún upplýsti að væri í vændum hjá okkur sjálfstæðum Íslendingum. Haldiði að þessi illfygli þarna hjá Evrópusambandinu séu ekki búnir að koma sér saman um það að banna bláan Capri og aðrar þær sígarettutegundir sem eru með mentol bragði. Og þetta ætla þeir að gera þrátt fyrir að Hildur hafi það alveg á hreinu að það sé engin rök fyrir því að mentolsígarettur geti valdið því að börn og unglingar byrji að reykja. Auðvita hefðu þeir hætt við þetta í snarhasti ef þeir hefðu bara haft vit á því að spyrja Hildi. En líklegast er það of seint um rass gripið því heilbrigðisráðherra hefur mælt fyrir innleiðingarfrumvarpi frá ESB um þetta efni þrátt fyrir öflugan ræðuflutning Hildar á þinginu. En þá erum við komin að því hvaða skelfilegar afleiðingar það hefur fyrir Íslenska þjóð ef þetta verður að lögum hér á landi. Í fyrsta lagi myndu allir saumaklúbbar sem til eru í landinu verða óstarfhæfir að sögn Hildar vegna þess að í þeim félagsskap er aðalstuðið að fara út á svalir og reykja saman mentolsígarettur. Í öðru lagi er það ótækt með öllu að þessi klúbbur þarna í Brussel skuli vera að skikka okkur fullvalda og sjálfstæða þjóð til þess að taka upp einhver ólög sem allir sjá að er tómur fíflaskapur. Auðvita sér það engin betur en Hildur Sverrisdóttir og hennar skoðanasystkyni á þingi. Já það er ekki ofsögum sagt að það stingi í hjartað að verða vitni að þvílíkri ósvífni sem þarna er á ferðinni. Ætli það geti verið að þeir skammist sín ekkert þessir karlar þarna úti í Brussel sem semja svona ólög og demba á okkur sjálfstæða Íslendinga. Héldu þeir virkilega þegar við gerðum þeim þann heiður að vera aukaaðilar að ESB að við myndum kokgleypa alla bölvaða vitleysuna sem þeir semja þarna í koldimmum kjöllurunum þarna úti. Auðvita veit Hildur eins réttsýn manneskja og hún er að sumt sem hefur komið þarna úr kjöllurunum hefur komið sér ágætlega fyrir okkur. Við getum til dæmis flögrað um alla Evrópu og búið hvar sem er án þess að tala við kóng né prest. Við getum líka fengið okkur vinnu á svæðinu og eða stofnað fyrirtæki hindrunarlaust. Svo tekur varla að nefna þetta skíterý eins og flæða með allar okkar fiskafurðir inn á Evrópskan markað og njóta þar ákveðinna tollfríðinda. En auðvita þarf ég ekkert að tíunda þessi atriði fyrir Hildi Sverrisdóttir hún veit þetta eflaust. Ég er líka viss um að hún veit líka um þessa sameiginlegu heilbrigðisþjónustu sem stendur til boða fyrir alla sem búa á svæðinu. Það reyndar hefur komið sér sérstaklega vel fyrir þau gamalmenni sem flúið hafa Ísland vegna þess að það getur ekki lifað af ellilaununum. Og ég þori líka að hengja mig upp á það að hún kannast líka við þann stjórnmálaflokk á Íslandi sem hefur það mest á samviskunni. Já það er vandlifað í þessari veröld þegar óréttlætið keyrir um þverbak. Hugsið ykkur að sitja alsaklausir og sjálfstæðir þarna á ganginum fyrir utan fundarherbergið í Brussel þegar hurðin opnast og það er kastað í hausinn á okkur bann við bláum Capri. Lengra verður varla gengið í ósvífninni við sjálfstæða þjóð. Ekki nóg með það, þeir virðast ekki taka eftir okkur þegar við reynum að vekja athygli þeirra á því að þetta sé nú einum of langt gengið. Það er náttúrlega ekkert nema skandall að við þurfum að beygja okkur fyrir þessum tæplega þrjátíu ósjálfstæðum þjóðum sem sitja við fundarborðið og semja þessi ólög. Þar að auki taka þeir ekki eftir okkur þegar við reynum að mótmæla þarna á ganginum. Og nú eru góð ráð dýr. Kannski væri ráðið að Hildur skellti sér bara til Brussel og stæði fyrir nokkurskonar búsáhaldabyltingu á ganginum þarna í kjallaranum. Það gæti virkað bara ef Hildur tekur með sér pott og sleif til þess að berja í pottinn. Svo auðvita verðum við bara að passa okkur að fara ekki inn í fundarherbergið því þá missum við Íslendingar sjálfstæðið. Höfundur er fyrrverandi sendlabílstjóri og núverandi eftirlaunaþegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Áfengi og tóbak Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Það var ekki ósvipað og maður hafi verið stungin með hníf í hjartastað þegar maður las pistil Hildar Sverrisdóttir í Vísi þann 17. desember síðastliðinn. Svo mjög fann maður til með þessari sómakonu og þessari mannvonsku sem hún upplýsti að væri í vændum hjá okkur sjálfstæðum Íslendingum. Haldiði að þessi illfygli þarna hjá Evrópusambandinu séu ekki búnir að koma sér saman um það að banna bláan Capri og aðrar þær sígarettutegundir sem eru með mentol bragði. Og þetta ætla þeir að gera þrátt fyrir að Hildur hafi það alveg á hreinu að það sé engin rök fyrir því að mentolsígarettur geti valdið því að börn og unglingar byrji að reykja. Auðvita hefðu þeir hætt við þetta í snarhasti ef þeir hefðu bara haft vit á því að spyrja Hildi. En líklegast er það of seint um rass gripið því heilbrigðisráðherra hefur mælt fyrir innleiðingarfrumvarpi frá ESB um þetta efni þrátt fyrir öflugan ræðuflutning Hildar á þinginu. En þá erum við komin að því hvaða skelfilegar afleiðingar það hefur fyrir Íslenska þjóð ef þetta verður að lögum hér á landi. Í fyrsta lagi myndu allir saumaklúbbar sem til eru í landinu verða óstarfhæfir að sögn Hildar vegna þess að í þeim félagsskap er aðalstuðið að fara út á svalir og reykja saman mentolsígarettur. Í öðru lagi er það ótækt með öllu að þessi klúbbur þarna í Brussel skuli vera að skikka okkur fullvalda og sjálfstæða þjóð til þess að taka upp einhver ólög sem allir sjá að er tómur fíflaskapur. Auðvita sér það engin betur en Hildur Sverrisdóttir og hennar skoðanasystkyni á þingi. Já það er ekki ofsögum sagt að það stingi í hjartað að verða vitni að þvílíkri ósvífni sem þarna er á ferðinni. Ætli það geti verið að þeir skammist sín ekkert þessir karlar þarna úti í Brussel sem semja svona ólög og demba á okkur sjálfstæða Íslendinga. Héldu þeir virkilega þegar við gerðum þeim þann heiður að vera aukaaðilar að ESB að við myndum kokgleypa alla bölvaða vitleysuna sem þeir semja þarna í koldimmum kjöllurunum þarna úti. Auðvita veit Hildur eins réttsýn manneskja og hún er að sumt sem hefur komið þarna úr kjöllurunum hefur komið sér ágætlega fyrir okkur. Við getum til dæmis flögrað um alla Evrópu og búið hvar sem er án þess að tala við kóng né prest. Við getum líka fengið okkur vinnu á svæðinu og eða stofnað fyrirtæki hindrunarlaust. Svo tekur varla að nefna þetta skíterý eins og flæða með allar okkar fiskafurðir inn á Evrópskan markað og njóta þar ákveðinna tollfríðinda. En auðvita þarf ég ekkert að tíunda þessi atriði fyrir Hildi Sverrisdóttir hún veit þetta eflaust. Ég er líka viss um að hún veit líka um þessa sameiginlegu heilbrigðisþjónustu sem stendur til boða fyrir alla sem búa á svæðinu. Það reyndar hefur komið sér sérstaklega vel fyrir þau gamalmenni sem flúið hafa Ísland vegna þess að það getur ekki lifað af ellilaununum. Og ég þori líka að hengja mig upp á það að hún kannast líka við þann stjórnmálaflokk á Íslandi sem hefur það mest á samviskunni. Já það er vandlifað í þessari veröld þegar óréttlætið keyrir um þverbak. Hugsið ykkur að sitja alsaklausir og sjálfstæðir þarna á ganginum fyrir utan fundarherbergið í Brussel þegar hurðin opnast og það er kastað í hausinn á okkur bann við bláum Capri. Lengra verður varla gengið í ósvífninni við sjálfstæða þjóð. Ekki nóg með það, þeir virðast ekki taka eftir okkur þegar við reynum að vekja athygli þeirra á því að þetta sé nú einum of langt gengið. Það er náttúrlega ekkert nema skandall að við þurfum að beygja okkur fyrir þessum tæplega þrjátíu ósjálfstæðum þjóðum sem sitja við fundarborðið og semja þessi ólög. Þar að auki taka þeir ekki eftir okkur þegar við reynum að mótmæla þarna á ganginum. Og nú eru góð ráð dýr. Kannski væri ráðið að Hildur skellti sér bara til Brussel og stæði fyrir nokkurskonar búsáhaldabyltingu á ganginum þarna í kjallaranum. Það gæti virkað bara ef Hildur tekur með sér pott og sleif til þess að berja í pottinn. Svo auðvita verðum við bara að passa okkur að fara ekki inn í fundarherbergið því þá missum við Íslendingar sjálfstæðið. Höfundur er fyrrverandi sendlabílstjóri og núverandi eftirlaunaþegi.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar