Of algengt að meintum þolanda eða geranda sé slaufað í grunnskólum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. desember 2022 19:01 Birgir Lúðvíksson sérfræðingur í Ráðgjafateymi borgarinnar segir margfalt fleiri grunnskólanema, aðallega stúlkur á aldrinum ellefu til sextán ára, tilkynna um óæskilega kynferðislega hegðun nú en fyrir MeToo- byltinguna. Vísir/Egill Ráðgjafateymi borgarinnar fær vikulega eða oftar til sín mál vegna óæskilegrar kynferðislegra hegðunar grunnskólabarna. Sérfræðingur hjá borginni segir of algengt að meintum þolendum og gerendum sé slaufað eftir að sögusagnir fari á flug. Gríðarlega mikilvægt sé að auka kynfræðslu. Sérfræðingur Ráðgjafateymis borgarinnar segir margfalt fleiri grunnskólanema, aðallega stúlkur á aldrinum ellefu til sextán ára, tilkynna um óæskilega kynferðislega hegðun nú en fyrir MeToo- byltinguna. Teymið er stuðningur við grunnskóla ef upp koma flókin mál. Birgir Lúðvíksson sérfræðingur í teyminu segir málin af margvíslegum toga. „Það er mikið af stafrænum tilkynningum þar sem einstaklingar eru með kynferðislegt áreiti. Óumbeðnar sendingar, skilaboð, myndir og myndbönd. Þegar kemur að einstaka málum, þá tveggja einstaklinga þá hafa það verið snertingar og það er farið yfir mörk meints þolanda,“ segir hann. Birgir segir miður að tíu til sextán ára drengir fái oft fyrstu og mestu kynfræðsluna gegnum klám og það geti haft afar neikvæð áhrif. „Við erum að sjá mikið klámáhorf sérstaklega hjá strákum á grunnskólaaldri. Við erum að sjá þetta alveg niður í fyrsta bekk en þeir eru þá sex ára gamlir. Þetta getur haft þau áhrif að strákarnir átta sig ekki á að þeir séu að fara yfir ákveðin mörk. Þeir eru þá ekki að sækja samþykki. En á sama tíma eru þeir jafnvel ekki meðvitaðir að þeir séu að brjóta á annarri manneskju,“ segir hann. Geti verið skaðlegt að taka málin í sínar hendur Birgir segir að teymið ræði við meinta gerendur og þolendur í slíkum málum og við vinahópinn í kringum viðkomandi einstaklinga. Verst sé þegar vinahópar dreifa sögusögnum en þá hafi málin tilhneigingu til að fara á mikið flug. „Því miður erum við að sjá sífellt fleiri dæmi um að bæði meintir gerendur og þolendur fái hótanir, ljót skilaboð, rógburð. Þá hafa einhverjir úr vinahópum dreift sögusögnum sem fara svo á flug. Þannig getur áreiti orðið að nauðgun þegar sagan fær sitt sjálfstæða líf. Meintir gerendur eru þá gjarnan kallaðir nauðgarar. Þolendur verða líka fyrir barðinu á svona en þá eru þeir kallaðir lygarar og sagðir segja sögur til að fá athygli. Þetta skaðar bæði þolendur og gerendur. Verstu dæmin sem við sjáum er þegar umræddir krakkar verða fyrir grófu stafrænu og eða líkamlegu ofbeldi,“ segir hann. „Það kemur fyrir að meintur gerandi eða þolandi hafi vegna þessa þurft að skipta um skóla.“ Birgir segir að börnin þurfi mun meiri fræðslu í þessum málaflokk. „Við kennum börnunum okkar umferðarreglurnar og hvernig æskilegt er að hegða sér í jólaboði. Þegar kemur að kynfræðslu er þeim rétt snjalltækið og foreldrar vona hið besta. Það er engan veginn nóg. Uppalendur þurfa að ræða við börnin um samskipti, virðingu og mörk. Stórefla þarf kynfræðslu í skólum og í öllu félagsstarfi með börnum,“ segir Birgir að lokum. MeToo Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Sjá meira
Sérfræðingur Ráðgjafateymis borgarinnar segir margfalt fleiri grunnskólanema, aðallega stúlkur á aldrinum ellefu til sextán ára, tilkynna um óæskilega kynferðislega hegðun nú en fyrir MeToo- byltinguna. Teymið er stuðningur við grunnskóla ef upp koma flókin mál. Birgir Lúðvíksson sérfræðingur í teyminu segir málin af margvíslegum toga. „Það er mikið af stafrænum tilkynningum þar sem einstaklingar eru með kynferðislegt áreiti. Óumbeðnar sendingar, skilaboð, myndir og myndbönd. Þegar kemur að einstaka málum, þá tveggja einstaklinga þá hafa það verið snertingar og það er farið yfir mörk meints þolanda,“ segir hann. Birgir segir miður að tíu til sextán ára drengir fái oft fyrstu og mestu kynfræðsluna gegnum klám og það geti haft afar neikvæð áhrif. „Við erum að sjá mikið klámáhorf sérstaklega hjá strákum á grunnskólaaldri. Við erum að sjá þetta alveg niður í fyrsta bekk en þeir eru þá sex ára gamlir. Þetta getur haft þau áhrif að strákarnir átta sig ekki á að þeir séu að fara yfir ákveðin mörk. Þeir eru þá ekki að sækja samþykki. En á sama tíma eru þeir jafnvel ekki meðvitaðir að þeir séu að brjóta á annarri manneskju,“ segir hann. Geti verið skaðlegt að taka málin í sínar hendur Birgir segir að teymið ræði við meinta gerendur og þolendur í slíkum málum og við vinahópinn í kringum viðkomandi einstaklinga. Verst sé þegar vinahópar dreifa sögusögnum en þá hafi málin tilhneigingu til að fara á mikið flug. „Því miður erum við að sjá sífellt fleiri dæmi um að bæði meintir gerendur og þolendur fái hótanir, ljót skilaboð, rógburð. Þá hafa einhverjir úr vinahópum dreift sögusögnum sem fara svo á flug. Þannig getur áreiti orðið að nauðgun þegar sagan fær sitt sjálfstæða líf. Meintir gerendur eru þá gjarnan kallaðir nauðgarar. Þolendur verða líka fyrir barðinu á svona en þá eru þeir kallaðir lygarar og sagðir segja sögur til að fá athygli. Þetta skaðar bæði þolendur og gerendur. Verstu dæmin sem við sjáum er þegar umræddir krakkar verða fyrir grófu stafrænu og eða líkamlegu ofbeldi,“ segir hann. „Það kemur fyrir að meintur gerandi eða þolandi hafi vegna þessa þurft að skipta um skóla.“ Birgir segir að börnin þurfi mun meiri fræðslu í þessum málaflokk. „Við kennum börnunum okkar umferðarreglurnar og hvernig æskilegt er að hegða sér í jólaboði. Þegar kemur að kynfræðslu er þeim rétt snjalltækið og foreldrar vona hið besta. Það er engan veginn nóg. Uppalendur þurfa að ræða við börnin um samskipti, virðingu og mörk. Stórefla þarf kynfræðslu í skólum og í öllu félagsstarfi með börnum,“ segir Birgir að lokum.
MeToo Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Sjá meira