Kemstu heim um hátíð ljóss og friðar… samkenndar og kærleika? Ágúst Bjarni Garðarsson og Ósk Sigurðardóttir skrifa 22. desember 2022 07:00 Nú eru hátíðirnar framundan þar sem fjölskyldur og vinir hittast og eiga saman góða stund. Þetta er tími sem við viljum og eigum að geta notið saman og um leið skapað góðar minningar. Þetta er sá tími ársins sem við borðum saman góðan mat, opnum gjafir, spilum, horfum á áramótaskaupið og gerum í raun allt það sem við erum vön að gera með okkar nánasta fólki. Búum við öll við sömu tækifæri þegar að þessu kemur? Þó nokkur hluti landsmanna er á hjúkrunarheimilum, á sjúkrahúsum og í öðrum búsetuúrræðum og treystir á ferðaþjónustu fatlaðra og aðra akstursþjónustu til að komast á milli staða. Til foreldra, barna eða jafnvel vina. Stór hluti þessa fólks nýtir hjólastóla í sínu daglega lífi, komast ekki sjálf í og úr stólunum og þurfa því sérstaka hjólastólabíla til þess að geta tekið þátt í lífinu og gert hluti sem okkur flestum þykir svo sjálfsagðir. Hvaða þjónusta er í boði? Pant sér um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk. Samkvæmt heimasíðu Pant á fatlað fólk, sem ekki getur nýtt sér almenningssamgöngur eða eigið farartæki, rétt á akstursþjónustu. Markmið þjónustunnar er að fólk geti farið ferða sinna á þeim tíma sem það kýs. Það er eitthvað sem við teljum að okkur öllum, eða vonandi flestum, þykir sjálfsögð mannréttindi og virðing við fólk. Pant sem er með 47 hjólastólabíla og sér um þjónustu í Reykjavík, Mosfellsbæ, Garðabæ og á Seltjarnarnesi, nýtir einungis 12 þeirra um hátíðarnar. Hópbílar hf. sjá um akstursþjónustu fyrir Hafnarfjörð. Eins og staðan er nú í kringum hátíðirnar eru einungis örfáir tímar lausir, en við setjum stórt spurningamerki við þær tímasetningar sem boðið er upp á, sérstaklega í kringum þá daga sem við teljum sérstaklega viðkvæma í lífi fólks; aðfangadag og gamlársdag, en þá fer síðasta ferð á sama tíma og áramótaskaupið hefst á RÚV. Dapurlegt. Staðan á leigubílastöðvunum á höfuðborgarsvæðinu er ekki góð en þar eru til að mynda aðeins örfáir hjólastólabílar og allt upppantað yfir hátíðarnar. Sama er upp á teningnum úti á landi en á Akureyri er til dæmis ekki boðið upp á akstursþjónustu fyrir fatlaða og aldraða um helgar og á rauðum dögum. Bæði á Akureyri og á Höfn eru einstaklingar með einn bíl sem bjóða upp á þjónustu og skutla fólki fram og til baka. Er það eðlilegt? Hvernig viljum við koma fram við fólk? Hér er um að ræða viðkvæman hóp fólks sem nýtir sér þessa þjónustu til þess eins að geta tekið þátt í lífinu. Til þess að geta notið samverustunda með fólkinu sínu. Það er ekki af illum hug sem þessi staða er uppi og enn síður er hún ný af nálinni. Árið 2019 keyrðu Pant bílar einungis til kl. 17 og þá var enginn jólakvöldverður í boði. Röddin verður hins vegar háværari með hverju árinu sem líður. Við teljum að hægt sé að gera betur þegar að þessari þjónustu kemur og í raun viljum við brýna sveitarfélög til að taka þetta til sérstakrar skoðunar og skoða vel hvort ekki sé hægt að bæta í og úr yfir þennan viðkvæma og góða tíma sem við viljum öll fá að njóta saman. Tíminn er skammur en það er enn hægt að bæta í og tryggja ánægjulega samveru yfir hátíðirnar. Það er gott fyrir hjartað… eins og sagt er. Gleðilega hátíð! Höfundar eru Ósk Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra, og Ágúst Bjarni Garðarsson, þingmaður Framsóknar, bæði stjórnarfólk í verkefninu Römpum upp Ísland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Ferðaþjónusta fatlaðra Framsóknarflokkurinn Ágúst Bjarni Garðarsson Mest lesið Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun Skoðun Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Sjá meira
Nú eru hátíðirnar framundan þar sem fjölskyldur og vinir hittast og eiga saman góða stund. Þetta er tími sem við viljum og eigum að geta notið saman og um leið skapað góðar minningar. Þetta er sá tími ársins sem við borðum saman góðan mat, opnum gjafir, spilum, horfum á áramótaskaupið og gerum í raun allt það sem við erum vön að gera með okkar nánasta fólki. Búum við öll við sömu tækifæri þegar að þessu kemur? Þó nokkur hluti landsmanna er á hjúkrunarheimilum, á sjúkrahúsum og í öðrum búsetuúrræðum og treystir á ferðaþjónustu fatlaðra og aðra akstursþjónustu til að komast á milli staða. Til foreldra, barna eða jafnvel vina. Stór hluti þessa fólks nýtir hjólastóla í sínu daglega lífi, komast ekki sjálf í og úr stólunum og þurfa því sérstaka hjólastólabíla til þess að geta tekið þátt í lífinu og gert hluti sem okkur flestum þykir svo sjálfsagðir. Hvaða þjónusta er í boði? Pant sér um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk. Samkvæmt heimasíðu Pant á fatlað fólk, sem ekki getur nýtt sér almenningssamgöngur eða eigið farartæki, rétt á akstursþjónustu. Markmið þjónustunnar er að fólk geti farið ferða sinna á þeim tíma sem það kýs. Það er eitthvað sem við teljum að okkur öllum, eða vonandi flestum, þykir sjálfsögð mannréttindi og virðing við fólk. Pant sem er með 47 hjólastólabíla og sér um þjónustu í Reykjavík, Mosfellsbæ, Garðabæ og á Seltjarnarnesi, nýtir einungis 12 þeirra um hátíðarnar. Hópbílar hf. sjá um akstursþjónustu fyrir Hafnarfjörð. Eins og staðan er nú í kringum hátíðirnar eru einungis örfáir tímar lausir, en við setjum stórt spurningamerki við þær tímasetningar sem boðið er upp á, sérstaklega í kringum þá daga sem við teljum sérstaklega viðkvæma í lífi fólks; aðfangadag og gamlársdag, en þá fer síðasta ferð á sama tíma og áramótaskaupið hefst á RÚV. Dapurlegt. Staðan á leigubílastöðvunum á höfuðborgarsvæðinu er ekki góð en þar eru til að mynda aðeins örfáir hjólastólabílar og allt upppantað yfir hátíðarnar. Sama er upp á teningnum úti á landi en á Akureyri er til dæmis ekki boðið upp á akstursþjónustu fyrir fatlaða og aldraða um helgar og á rauðum dögum. Bæði á Akureyri og á Höfn eru einstaklingar með einn bíl sem bjóða upp á þjónustu og skutla fólki fram og til baka. Er það eðlilegt? Hvernig viljum við koma fram við fólk? Hér er um að ræða viðkvæman hóp fólks sem nýtir sér þessa þjónustu til þess eins að geta tekið þátt í lífinu. Til þess að geta notið samverustunda með fólkinu sínu. Það er ekki af illum hug sem þessi staða er uppi og enn síður er hún ný af nálinni. Árið 2019 keyrðu Pant bílar einungis til kl. 17 og þá var enginn jólakvöldverður í boði. Röddin verður hins vegar háværari með hverju árinu sem líður. Við teljum að hægt sé að gera betur þegar að þessari þjónustu kemur og í raun viljum við brýna sveitarfélög til að taka þetta til sérstakrar skoðunar og skoða vel hvort ekki sé hægt að bæta í og úr yfir þennan viðkvæma og góða tíma sem við viljum öll fá að njóta saman. Tíminn er skammur en það er enn hægt að bæta í og tryggja ánægjulega samveru yfir hátíðirnar. Það er gott fyrir hjartað… eins og sagt er. Gleðilega hátíð! Höfundar eru Ósk Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra, og Ágúst Bjarni Garðarsson, þingmaður Framsóknar, bæði stjórnarfólk í verkefninu Römpum upp Ísland.
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun