Sinna fræðslu um skaðsemi flugelda óháð hvað björgunarsveitir selja Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 2. janúar 2023 13:07 Loftgæðin minnka hratt á gamlárskvöld þegar flugeldarnir springa hver á fætur öðrum yfir landinu. Vísir/Egill Forstjóri Umhverfisstofnunar segir stofnunina eiga að sinna fræðsluhlutverki varðandi loftgæði vegna flugelda. Formaður Landsbjargar segir herferð stofnunarinnar nú fyrir áramót hafa komið aftan að björgunarsveitunum og niður á flugeldasölu. Það hefur verið hefð fyrir því á íslandi að almenningur kveðji gamla árið á nýársnótt með flugeldasýningu sem inniheldur tilheyrandi sprengingar og björt ljós. Sá böggull fylgir skammrifi að flugeldarnir fallegu menga andrúmsloftið og hafa mikil áhrif á loftgæði. Umhverfisstofnun ákvað því í aðdraganda áramótanna að hvetja fólk til þess að sleppa flugeldunum og fagna nýju ári á umhverfisvænni hátt. Otti Rafn Sigmarsson, formaður Slysavarnarfélagsins Landsbjargar sagði í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun að útspil umhverfisstofnunar hafa komið sér á óvart. „Þetta svolítið kom aftan að okkur að þeir skyldu fara í þessa herferð svona á þessum tímapunkti allavega,“ segir Orri Rafn. En fundu björgunarsveitarmenn fyrir minni sölu? „Auðvitað svona herferð sem er beint gegn sölunni bara beint. Auðvitað hefur þetta allt áhrif.“ Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, segir að það sé beinlínis hlutverk stofnunarinnar að sinna fræðslu varðandi flugelda. „Já það er gert ráð fyrir í landsáætlun um loftgæði, hreint loft til framtíðar, að stofnunin sinni fræðsluhlutverki meðal annars varðandi flugelda. Einkum þegar stefnir í það að það sé farið yfir heilsuverndarmörk.“ Víða um land má sjá eftirköst flugeldaveislunnar á gamlárskvöld. Rusl sem bíður þess að verða sótt.Vísir/SigurjónÓ Það sé mikilvægt að fylgjast með loftgæðum. Ákveðnir hópar verði að geta treyst á það. „En við erum auðvitað bara að hugsa um viðkvæma hópa sem sagt sem eru með einhverja öndunarfærasjúkdóma og börn og fleiri. og það gæti verið að það væru svona heldur fleiri í þessum hópi núna samhliða og í kjölfar covid,“ segir Sigrún. Umhverfismál Flugeldar Björgunarsveitir Loftgæði Tengdar fréttir „Þetta átak Umhverfisstofnunar kom aftan að okkur“ Formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir flugeldasöluna á síðustu dögum nýliðins árs hafa verið nokkurn veginn á pari við söluna 2021. Hann segir að átak Umhverfisstofnunar hafi komið aftan að félaginu, en flugeldasala er ein helsta fjármögnunarleið björgunarsveitanna. 1. janúar 2023 18:52 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Sjá meira
Það hefur verið hefð fyrir því á íslandi að almenningur kveðji gamla árið á nýársnótt með flugeldasýningu sem inniheldur tilheyrandi sprengingar og björt ljós. Sá böggull fylgir skammrifi að flugeldarnir fallegu menga andrúmsloftið og hafa mikil áhrif á loftgæði. Umhverfisstofnun ákvað því í aðdraganda áramótanna að hvetja fólk til þess að sleppa flugeldunum og fagna nýju ári á umhverfisvænni hátt. Otti Rafn Sigmarsson, formaður Slysavarnarfélagsins Landsbjargar sagði í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun að útspil umhverfisstofnunar hafa komið sér á óvart. „Þetta svolítið kom aftan að okkur að þeir skyldu fara í þessa herferð svona á þessum tímapunkti allavega,“ segir Orri Rafn. En fundu björgunarsveitarmenn fyrir minni sölu? „Auðvitað svona herferð sem er beint gegn sölunni bara beint. Auðvitað hefur þetta allt áhrif.“ Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, segir að það sé beinlínis hlutverk stofnunarinnar að sinna fræðslu varðandi flugelda. „Já það er gert ráð fyrir í landsáætlun um loftgæði, hreint loft til framtíðar, að stofnunin sinni fræðsluhlutverki meðal annars varðandi flugelda. Einkum þegar stefnir í það að það sé farið yfir heilsuverndarmörk.“ Víða um land má sjá eftirköst flugeldaveislunnar á gamlárskvöld. Rusl sem bíður þess að verða sótt.Vísir/SigurjónÓ Það sé mikilvægt að fylgjast með loftgæðum. Ákveðnir hópar verði að geta treyst á það. „En við erum auðvitað bara að hugsa um viðkvæma hópa sem sagt sem eru með einhverja öndunarfærasjúkdóma og börn og fleiri. og það gæti verið að það væru svona heldur fleiri í þessum hópi núna samhliða og í kjölfar covid,“ segir Sigrún.
Umhverfismál Flugeldar Björgunarsveitir Loftgæði Tengdar fréttir „Þetta átak Umhverfisstofnunar kom aftan að okkur“ Formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir flugeldasöluna á síðustu dögum nýliðins árs hafa verið nokkurn veginn á pari við söluna 2021. Hann segir að átak Umhverfisstofnunar hafi komið aftan að félaginu, en flugeldasala er ein helsta fjármögnunarleið björgunarsveitanna. 1. janúar 2023 18:52 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Sjá meira
„Þetta átak Umhverfisstofnunar kom aftan að okkur“ Formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir flugeldasöluna á síðustu dögum nýliðins árs hafa verið nokkurn veginn á pari við söluna 2021. Hann segir að átak Umhverfisstofnunar hafi komið aftan að félaginu, en flugeldasala er ein helsta fjármögnunarleið björgunarsveitanna. 1. janúar 2023 18:52