„Ráði hnefarétturinn er voðinn vís“ Atli Ísleifsson skrifar 1. janúar 2023 17:37 Guðni Th. Jóhannesson sagði í ávarpi sínu að mönnum væri enginn greiði gerður með sjálfshóli eða sjálfsblekkingum. Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ræddi stöðu Íslands í samfélagi þjóða í nýársávarpi sínu fyrr í dag og þá sérstaklega í tengslum við þá stöðu sem uppi er í alþjóðasamfélaginu í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Forsetinn sagði að blessunarlega hafi Ísland og Íslendingar ýmislegt fram að færa á alþjóðavettvangi. „Oftar en ekki erum við samt aðeins sjónarvottar að því sem fram vindur. Þannig er eðli smáþjóðar – smáþjóðar sem reiðir sig á alþjóðalög, að vald hins sterka gildi ekki í einu og öllu. Ráði hnefarétturinn er voðinn vís, það sýnir sagan og samtíð sömuleiðis,“ sagði forsetinn. Hann sagði að enn geisi styrjöld í Úkraínu, eftir innrás Rússlandshers og að þótt við séum lítils megnug í slíkum ófriði þá hafi þjóðin lagt sitt af mörkum – tekið á á móti flóttafólki og sent vistir út. „Hann er lofsverður, sá einhugur sem Íslendingar hafa sýnt í stuðningi við stríðshrjáða þjóð.“ Forseti minnti á að víðar en í Úkraínu gæti eymdar og alls kyns vanda. „Við skulum svo sannarlega ekki gleyma því sem bjátar á, utan landsteina og einnig hér heima. Já, við megum hugsa hlýtt til þeirra sem eiga um sárt að binda. Áramót eru ýmsum erfiður tími sorgar og saknaðar – en fyrir svo mörg önnur eru þau þó stund einlægrar gleði og göfugra heita. Vissulega getum við ekki vitað fyrir víst hvað nýtt ár ber í skauti sér. Satt er það sem skáldið Hulda sagði svo vel á sínum tíma, að enginn sem vermist við geisla sólarinnar veit hvort hann muni sjá hana að morgni. Engu að síður getum við leyft okkur að vona að bjart sé fram undan. Og hver veit nema hin svartsýnni myndu jafnvel fallast á að sólarglenna geti sett strik í reikninginn eins og Prins Póló söng svo hnyttilega.“ Enginn greiði gerður með sjálfshóli og sjálfsblekkingum Guðni sagði þá að sjá mætti ýmis teikn um betri tíð fyrir mannkyn allt. Framfarir á sviði vísinda og tækni lofi góðu, ný lyf við alzheimer og öðrum erfiðum sjúkdómum, öflugar rannsóknir á taugakerfinu og sé þá fráleitt allt talið. Hlutfallslega hafi andlát ungbarna aldrei verið eins fátíð um víða veröld og á síðasta ári. „Í loftslagsmálum vakna vonir við bindingu kolefnis og aðrar uppfinningar, jafnvel hagnýtan kjarnasamruna, aukna umhverfisvitund og aðgerðir á alþjóðavísu. Hér og nú er líka sjálfsagt að benda á allt það góða við land okkar og þjóð – en um leið gerum við okkur engan greiða með sjálfshóli eða sjálfsblekkingum, og enn síður með óhóflegri íhaldssemi, blandinni ótta við breytingar. Rangsnúin fortíðarþrá getur villt fólki sýn – en það gerir óheft nýjungalof reyndar einnig, „ofsatrúin á tímans batnandi rás“ sem Sigurður Pálsson orti um af skörpu viti í Nýársljóði sínu. Snýst þetta ekki allt um jafnvægi þegar vel er að gáð, umburðarlyndi og ígrundun, hófsemi og aga, raunsæi og virðingu fyrir ólíkum sjónarmiðum,“ sagði forseti í ávarpi sínu. Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Þessir fá fálkaorðuna í ár Guðni Th. Jóhannesson forseti sæmir 14 Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. 1. janúar 2023 14:52 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Forsetinn sagði að blessunarlega hafi Ísland og Íslendingar ýmislegt fram að færa á alþjóðavettvangi. „Oftar en ekki erum við samt aðeins sjónarvottar að því sem fram vindur. Þannig er eðli smáþjóðar – smáþjóðar sem reiðir sig á alþjóðalög, að vald hins sterka gildi ekki í einu og öllu. Ráði hnefarétturinn er voðinn vís, það sýnir sagan og samtíð sömuleiðis,“ sagði forsetinn. Hann sagði að enn geisi styrjöld í Úkraínu, eftir innrás Rússlandshers og að þótt við séum lítils megnug í slíkum ófriði þá hafi þjóðin lagt sitt af mörkum – tekið á á móti flóttafólki og sent vistir út. „Hann er lofsverður, sá einhugur sem Íslendingar hafa sýnt í stuðningi við stríðshrjáða þjóð.“ Forseti minnti á að víðar en í Úkraínu gæti eymdar og alls kyns vanda. „Við skulum svo sannarlega ekki gleyma því sem bjátar á, utan landsteina og einnig hér heima. Já, við megum hugsa hlýtt til þeirra sem eiga um sárt að binda. Áramót eru ýmsum erfiður tími sorgar og saknaðar – en fyrir svo mörg önnur eru þau þó stund einlægrar gleði og göfugra heita. Vissulega getum við ekki vitað fyrir víst hvað nýtt ár ber í skauti sér. Satt er það sem skáldið Hulda sagði svo vel á sínum tíma, að enginn sem vermist við geisla sólarinnar veit hvort hann muni sjá hana að morgni. Engu að síður getum við leyft okkur að vona að bjart sé fram undan. Og hver veit nema hin svartsýnni myndu jafnvel fallast á að sólarglenna geti sett strik í reikninginn eins og Prins Póló söng svo hnyttilega.“ Enginn greiði gerður með sjálfshóli og sjálfsblekkingum Guðni sagði þá að sjá mætti ýmis teikn um betri tíð fyrir mannkyn allt. Framfarir á sviði vísinda og tækni lofi góðu, ný lyf við alzheimer og öðrum erfiðum sjúkdómum, öflugar rannsóknir á taugakerfinu og sé þá fráleitt allt talið. Hlutfallslega hafi andlát ungbarna aldrei verið eins fátíð um víða veröld og á síðasta ári. „Í loftslagsmálum vakna vonir við bindingu kolefnis og aðrar uppfinningar, jafnvel hagnýtan kjarnasamruna, aukna umhverfisvitund og aðgerðir á alþjóðavísu. Hér og nú er líka sjálfsagt að benda á allt það góða við land okkar og þjóð – en um leið gerum við okkur engan greiða með sjálfshóli eða sjálfsblekkingum, og enn síður með óhóflegri íhaldssemi, blandinni ótta við breytingar. Rangsnúin fortíðarþrá getur villt fólki sýn – en það gerir óheft nýjungalof reyndar einnig, „ofsatrúin á tímans batnandi rás“ sem Sigurður Pálsson orti um af skörpu viti í Nýársljóði sínu. Snýst þetta ekki allt um jafnvægi þegar vel er að gáð, umburðarlyndi og ígrundun, hófsemi og aga, raunsæi og virðingu fyrir ólíkum sjónarmiðum,“ sagði forseti í ávarpi sínu.
Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Þessir fá fálkaorðuna í ár Guðni Th. Jóhannesson forseti sæmir 14 Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. 1. janúar 2023 14:52 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Þessir fá fálkaorðuna í ár Guðni Th. Jóhannesson forseti sæmir 14 Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. 1. janúar 2023 14:52