Útlit fyrir talsverða ófærð suðvestantil á gamlársdag Kjartan Kjartansson skrifar 29. desember 2022 14:24 Það hefur verið nóg að gera í snjómokstri í Reykjavík undanfarnar tvær vikur. Enn á að bæta í snjóinn á gamlársmorgun. Vísir/Vilhelm Talsverð ófærð gæti orðið suðvestanlands snemma á gamlársdag þegar snjókomubakki fer yfir landið, að sögn veðurfræðings Vegagerðarinnar. Nú sér þó fyrir enda á nokkurra vikna kuldakasti. Veðurspár benda til þess að á undan lægð sem er að myndast á Grænlandshafi komi myndarlegur snjókomubakki snemma morguns á gamlársdag. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Bliku og Vegagerðinni, segir að bakkinn valdi hríðaveðri í nokkra klukkutíma, líklega frá klukkan fimm um morguninn. „Hann gæti ef fer sem horfir valdið talsvert mikilli ófærð hér suðvestanlands en hann stendur ekki lengi,“ sagði Einar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Spurður að því hvort að þeir sem hyggja á ferðalög á milli landshluta ættu að gera það á morgun frekar en gamlársdag sagði Einar að þó að ófærð verði almenn snemma á laugardag lagist veðrið. Vegagerðin sé dugleg að hreinsa og opna vegi þegar tækifæri gefst en ökumenn ættu þó ekki að aka inn í blinduna á meðan veðrið gengur yfir. „Þeir sem vilja vera alveg öruggir ef þeir eru að fara austur fyrir fjall eða norður í land eða vestur á firði nota auðvitað morgundaginn til þess en ég ætla ekkert að útiloka að það geti orðið samgöngur Reykjavík-Selfoss um miðjan daginn en það er ekki tryggt,“ sagði Einar. Lægðarmiðjan yfir suðvesturhornið Éljagangur eða snjómugga verður um nær allt land þegar nær dregur gamlárskvöldi. Einar sagði að útlit væri fyrir að lægðarmiðjan gengi yfir Reykjanesskaga, höfuðborgarsvæðið og Suðurland um kvöldið og undir miðnætti. Því fylgdi einhver éljagangur og mögulega vestan- eða norðanvindur. Of snemmt væri þó að segja til um atburðarásina nákvæmlega. „Það eina sem er nokkuð tryggt er að við fáum snjókomubakka á undan [lægðinni] og það verður snemma á gamlársdag,“ sagði veðurfræðingurinn. Á sama tíma verði veður með ágætasta móti á Norður- og Austurlandi. Hitinn rétt yfir frostmark á gamlárskvöld Samfellt frost hefur verið í höfuðborginni frá 7. desember en nú hillir undir lok kuldatíðarinnar. Einar sagði að draga taki úr kulda strax á morgun og að á gamlárskvöld gæti hitinn í borginni náð rétt upp fyrir frostmark. Svo kólni aftur á nýársdag en ekki hrollkalt eins og verið hefur upp á síðkastið. Upp úr þrettándanum sýni langtímaspár myndarlega lægð sem gæti tekið upp eitthvað af þeim snjó sem hefur safnast saman. Einar sló þó varnagla við slíkum spám. Allt frá því að kuldakastið hófst hafi spár gert ráð fryir hlýnandi veðrið með lægðum en ekkert hafi orðið úr því til þessa. Veður Áramót Tengdar fréttir Útlit fyrir að kuldakastið slái sjötíu ára gamalt met Meðalhiti í Reykjavík hefur verið undir frostmari samfellt í 22 daga og er um að ræða eitt lengsta kuldakast frá því að mælingar hófust árið 1949. Verði áfram frost út 1. janúar, sem útlit er fyrir, jafnar það metið frá árinu 1951. 29. desember 2022 13:15 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Sjá meira
Veðurspár benda til þess að á undan lægð sem er að myndast á Grænlandshafi komi myndarlegur snjókomubakki snemma morguns á gamlársdag. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Bliku og Vegagerðinni, segir að bakkinn valdi hríðaveðri í nokkra klukkutíma, líklega frá klukkan fimm um morguninn. „Hann gæti ef fer sem horfir valdið talsvert mikilli ófærð hér suðvestanlands en hann stendur ekki lengi,“ sagði Einar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Spurður að því hvort að þeir sem hyggja á ferðalög á milli landshluta ættu að gera það á morgun frekar en gamlársdag sagði Einar að þó að ófærð verði almenn snemma á laugardag lagist veðrið. Vegagerðin sé dugleg að hreinsa og opna vegi þegar tækifæri gefst en ökumenn ættu þó ekki að aka inn í blinduna á meðan veðrið gengur yfir. „Þeir sem vilja vera alveg öruggir ef þeir eru að fara austur fyrir fjall eða norður í land eða vestur á firði nota auðvitað morgundaginn til þess en ég ætla ekkert að útiloka að það geti orðið samgöngur Reykjavík-Selfoss um miðjan daginn en það er ekki tryggt,“ sagði Einar. Lægðarmiðjan yfir suðvesturhornið Éljagangur eða snjómugga verður um nær allt land þegar nær dregur gamlárskvöldi. Einar sagði að útlit væri fyrir að lægðarmiðjan gengi yfir Reykjanesskaga, höfuðborgarsvæðið og Suðurland um kvöldið og undir miðnætti. Því fylgdi einhver éljagangur og mögulega vestan- eða norðanvindur. Of snemmt væri þó að segja til um atburðarásina nákvæmlega. „Það eina sem er nokkuð tryggt er að við fáum snjókomubakka á undan [lægðinni] og það verður snemma á gamlársdag,“ sagði veðurfræðingurinn. Á sama tíma verði veður með ágætasta móti á Norður- og Austurlandi. Hitinn rétt yfir frostmark á gamlárskvöld Samfellt frost hefur verið í höfuðborginni frá 7. desember en nú hillir undir lok kuldatíðarinnar. Einar sagði að draga taki úr kulda strax á morgun og að á gamlárskvöld gæti hitinn í borginni náð rétt upp fyrir frostmark. Svo kólni aftur á nýársdag en ekki hrollkalt eins og verið hefur upp á síðkastið. Upp úr þrettándanum sýni langtímaspár myndarlega lægð sem gæti tekið upp eitthvað af þeim snjó sem hefur safnast saman. Einar sló þó varnagla við slíkum spám. Allt frá því að kuldakastið hófst hafi spár gert ráð fryir hlýnandi veðrið með lægðum en ekkert hafi orðið úr því til þessa.
Veður Áramót Tengdar fréttir Útlit fyrir að kuldakastið slái sjötíu ára gamalt met Meðalhiti í Reykjavík hefur verið undir frostmari samfellt í 22 daga og er um að ræða eitt lengsta kuldakast frá því að mælingar hófust árið 1949. Verði áfram frost út 1. janúar, sem útlit er fyrir, jafnar það metið frá árinu 1951. 29. desember 2022 13:15 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Sjá meira
Útlit fyrir að kuldakastið slái sjötíu ára gamalt met Meðalhiti í Reykjavík hefur verið undir frostmari samfellt í 22 daga og er um að ræða eitt lengsta kuldakast frá því að mælingar hófust árið 1949. Verði áfram frost út 1. janúar, sem útlit er fyrir, jafnar það metið frá árinu 1951. 29. desember 2022 13:15