Jóhann Páll stóðst skriflega hluta ökuprófsins með bravúr Jakob Bjarnar skrifar 21. desember 2022 08:00 Jóhann Páll Jóhannsson og Anna Bergljót Gunnarsdóttir í bíl sínum sem er að gerðinni Honda Jazz. Ástæðan fyrir því að Jóhann Páll er að taka bílpróf kominn á miðjan aldur er gleðileg. vísir/vilhelm Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar stendur í ströngu á þinginu jafnt sem í einkalífinu. Vísi barst ábending þess efnis að sést hafi til þingmannsins fara í ökutíma. Ábendingin barst frá pólitískum andstæðingi Jóhanns Páls og sá sem hana setti fram taldi næsta víst að þingmaðurinn hlyti að hafa misst prófið, það gæti bara ekki staðist að sá sem er að nálgast miðjan aldur, þrítugur maðurinn, væri að taka bílpróf fyrsta sinni. En sú er síður en svo raunin. Vísir kannaði málið, setti sig í samband við Jóhann Pál og spurði hann hreint út af hverju hann væri að taka bílpróf, kominn á þennan aldur? Vill geta keyrt unnustuna á fæðingardeildina „„Ég hef aldrei lært á bíl,“ svarar Jóhann Páll og ljóst að honum finnst kómískt að þurfa að standa fyrir svörum í þessum efnum. „Ég bara nennti því ómögulega þegar ég var í menntaskóla. Kannski spilaði inn í að ég á alltof góða foreldra og þegar ég var lítill skutluðu þau mér út um hvippinn og hvappinn. Við Anna fluttum svo til Bretlands og bjuggum þar í mörg ár, lengst af í Cambridge, og þar þurftum við engan bíl.“ Þannig að… þú hefur ekki misst prófið? „Nei.“ Jóhann Páll Jóhannssong Anna Bergljót Gunnarsdóttir eiga von á barni og eins gott að faðirinn geti stokkið til og keyrt Önnu á fæðingardeildina þegar stóra stundin nálgast. Og svo konu og barn heim aftur.vísir/vilhelm Ók. Ástæðan fyrir því að Jóhann Páll er að taka bílpróf núna er reyndar gleðileg. Því hann og unnusta hans, Anna Bergljót Gunnarsdóttir, eiga von á barni. „Já. Nú erum við komin heim og eigum von á barni. Og þá þarf maður að rífa sig í gang. Ég vil auðvitað geta keyrt Önnu á fæðingardeildina – og keyrt okkur öll heim af fæðingardeildinni.“ Ekki á skjön við stefnu um bíllausan lífsstíl Anna Bergljót er hins vegar með bílpróf og þau hafa fest kaup á bifreið að gerðinni Honda Jazz. Og þingmanninum segir spurður að sér sækist ökunámið sérdeilis vel. „Ég hef sinnt ökunámi meðfram þingstörfum og sóst námið vel. Notalegt að eiga stund milli stríða með Sveini Ingimarssyni sem er afbragðs ökukennari, og hefur sýnt mér ótrúlega þolinmæði.“ Og það sem meira er, nú færist aukin spenna í leikinn því prófið er á næsta leyti sem er líka eins gott. Jóhann Páll er í æfingaakstri núna og ber sig vel en ekki er gott að ráða af svip Önnu Bergljótar hvernig hún metur frammistöðu ökumannsins. vísir/vilhelm „Ég stóðst bóklega prófið með bravúr en nú er að sjá hvernig fer með verklega. Ég er bjartsýnn á að það náist áður en barnið kemur í heiminn.“ En, er það ekki á skjön við stefnu Samfylkingarinnar að vera að fá sér bílpróf og bíl, er bíllaus lífsstíll ekki málið? „Það held ég nú ekki,“ segir Jóhann Páll og hlær við. „Stefna Samfylkingarinnar er að fólk eigi að hafa raunverulegt val um ferðamáta, ekki að fólk eigi að skammast sín fyrir að keyra einkabíl. Það verður að styðja miklu betur við almenningssamgöngur svo bíllaus lífstíll verði raunhæfari og eftirsóknarverðari kostur fyrir fleiri.“ Bílar Alþingi Tímamót Samfylkingin Bílpróf Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Vísi barst ábending þess efnis að sést hafi til þingmannsins fara í ökutíma. Ábendingin barst frá pólitískum andstæðingi Jóhanns Páls og sá sem hana setti fram taldi næsta víst að þingmaðurinn hlyti að hafa misst prófið, það gæti bara ekki staðist að sá sem er að nálgast miðjan aldur, þrítugur maðurinn, væri að taka bílpróf fyrsta sinni. En sú er síður en svo raunin. Vísir kannaði málið, setti sig í samband við Jóhann Pál og spurði hann hreint út af hverju hann væri að taka bílpróf, kominn á þennan aldur? Vill geta keyrt unnustuna á fæðingardeildina „„Ég hef aldrei lært á bíl,“ svarar Jóhann Páll og ljóst að honum finnst kómískt að þurfa að standa fyrir svörum í þessum efnum. „Ég bara nennti því ómögulega þegar ég var í menntaskóla. Kannski spilaði inn í að ég á alltof góða foreldra og þegar ég var lítill skutluðu þau mér út um hvippinn og hvappinn. Við Anna fluttum svo til Bretlands og bjuggum þar í mörg ár, lengst af í Cambridge, og þar þurftum við engan bíl.“ Þannig að… þú hefur ekki misst prófið? „Nei.“ Jóhann Páll Jóhannssong Anna Bergljót Gunnarsdóttir eiga von á barni og eins gott að faðirinn geti stokkið til og keyrt Önnu á fæðingardeildina þegar stóra stundin nálgast. Og svo konu og barn heim aftur.vísir/vilhelm Ók. Ástæðan fyrir því að Jóhann Páll er að taka bílpróf núna er reyndar gleðileg. Því hann og unnusta hans, Anna Bergljót Gunnarsdóttir, eiga von á barni. „Já. Nú erum við komin heim og eigum von á barni. Og þá þarf maður að rífa sig í gang. Ég vil auðvitað geta keyrt Önnu á fæðingardeildina – og keyrt okkur öll heim af fæðingardeildinni.“ Ekki á skjön við stefnu um bíllausan lífsstíl Anna Bergljót er hins vegar með bílpróf og þau hafa fest kaup á bifreið að gerðinni Honda Jazz. Og þingmanninum segir spurður að sér sækist ökunámið sérdeilis vel. „Ég hef sinnt ökunámi meðfram þingstörfum og sóst námið vel. Notalegt að eiga stund milli stríða með Sveini Ingimarssyni sem er afbragðs ökukennari, og hefur sýnt mér ótrúlega þolinmæði.“ Og það sem meira er, nú færist aukin spenna í leikinn því prófið er á næsta leyti sem er líka eins gott. Jóhann Páll er í æfingaakstri núna og ber sig vel en ekki er gott að ráða af svip Önnu Bergljótar hvernig hún metur frammistöðu ökumannsins. vísir/vilhelm „Ég stóðst bóklega prófið með bravúr en nú er að sjá hvernig fer með verklega. Ég er bjartsýnn á að það náist áður en barnið kemur í heiminn.“ En, er það ekki á skjön við stefnu Samfylkingarinnar að vera að fá sér bílpróf og bíl, er bíllaus lífsstíll ekki málið? „Það held ég nú ekki,“ segir Jóhann Páll og hlær við. „Stefna Samfylkingarinnar er að fólk eigi að hafa raunverulegt val um ferðamáta, ekki að fólk eigi að skammast sín fyrir að keyra einkabíl. Það verður að styðja miklu betur við almenningssamgöngur svo bíllaus lífstíll verði raunhæfari og eftirsóknarverðari kostur fyrir fleiri.“
Bílar Alþingi Tímamót Samfylkingin Bílpróf Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira