Jóhann Páll stóðst skriflega hluta ökuprófsins með bravúr Jakob Bjarnar skrifar 21. desember 2022 08:00 Jóhann Páll Jóhannsson og Anna Bergljót Gunnarsdóttir í bíl sínum sem er að gerðinni Honda Jazz. Ástæðan fyrir því að Jóhann Páll er að taka bílpróf kominn á miðjan aldur er gleðileg. vísir/vilhelm Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar stendur í ströngu á þinginu jafnt sem í einkalífinu. Vísi barst ábending þess efnis að sést hafi til þingmannsins fara í ökutíma. Ábendingin barst frá pólitískum andstæðingi Jóhanns Páls og sá sem hana setti fram taldi næsta víst að þingmaðurinn hlyti að hafa misst prófið, það gæti bara ekki staðist að sá sem er að nálgast miðjan aldur, þrítugur maðurinn, væri að taka bílpróf fyrsta sinni. En sú er síður en svo raunin. Vísir kannaði málið, setti sig í samband við Jóhann Pál og spurði hann hreint út af hverju hann væri að taka bílpróf, kominn á þennan aldur? Vill geta keyrt unnustuna á fæðingardeildina „„Ég hef aldrei lært á bíl,“ svarar Jóhann Páll og ljóst að honum finnst kómískt að þurfa að standa fyrir svörum í þessum efnum. „Ég bara nennti því ómögulega þegar ég var í menntaskóla. Kannski spilaði inn í að ég á alltof góða foreldra og þegar ég var lítill skutluðu þau mér út um hvippinn og hvappinn. Við Anna fluttum svo til Bretlands og bjuggum þar í mörg ár, lengst af í Cambridge, og þar þurftum við engan bíl.“ Þannig að… þú hefur ekki misst prófið? „Nei.“ Jóhann Páll Jóhannssong Anna Bergljót Gunnarsdóttir eiga von á barni og eins gott að faðirinn geti stokkið til og keyrt Önnu á fæðingardeildina þegar stóra stundin nálgast. Og svo konu og barn heim aftur.vísir/vilhelm Ók. Ástæðan fyrir því að Jóhann Páll er að taka bílpróf núna er reyndar gleðileg. Því hann og unnusta hans, Anna Bergljót Gunnarsdóttir, eiga von á barni. „Já. Nú erum við komin heim og eigum von á barni. Og þá þarf maður að rífa sig í gang. Ég vil auðvitað geta keyrt Önnu á fæðingardeildina – og keyrt okkur öll heim af fæðingardeildinni.“ Ekki á skjön við stefnu um bíllausan lífsstíl Anna Bergljót er hins vegar með bílpróf og þau hafa fest kaup á bifreið að gerðinni Honda Jazz. Og þingmanninum segir spurður að sér sækist ökunámið sérdeilis vel. „Ég hef sinnt ökunámi meðfram þingstörfum og sóst námið vel. Notalegt að eiga stund milli stríða með Sveini Ingimarssyni sem er afbragðs ökukennari, og hefur sýnt mér ótrúlega þolinmæði.“ Og það sem meira er, nú færist aukin spenna í leikinn því prófið er á næsta leyti sem er líka eins gott. Jóhann Páll er í æfingaakstri núna og ber sig vel en ekki er gott að ráða af svip Önnu Bergljótar hvernig hún metur frammistöðu ökumannsins. vísir/vilhelm „Ég stóðst bóklega prófið með bravúr en nú er að sjá hvernig fer með verklega. Ég er bjartsýnn á að það náist áður en barnið kemur í heiminn.“ En, er það ekki á skjön við stefnu Samfylkingarinnar að vera að fá sér bílpróf og bíl, er bíllaus lífsstíll ekki málið? „Það held ég nú ekki,“ segir Jóhann Páll og hlær við. „Stefna Samfylkingarinnar er að fólk eigi að hafa raunverulegt val um ferðamáta, ekki að fólk eigi að skammast sín fyrir að keyra einkabíl. Það verður að styðja miklu betur við almenningssamgöngur svo bíllaus lífstíll verði raunhæfari og eftirsóknarverðari kostur fyrir fleiri.“ Bílar Alþingi Tímamót Samfylkingin Bílpróf Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Sjá meira
Vísi barst ábending þess efnis að sést hafi til þingmannsins fara í ökutíma. Ábendingin barst frá pólitískum andstæðingi Jóhanns Páls og sá sem hana setti fram taldi næsta víst að þingmaðurinn hlyti að hafa misst prófið, það gæti bara ekki staðist að sá sem er að nálgast miðjan aldur, þrítugur maðurinn, væri að taka bílpróf fyrsta sinni. En sú er síður en svo raunin. Vísir kannaði málið, setti sig í samband við Jóhann Pál og spurði hann hreint út af hverju hann væri að taka bílpróf, kominn á þennan aldur? Vill geta keyrt unnustuna á fæðingardeildina „„Ég hef aldrei lært á bíl,“ svarar Jóhann Páll og ljóst að honum finnst kómískt að þurfa að standa fyrir svörum í þessum efnum. „Ég bara nennti því ómögulega þegar ég var í menntaskóla. Kannski spilaði inn í að ég á alltof góða foreldra og þegar ég var lítill skutluðu þau mér út um hvippinn og hvappinn. Við Anna fluttum svo til Bretlands og bjuggum þar í mörg ár, lengst af í Cambridge, og þar þurftum við engan bíl.“ Þannig að… þú hefur ekki misst prófið? „Nei.“ Jóhann Páll Jóhannssong Anna Bergljót Gunnarsdóttir eiga von á barni og eins gott að faðirinn geti stokkið til og keyrt Önnu á fæðingardeildina þegar stóra stundin nálgast. Og svo konu og barn heim aftur.vísir/vilhelm Ók. Ástæðan fyrir því að Jóhann Páll er að taka bílpróf núna er reyndar gleðileg. Því hann og unnusta hans, Anna Bergljót Gunnarsdóttir, eiga von á barni. „Já. Nú erum við komin heim og eigum von á barni. Og þá þarf maður að rífa sig í gang. Ég vil auðvitað geta keyrt Önnu á fæðingardeildina – og keyrt okkur öll heim af fæðingardeildinni.“ Ekki á skjön við stefnu um bíllausan lífsstíl Anna Bergljót er hins vegar með bílpróf og þau hafa fest kaup á bifreið að gerðinni Honda Jazz. Og þingmanninum segir spurður að sér sækist ökunámið sérdeilis vel. „Ég hef sinnt ökunámi meðfram þingstörfum og sóst námið vel. Notalegt að eiga stund milli stríða með Sveini Ingimarssyni sem er afbragðs ökukennari, og hefur sýnt mér ótrúlega þolinmæði.“ Og það sem meira er, nú færist aukin spenna í leikinn því prófið er á næsta leyti sem er líka eins gott. Jóhann Páll er í æfingaakstri núna og ber sig vel en ekki er gott að ráða af svip Önnu Bergljótar hvernig hún metur frammistöðu ökumannsins. vísir/vilhelm „Ég stóðst bóklega prófið með bravúr en nú er að sjá hvernig fer með verklega. Ég er bjartsýnn á að það náist áður en barnið kemur í heiminn.“ En, er það ekki á skjön við stefnu Samfylkingarinnar að vera að fá sér bílpróf og bíl, er bíllaus lífsstíll ekki málið? „Það held ég nú ekki,“ segir Jóhann Páll og hlær við. „Stefna Samfylkingarinnar er að fólk eigi að hafa raunverulegt val um ferðamáta, ekki að fólk eigi að skammast sín fyrir að keyra einkabíl. Það verður að styðja miklu betur við almenningssamgöngur svo bíllaus lífstíll verði raunhæfari og eftirsóknarverðari kostur fyrir fleiri.“
Bílar Alþingi Tímamót Samfylkingin Bílpróf Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels