Jeremy Renner á gjörgæslu eftir aðgerð Atli Ísleifsson skrifar 3. janúar 2023 07:38 Hinn 51 árs gamli Renner hefur verið tilnefndur til Óskarsverðlauna í tvígang; fyrir hlutverk sín í myndunum Hurt Locker og The Town. EPA Bandaríski leikarinn Jeremy Renner er á gjörgæslu og er ástand hans enn sagt alvarlegt en stöðugt eftir að hann gekkst undir aðgerð í gær. Renner slasaðast alvarlega eftir að hann varð undir snjóbíl þegar hann vann að því að ryðja heimkeyrsluna fyrir utan heimili sitt í Nevada. Renner hlaut alvarlega áverka á bringu og fótlegg og missti mikið magn af blóði í slysinu. Gríðarlegt fannfergi hefur verið víða í Bandaríkjunum síðustu daga og er Renner sagður hafa notast við eigin snjóbíl til að gera fjölskyldunni kleift að komast út af heimilinu í kjölfar mikils hríðarbyls. „Fjölskylda Jeremy myndi vilja koma á framfæri þakklæti til þeirra mögnuðu lækna og hjúkrunarfræðinga sem annast hann,“ segir Samantha Mast, talsmaður Renner, í yfirlýsingu. Renner-fjölskyldan þakkar sömuleiðis lögreglu og slökkviliði á staðnum og fyrir þá hlýju og ást sem fjölskyldan hafi orðið áskynja í skilaboðum frá aðdáendum leikarans. Hinn 51 árs leikari kom einn við sögu í slysinu að sögn talsmanns lögreglunnar í Washoe-sýslu í Navada. Málið sé til rannsóknar. Umræddur snjóbíll er sagður vera búinn sérstökum öryggisbúnaði sem á að gera slys nær ómöguleg. Nágrannar Renner voru fljótir á vettvang og komu leikaranum til aðstoðar. Einn þeirra er læknir og á að hafa komið í veg fyrir að ekki hafi farið verr, en Renner var svo fluttur á brott með þyrlu á sjúkrahús í Reno. Heimili leikarans er staðsett nærri skíðafjallinu Rose-fjalli í Tahoe sem er í um hálftíma akstursfjarlægð frá Reno í Nevada. Hinn 51 árs gamli Renner hefur verið tilnefndur til Óskarsverðlauna í tvígang; fyrir hlutverk sín í myndunum Hurt Locker og The Town. Þá er hann einnig þekktur fyrir að hafa farið með hlutverk ofurhetjunnar Clint Barton, einnig þekktur sem Hawkeye, í Marvel-myndunum Avengers. Þá fór hann með hlutverk Aaron Cross í myndinni The Bourne Legacy frá árin 2012. Um miðjan desember tísti leikarinn um fannfergið við heimilið við Tahoe-vatnog sagði það algeran „brandara“. Lake Tahoe snowfall is no joke #WinterWonderland pic.twitter.com/6LBG9DsLAU— Jeremy Renner (@JeremyRenner) December 12, 2022 Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Snjómoksturstæki keyrði yfir fót Renners Leikarinn Jeremy Renner slasaðist alvarlega í gær þegar snjómoksturstæki hans keyrði yfir fót hans sem leiddi til mikils blóðmissis. 2. janúar 2023 19:51 Alvarlega slasaður eftir snjómokstursslys Bandaríski leikarinn Jeremy Renner er alvarlega slasaður eftir slys sem varð í tengslum við snjómokstur um liðna helgi. 2. janúar 2023 06:34 Mest lesið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Sjá meira
Renner hlaut alvarlega áverka á bringu og fótlegg og missti mikið magn af blóði í slysinu. Gríðarlegt fannfergi hefur verið víða í Bandaríkjunum síðustu daga og er Renner sagður hafa notast við eigin snjóbíl til að gera fjölskyldunni kleift að komast út af heimilinu í kjölfar mikils hríðarbyls. „Fjölskylda Jeremy myndi vilja koma á framfæri þakklæti til þeirra mögnuðu lækna og hjúkrunarfræðinga sem annast hann,“ segir Samantha Mast, talsmaður Renner, í yfirlýsingu. Renner-fjölskyldan þakkar sömuleiðis lögreglu og slökkviliði á staðnum og fyrir þá hlýju og ást sem fjölskyldan hafi orðið áskynja í skilaboðum frá aðdáendum leikarans. Hinn 51 árs leikari kom einn við sögu í slysinu að sögn talsmanns lögreglunnar í Washoe-sýslu í Navada. Málið sé til rannsóknar. Umræddur snjóbíll er sagður vera búinn sérstökum öryggisbúnaði sem á að gera slys nær ómöguleg. Nágrannar Renner voru fljótir á vettvang og komu leikaranum til aðstoðar. Einn þeirra er læknir og á að hafa komið í veg fyrir að ekki hafi farið verr, en Renner var svo fluttur á brott með þyrlu á sjúkrahús í Reno. Heimili leikarans er staðsett nærri skíðafjallinu Rose-fjalli í Tahoe sem er í um hálftíma akstursfjarlægð frá Reno í Nevada. Hinn 51 árs gamli Renner hefur verið tilnefndur til Óskarsverðlauna í tvígang; fyrir hlutverk sín í myndunum Hurt Locker og The Town. Þá er hann einnig þekktur fyrir að hafa farið með hlutverk ofurhetjunnar Clint Barton, einnig þekktur sem Hawkeye, í Marvel-myndunum Avengers. Þá fór hann með hlutverk Aaron Cross í myndinni The Bourne Legacy frá árin 2012. Um miðjan desember tísti leikarinn um fannfergið við heimilið við Tahoe-vatnog sagði það algeran „brandara“. Lake Tahoe snowfall is no joke #WinterWonderland pic.twitter.com/6LBG9DsLAU— Jeremy Renner (@JeremyRenner) December 12, 2022
Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Snjómoksturstæki keyrði yfir fót Renners Leikarinn Jeremy Renner slasaðist alvarlega í gær þegar snjómoksturstæki hans keyrði yfir fót hans sem leiddi til mikils blóðmissis. 2. janúar 2023 19:51 Alvarlega slasaður eftir snjómokstursslys Bandaríski leikarinn Jeremy Renner er alvarlega slasaður eftir slys sem varð í tengslum við snjómokstur um liðna helgi. 2. janúar 2023 06:34 Mest lesið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Sjá meira
Snjómoksturstæki keyrði yfir fót Renners Leikarinn Jeremy Renner slasaðist alvarlega í gær þegar snjómoksturstæki hans keyrði yfir fót hans sem leiddi til mikils blóðmissis. 2. janúar 2023 19:51
Alvarlega slasaður eftir snjómokstursslys Bandaríski leikarinn Jeremy Renner er alvarlega slasaður eftir slys sem varð í tengslum við snjómokstur um liðna helgi. 2. janúar 2023 06:34