Gleði og sorg á tímum vantrúar Skúli Ólafsson skrifar 29. desember 2022 07:00 Orð Agnesar Sigurðardóttur biskups um að þöggun einkenni trúarlega umræðu hér á landi hafa vakið athygli. Hún spyr „hvort samhengi [sé] á milli vanlíðunar ungs fólks og þess að ekki [megi] lengur fræða börnin um kristna trú í skólum landsins.“ Þær vangaveltur rifjuðu upp viðtal sem tekið var á aðventunni 2021 við Björn Hjálmarsson geðlækni á barna- og unglingageðdeild Landspítalans („Segir byltingar hafa rænt unglinga bernskunni“ ruv.is, 13/12/2021). Gleði og kvíði Björn flutti dapurlegar fréttir sem snertu einmitt á þessu. Hann taldi suma gleðivaka samtímans hafa rænt ungmenni gleði og fyllt þau hinu andstæða, kvíða. Að sögn Björns hafa „rúmlega 11 prósent stúlkna á aldrinum 12 til 17 ára [...] fengið uppáskrifuð þunglyndis- eða kvíðalyf á árinu samkvæmt Landlækni, og hafa þær aldrei verið fleiri. Línuleg aukning hefur orðið á notkun þessarra lyfja allt frá árinu 1998.“ Athyglivert er að skoða skýringar geðlæknis á þessu ófremdarástandi. Jú, hann benti á glaðværð sem mætir okkur hverja vökustund á samfélagsmiðlum. Hún gæti grafið undan sjálfstrausti og sjálfsmati fólks. En hann sagði einnig: „Sorgin er að verða meira og meira sjúkdómsvædd. Þeir sem eru sanntrúaðir, þeir geta sótt svo mikinn mátt í trúna. Trúarheimspeki, það að geta sótt styrk í æðri mátt, trúin á hið góða, hið fagra og hið fullkomna er mjög góður styrkur.“ Boðskapur kristinnar trúar Mér varð hugsað til þessa viðtals þegar ég las orð biskups um að búið væri að úthýsa trúnni úr opinberri umræðu. Í hennar stað hljóma stöðug skilaboð innantóms hlátur svo ekki sé talað um innlit í líf hinna fögru og frægu. Boðskapur kirkjunnar snertir aftur á móti á dýpstu þáttum tilverunnar og miðlar fólki því að jafnvel þegar heimurinn sýnir á sér sínar verstu hliðar, er Guð alltaf nærri og hjálpin þar með. Þessi „trúarheimspeki“ sem læknirinn orðar svo snýst um það að geta horft á lífið á erfiðum stundum og skynjað að við erum ekki ein í mótlæti okkar. Við greinum milli yfirborðs og þess sem undir býr. Björn talar um tómarúm sem trúleysið skilur eftir. Heilbrigðiskerfið reyniað mæta því með ávísun lyfja. Eins gagnleg og þau geta verið séu þau engin framtíðarlausn . Þau leiði ekki að upsrettum gleðinnar. Hvítvoðungurinn kallar fram tilgang Þegar kemur að því að leggja dóm okkar sjálfra bendi kristin trú á skilyrðislausan kærleika Guðs til manna. Við erum hvött til að miðla honum áfram til náungans og umhverfis okkar. Þar sé hamingjan ekki sjálft markmiðið. Hún spretti fram sem ávinningur þess að við sinna hlutverki okkar og tilgangi. Þessi boðskapur ómar úr kirkjum landsins, ekki síst á jólunum. Hjálparvana ungbarn er þar til umfjöllunar og sú umfjöllun er athygli verð. Þau sem ala önn fyrir börnum, vita hversu slítandi sem sú umhyggja getur verið, stundum vanþakklát og rýr á svefn og hvíld. Um leið fyllir hún líf fólks merkingu. Þessi nánu tengsl verða eins og samlíking fyrir leit að tilgangi og lífsfyllingu. Sú umræða sem hefur myndast í kjölfar orða biskupsins er þörf áminning til leiðtoga innan kirkjunnar. Í því sambandi er rétt að hafa í huga að árangurinn er að endingu alltaf í okkar höndum og þar liggur ábyrgðin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli S. Ólafsson Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Orð Agnesar Sigurðardóttur biskups um að þöggun einkenni trúarlega umræðu hér á landi hafa vakið athygli. Hún spyr „hvort samhengi [sé] á milli vanlíðunar ungs fólks og þess að ekki [megi] lengur fræða börnin um kristna trú í skólum landsins.“ Þær vangaveltur rifjuðu upp viðtal sem tekið var á aðventunni 2021 við Björn Hjálmarsson geðlækni á barna- og unglingageðdeild Landspítalans („Segir byltingar hafa rænt unglinga bernskunni“ ruv.is, 13/12/2021). Gleði og kvíði Björn flutti dapurlegar fréttir sem snertu einmitt á þessu. Hann taldi suma gleðivaka samtímans hafa rænt ungmenni gleði og fyllt þau hinu andstæða, kvíða. Að sögn Björns hafa „rúmlega 11 prósent stúlkna á aldrinum 12 til 17 ára [...] fengið uppáskrifuð þunglyndis- eða kvíðalyf á árinu samkvæmt Landlækni, og hafa þær aldrei verið fleiri. Línuleg aukning hefur orðið á notkun þessarra lyfja allt frá árinu 1998.“ Athyglivert er að skoða skýringar geðlæknis á þessu ófremdarástandi. Jú, hann benti á glaðværð sem mætir okkur hverja vökustund á samfélagsmiðlum. Hún gæti grafið undan sjálfstrausti og sjálfsmati fólks. En hann sagði einnig: „Sorgin er að verða meira og meira sjúkdómsvædd. Þeir sem eru sanntrúaðir, þeir geta sótt svo mikinn mátt í trúna. Trúarheimspeki, það að geta sótt styrk í æðri mátt, trúin á hið góða, hið fagra og hið fullkomna er mjög góður styrkur.“ Boðskapur kristinnar trúar Mér varð hugsað til þessa viðtals þegar ég las orð biskups um að búið væri að úthýsa trúnni úr opinberri umræðu. Í hennar stað hljóma stöðug skilaboð innantóms hlátur svo ekki sé talað um innlit í líf hinna fögru og frægu. Boðskapur kirkjunnar snertir aftur á móti á dýpstu þáttum tilverunnar og miðlar fólki því að jafnvel þegar heimurinn sýnir á sér sínar verstu hliðar, er Guð alltaf nærri og hjálpin þar með. Þessi „trúarheimspeki“ sem læknirinn orðar svo snýst um það að geta horft á lífið á erfiðum stundum og skynjað að við erum ekki ein í mótlæti okkar. Við greinum milli yfirborðs og þess sem undir býr. Björn talar um tómarúm sem trúleysið skilur eftir. Heilbrigðiskerfið reyniað mæta því með ávísun lyfja. Eins gagnleg og þau geta verið séu þau engin framtíðarlausn . Þau leiði ekki að upsrettum gleðinnar. Hvítvoðungurinn kallar fram tilgang Þegar kemur að því að leggja dóm okkar sjálfra bendi kristin trú á skilyrðislausan kærleika Guðs til manna. Við erum hvött til að miðla honum áfram til náungans og umhverfis okkar. Þar sé hamingjan ekki sjálft markmiðið. Hún spretti fram sem ávinningur þess að við sinna hlutverki okkar og tilgangi. Þessi boðskapur ómar úr kirkjum landsins, ekki síst á jólunum. Hjálparvana ungbarn er þar til umfjöllunar og sú umfjöllun er athygli verð. Þau sem ala önn fyrir börnum, vita hversu slítandi sem sú umhyggja getur verið, stundum vanþakklát og rýr á svefn og hvíld. Um leið fyllir hún líf fólks merkingu. Þessi nánu tengsl verða eins og samlíking fyrir leit að tilgangi og lífsfyllingu. Sú umræða sem hefur myndast í kjölfar orða biskupsins er þörf áminning til leiðtoga innan kirkjunnar. Í því sambandi er rétt að hafa í huga að árangurinn er að endingu alltaf í okkar höndum og þar liggur ábyrgðin.
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun