Hringsnerust eftir ákeyrslu og sáu bílinn stinga af Ólafur Björn Sverrisson skrifar 26. desember 2022 17:48 Vinstri afturendi bílsins er skemmdur eftir ákeyrsluna. Fjölskylda frá Reykjanesbæ lenti í nokkuð harkalegri ákeyrslu á Reykjanesbraut í gærkvöldi. Þau auglýsa nú eftir vitnum að ákeyrslunni þar sem ökumaðurinn keyrði af vettvangi skömmu eftir að hafa keyrt á afturhlið bílsins. „Við náum bara ekki utan um þetta, að fólk skuli klessa svona á og svo bara keyra af vettvangi. Og það á jóladag,“ segir Ingibjörg Haraldsdóttir sem auglýsir nú eftir vitnum að ákeyrslunni á Facebook. Hún var á leið heim með eiginmanni sínum og tveimur börnum þegar bíll kom á blússandi siglingu vinstra megin við þau. Þá voru þau stödd á Reykjanesbrautinni, við mót tvöfalda kaflans og þess einfalda hjá álverinu í Straumsvík. „Hann virðist ætla að taka fram úr en svo átta sig á því að hann nái því ekki. Þá rykkir hann bílnum til hægri og ætlar að fara fyrir aftan okkur en endar með því að keyra aftan okkur vinstra megin. Við hringsnúumst og lendum líka framan á bílnum hans.“ Þá hafi bílstjórinn hægt á bílnum um 500 metrum framar og numið loks staðar um 800 metrum frá kyrrstæðum bíl þeirra. „Kannski tveim mínútum síðar er hann bara farinn,“ segir Ingibjörg. „Börnin okkar tvö voru auðvitað í algjöru sjokki, hágrátandi aftur í.“ Þau sáu ekki hvernig bíllinn leit út og lýsa því eftir vitnum að ákeyrslunni. „Eitt vitni sem stansaði nálægt sagði að blár bíll hafi keyrt á ógnarhraða framhjá honum skömmu áður en ákeyrslan átti sér stað. Þetta hefur allavega verið jepplingur því rúðan var við sömu hæð og okkar bíll sem er jepplingur,“ segir Ingibjörg. Bláar rispur af bílnum passa við lýsingar vitna. Samgönguslys Hafnarfjörður Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Sjá meira
„Við náum bara ekki utan um þetta, að fólk skuli klessa svona á og svo bara keyra af vettvangi. Og það á jóladag,“ segir Ingibjörg Haraldsdóttir sem auglýsir nú eftir vitnum að ákeyrslunni á Facebook. Hún var á leið heim með eiginmanni sínum og tveimur börnum þegar bíll kom á blússandi siglingu vinstra megin við þau. Þá voru þau stödd á Reykjanesbrautinni, við mót tvöfalda kaflans og þess einfalda hjá álverinu í Straumsvík. „Hann virðist ætla að taka fram úr en svo átta sig á því að hann nái því ekki. Þá rykkir hann bílnum til hægri og ætlar að fara fyrir aftan okkur en endar með því að keyra aftan okkur vinstra megin. Við hringsnúumst og lendum líka framan á bílnum hans.“ Þá hafi bílstjórinn hægt á bílnum um 500 metrum framar og numið loks staðar um 800 metrum frá kyrrstæðum bíl þeirra. „Kannski tveim mínútum síðar er hann bara farinn,“ segir Ingibjörg. „Börnin okkar tvö voru auðvitað í algjöru sjokki, hágrátandi aftur í.“ Þau sáu ekki hvernig bíllinn leit út og lýsa því eftir vitnum að ákeyrslunni. „Eitt vitni sem stansaði nálægt sagði að blár bíll hafi keyrt á ógnarhraða framhjá honum skömmu áður en ákeyrslan átti sér stað. Þetta hefur allavega verið jepplingur því rúðan var við sömu hæð og okkar bíll sem er jepplingur,“ segir Ingibjörg. Bláar rispur af bílnum passa við lýsingar vitna.
Samgönguslys Hafnarfjörður Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Sjá meira