Krakkar oft komnir lengra en fagfólk í kynfræðslu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. desember 2022 19:00 Ása Sjöfn Lórensdóttir fagstjóri heilsuverndar skólabarna hjá Þróunarmiðstöð heilsugæslunnar. Vísir/Egill Samræma þarf kynfræðslu í grunnskólum og gera hana betri að mati fagstjóra heilsuverndar skólabarna. Nauðsynlegt sé að uppfæra hana því oft séu krakkarnir komnir mun lengra en fagfólk. Hún segir slæmt að nánast engin kynfræðsla sé á leikskóla-og framhaldsskólastigi. Kallað hefur verið eftir aukinni kynfræðslu í grunnskólum en sífellt fleiri nemendur tilkynna um óæskilega kynferðislega hegðun. Ása Sjöfn Lórensdóttir fagstjóri heilsuverndar skólabarna hjá Þróunarmiðstöð heilsugæslunnar sem sér um kynfræðslu í grunnskólum borgarinnar segir að allt efni hafi verið uppfært þar fyrir hálfu ári. En fleiri þurfi að koma að málaflokknum. „Fræðslan þarf að vera betri, hún þarf að vera samræmdari og við þurfum að geta talað um kynheilbrigði á eðlilegan máta. Það er í raun og veru ekkert markvisst í gangi í leikskólum hvað þetta varðar. Það er aðeins meira í grunnskólum, við erum með námskrá og fullt af efni. Í framhaldsskólum er heldur ekkert endilega neitt markvisst í gangi og þar vildum við gjarnan vilja auka fræðslu,“ segir hún. Í raun kemur þetta fram í þingsályktun sem var samþykkt fyrir tveimur árum þar sem kveðið er á um að forvarnir við kynbundnu ofbeldi verði samþættar kennslu og skólastarfi á öllum skólastigum. Ása segir enn fremur mikilvægt að fagfólk uppfæri þekkinguna því aðgangur að klámi sé gríðarlegur. Dæmi eru um að allt að sex ára gömul börn séu orðnir virkir notendur að klámi. „Stundum er það þannig að það eru að koma upp atvik í kynheilbrigðistímum að börnin fara að tala um hluti sem fræðararnir eða kennararnir hafa ekki hugmynd um. Þannig að þau eru komin miklu, miklu lengra og þá þurfum við að vera tilbúin að taka umræðuna þar. Þá hvað þau eru að skoða á netinu og hvaða áhrif það getur haft á þau,“ segir hún. Jákvætt að börnin segi frá Ása segir jákvætt að fleiri ungmenni tilkynni um óæskilega kynferðislega hegðun nú en áður þegar slík mál komust ekki upp á yfirborðið. „Það er mjög mikilvægt að börn geti sagt frá. Við vitum það að börn sem hafa orðið fyrir áföllum í bernsku og ekki fengið hjálp til að vinna úr þeim eru líklegri til að þróa með sér heilsufarsvanda í framtíðinni. Það er því gríðarlega mikilvægt að þau hafi vettvang innan skólakerfisins til að segja frá og fá aðstoð,“ segir Ása að lokum. Kynferðisofbeldi Kynlíf Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Of algengt að meintum þolanda eða geranda sé slaufað í grunnskólum Ráðgjafateymi borgarinnar fær vikulega eða oftar til sín mál vegna óæskilegrar kynferðislegra hegðunar grunnskólabarna. Sérfræðingur hjá borginni segir of algengt að meintum þolendum og gerendum sé slaufað eftir að sögusagnir fari á flug. Gríðarlega mikilvægt sé að auka kynfræðslu. 21. desember 2022 19:01 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Sjá meira
Kallað hefur verið eftir aukinni kynfræðslu í grunnskólum en sífellt fleiri nemendur tilkynna um óæskilega kynferðislega hegðun. Ása Sjöfn Lórensdóttir fagstjóri heilsuverndar skólabarna hjá Þróunarmiðstöð heilsugæslunnar sem sér um kynfræðslu í grunnskólum borgarinnar segir að allt efni hafi verið uppfært þar fyrir hálfu ári. En fleiri þurfi að koma að málaflokknum. „Fræðslan þarf að vera betri, hún þarf að vera samræmdari og við þurfum að geta talað um kynheilbrigði á eðlilegan máta. Það er í raun og veru ekkert markvisst í gangi í leikskólum hvað þetta varðar. Það er aðeins meira í grunnskólum, við erum með námskrá og fullt af efni. Í framhaldsskólum er heldur ekkert endilega neitt markvisst í gangi og þar vildum við gjarnan vilja auka fræðslu,“ segir hún. Í raun kemur þetta fram í þingsályktun sem var samþykkt fyrir tveimur árum þar sem kveðið er á um að forvarnir við kynbundnu ofbeldi verði samþættar kennslu og skólastarfi á öllum skólastigum. Ása segir enn fremur mikilvægt að fagfólk uppfæri þekkinguna því aðgangur að klámi sé gríðarlegur. Dæmi eru um að allt að sex ára gömul börn séu orðnir virkir notendur að klámi. „Stundum er það þannig að það eru að koma upp atvik í kynheilbrigðistímum að börnin fara að tala um hluti sem fræðararnir eða kennararnir hafa ekki hugmynd um. Þannig að þau eru komin miklu, miklu lengra og þá þurfum við að vera tilbúin að taka umræðuna þar. Þá hvað þau eru að skoða á netinu og hvaða áhrif það getur haft á þau,“ segir hún. Jákvætt að börnin segi frá Ása segir jákvætt að fleiri ungmenni tilkynni um óæskilega kynferðislega hegðun nú en áður þegar slík mál komust ekki upp á yfirborðið. „Það er mjög mikilvægt að börn geti sagt frá. Við vitum það að börn sem hafa orðið fyrir áföllum í bernsku og ekki fengið hjálp til að vinna úr þeim eru líklegri til að þróa með sér heilsufarsvanda í framtíðinni. Það er því gríðarlega mikilvægt að þau hafi vettvang innan skólakerfisins til að segja frá og fá aðstoð,“ segir Ása að lokum.
Kynferðisofbeldi Kynlíf Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Of algengt að meintum þolanda eða geranda sé slaufað í grunnskólum Ráðgjafateymi borgarinnar fær vikulega eða oftar til sín mál vegna óæskilegrar kynferðislegra hegðunar grunnskólabarna. Sérfræðingur hjá borginni segir of algengt að meintum þolendum og gerendum sé slaufað eftir að sögusagnir fari á flug. Gríðarlega mikilvægt sé að auka kynfræðslu. 21. desember 2022 19:01 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Sjá meira
Of algengt að meintum þolanda eða geranda sé slaufað í grunnskólum Ráðgjafateymi borgarinnar fær vikulega eða oftar til sín mál vegna óæskilegrar kynferðislegra hegðunar grunnskólabarna. Sérfræðingur hjá borginni segir of algengt að meintum þolendum og gerendum sé slaufað eftir að sögusagnir fari á flug. Gríðarlega mikilvægt sé að auka kynfræðslu. 21. desember 2022 19:01