Stjórnvöld þurfi að opna augun Snorri Másson skrifar 31. desember 2022 12:09 Kristján Þórður Snæbjarnarson formaður Rafiðnaðarsambands Íslands og forseti Alþýðusambandsins gengur inn í Stjórnarráðið fyrir skemmstu. Hann segir stjórnvöld sýna afkomu almennings fálæti á tímum afkomukreppu. Vísir/Vilhelm Sjötíu prósent Íslendinga ná endum saman hver mánaðamót þrátt fyrir talsverða verðbólgu og erfiðar markaðsaðstæður. Tæp 30 prósent eiga í erfiðleikum með að ná endum saman og hluta þeirra tekst það alls ekki og er farinn að safna skuldum. Forseti Alþýðusambandsins segir stjórnvöld þurfa að opna augun fyrir stöðu fólks. Í könnun Maskínu voru Íslendingar spurðir um fjármál heimilisins á þessari stundu. 35,1% segist ná mjög vel endum saman og geta sparað um mánaðamót. Önnur 35,1% segjast ná endum saman um hver mánaðamót þótt ekki sé sparnaðurinn endilega mikill. 22,1% segjast hafa átt í erfiðleikum með að ná endum saman upp á síðkastið en eru þó ekki farin að safna skuldum. Og 7,3% segjast ekki ná endum saman á þessu stigi og eru farin að safna skuldum. „Þessar niðurstöður koma okkur auðvitað því miður ekki rosalega á óvart. Við höfum séð þetta og bent á að undanförnu að staða fólks er rosalega misjöfn. Það eru hópar sem eru að berjast í bökkum, fólk sem er á leigumarkaði er að glíma við gríðarlegar hækkanir á leigu og fólk á fasteignamarkaði hefur verið að glíma við hærri vexti og aukna greiðslubyrði,“ segir Kristján í samtali við fréttastofu. Á sama tíma hafi stjórnvöld til að mynda ekki komið fram með leiguþak og almennt ekki gert nóg. Kristján segir óskiljanlegt að stjórnvöld sýni afkomu almennings í miðri afkomukreppu þvílíkt fálæti. „Það þarf að opna augun fyrir þessu og grípa inn í og styðja við fólkið. Auðvitað sjáum við líka það sem er að gerast um áramótin, það eru ýmsar gjaldskrárhækkanir að koma fram hjá hinu opinbera; þarna þurfa þessir aðilar að taka þetta til sín og gera eitthvað til að styðja við fólkið og varpa þessu ekki yfir á almenning á þessum tímapunkti,“ segir Kristján. Starfsemi verkalýðshreyfingarinnar á árinu hefur einkennst af átökum sem hafa að sögn Kristjáns tekið sinn toll. Þótt bráðabirgðasamningar hafi tekist hjá stærstu félögunum, kemur fram í könnun Maskínu að almenningsálitið er á þá leið að 46% eru í meðallagi ánægð með störf hreyfingarinnar, fjórðungur beinlínis óánægður og tæpur þriðjungur ánægður. Efling á eftir að semja fyrir sína félagsmenn á meðan Starfsgreinasambandið og samflot iðn- og tæknimanna hafa þegar samið. „Ég vona að félagar mínir hjá Eflingu nái að landa kjarasamningi sem fyrst þannig að þeirra félagsfólk muni fá launahækkanir. Og að það gerist sem allra fyrst,“ segir Kristján. Áramót ASÍ Kjaraviðræður 2022 Fjármál heimilisins Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Braust inn og stal bjórkútum Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Í könnun Maskínu voru Íslendingar spurðir um fjármál heimilisins á þessari stundu. 35,1% segist ná mjög vel endum saman og geta sparað um mánaðamót. Önnur 35,1% segjast ná endum saman um hver mánaðamót þótt ekki sé sparnaðurinn endilega mikill. 22,1% segjast hafa átt í erfiðleikum með að ná endum saman upp á síðkastið en eru þó ekki farin að safna skuldum. Og 7,3% segjast ekki ná endum saman á þessu stigi og eru farin að safna skuldum. „Þessar niðurstöður koma okkur auðvitað því miður ekki rosalega á óvart. Við höfum séð þetta og bent á að undanförnu að staða fólks er rosalega misjöfn. Það eru hópar sem eru að berjast í bökkum, fólk sem er á leigumarkaði er að glíma við gríðarlegar hækkanir á leigu og fólk á fasteignamarkaði hefur verið að glíma við hærri vexti og aukna greiðslubyrði,“ segir Kristján í samtali við fréttastofu. Á sama tíma hafi stjórnvöld til að mynda ekki komið fram með leiguþak og almennt ekki gert nóg. Kristján segir óskiljanlegt að stjórnvöld sýni afkomu almennings í miðri afkomukreppu þvílíkt fálæti. „Það þarf að opna augun fyrir þessu og grípa inn í og styðja við fólkið. Auðvitað sjáum við líka það sem er að gerast um áramótin, það eru ýmsar gjaldskrárhækkanir að koma fram hjá hinu opinbera; þarna þurfa þessir aðilar að taka þetta til sín og gera eitthvað til að styðja við fólkið og varpa þessu ekki yfir á almenning á þessum tímapunkti,“ segir Kristján. Starfsemi verkalýðshreyfingarinnar á árinu hefur einkennst af átökum sem hafa að sögn Kristjáns tekið sinn toll. Þótt bráðabirgðasamningar hafi tekist hjá stærstu félögunum, kemur fram í könnun Maskínu að almenningsálitið er á þá leið að 46% eru í meðallagi ánægð með störf hreyfingarinnar, fjórðungur beinlínis óánægður og tæpur þriðjungur ánægður. Efling á eftir að semja fyrir sína félagsmenn á meðan Starfsgreinasambandið og samflot iðn- og tæknimanna hafa þegar samið. „Ég vona að félagar mínir hjá Eflingu nái að landa kjarasamningi sem fyrst þannig að þeirra félagsfólk muni fá launahækkanir. Og að það gerist sem allra fyrst,“ segir Kristján.
Áramót ASÍ Kjaraviðræður 2022 Fjármál heimilisins Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Braust inn og stal bjórkútum Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira