Mannskæður skotbardagi eftir flótta úr fangelsi Kjartan Kjartansson skrifar 3. janúar 2023 15:51 Vopnaður hermaður fyrir utan ríkisfangelsið í Juárez-borg þaðan sem þrjátíu fangar sluppu á nýársdag, þar á meðal alræmdur glæpaforingi. AP/Christian Chavez Að minnsta kosti sjö eru fallnir eftir að til skotbardaga kom á milli lögreglumanna sem leita fanga sem flúðu úr fangelsi á nýársdag og hóps vopnaðra manna í Mexíkó. Þrjátíu fangar sluppu þegar félagar í glæpagengi réðust á fangelsið. Vopnaðir menn hófu skothríð á lögreglumenn sem eltust við fangana og felldu að minnsta kosti tvo þeirra. Fimm byssumannanna eru sagðir hafa fallið sömuleiðis. Breska ríkisútvarpið BBC segir óljóst hvort að einhver fanganna sé á meðal þeirra föllnu. Talið er að glæpagengi Los Mexicles, sem tengist Sinaloa-eiturlyfjahringnum alræmda, hafi staðið fyrir árásinni á fangelsið í Juárez-borg í Chihuahua við bandarísku landamærin á nýársdag. Tíu fangaverðir og sjö fangar féllu í árásinni. Félagar í Los Mexicles mættu fyrir utan fangelsið í brynvörðum bílum og hófu skothríð á verði við innganginn. Á sama tíma kveiktu fangar í dýnum í klefum sínum til þess að skapa ringulreið og dreifa athygli varðanna innan veggja fangelsisins. Með nuddpott og plasmasjónvarp í klefanum Talið er að í það minnsta þrjátíu fangar hafi sloppið, þar á meðal Ernesto „El neto“ Piñón de la Cruz, leiðtogi Los Mexicles. Hann afplánaði fjórtán ára fangelsisdóm fyrir mannrán og morð. Hann særðist þegar gengið gerði misheppnaða tilraun til þess að frelsa hann árið 2010. Lögregla leitar nú í bílum við flugvelli og á hraðbrautum í grennd við fangelsið til þess að koma í veg fyrir að El Neto og lagsmenn hans komist úr ríkinu. Varnarmálaráðherra Mexíkó segir að tíu „lúxusklefar“ hafi fundist í fangelsinu eftir árásina. Í klefa El neto var meðal annars nuddpottur, plasmasjónvarp og peningaskápur með jafnvirði milljóna króna í. Þá fann lögregla töluvert magn af fíkniefnum og skotvopnum. Alríkis-og staðaryfirvöld deila nú um hver beri ábyrgð á hvernig fór. Alríkisstjórnin kennir yfirvöldum í Chihuahua og eftirlitsleysi þeirra með fangelsinu um. Þau segja á móti að óskum þeirra um að El neto yrði færður í alríkisfangelsi með meiri öryggisgæslu hafi verið hafnað. Mexíkó Erlend sakamál Tengdar fréttir Réðust á fangelsi og hjápuðu tugum að sleppa Tugir fanga komust undan og fjórtán manns féllu þegar vopnaðir menn í brynvörðum bílum hófu skothríð á fangelsi í norðanverðu Mexíkó á nýársdag. Árásarmennirnir eru taldir félagar í eiturlyfjagengi. 2. janúar 2023 08:43 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Sjá meira
Vopnaðir menn hófu skothríð á lögreglumenn sem eltust við fangana og felldu að minnsta kosti tvo þeirra. Fimm byssumannanna eru sagðir hafa fallið sömuleiðis. Breska ríkisútvarpið BBC segir óljóst hvort að einhver fanganna sé á meðal þeirra föllnu. Talið er að glæpagengi Los Mexicles, sem tengist Sinaloa-eiturlyfjahringnum alræmda, hafi staðið fyrir árásinni á fangelsið í Juárez-borg í Chihuahua við bandarísku landamærin á nýársdag. Tíu fangaverðir og sjö fangar féllu í árásinni. Félagar í Los Mexicles mættu fyrir utan fangelsið í brynvörðum bílum og hófu skothríð á verði við innganginn. Á sama tíma kveiktu fangar í dýnum í klefum sínum til þess að skapa ringulreið og dreifa athygli varðanna innan veggja fangelsisins. Með nuddpott og plasmasjónvarp í klefanum Talið er að í það minnsta þrjátíu fangar hafi sloppið, þar á meðal Ernesto „El neto“ Piñón de la Cruz, leiðtogi Los Mexicles. Hann afplánaði fjórtán ára fangelsisdóm fyrir mannrán og morð. Hann særðist þegar gengið gerði misheppnaða tilraun til þess að frelsa hann árið 2010. Lögregla leitar nú í bílum við flugvelli og á hraðbrautum í grennd við fangelsið til þess að koma í veg fyrir að El Neto og lagsmenn hans komist úr ríkinu. Varnarmálaráðherra Mexíkó segir að tíu „lúxusklefar“ hafi fundist í fangelsinu eftir árásina. Í klefa El neto var meðal annars nuddpottur, plasmasjónvarp og peningaskápur með jafnvirði milljóna króna í. Þá fann lögregla töluvert magn af fíkniefnum og skotvopnum. Alríkis-og staðaryfirvöld deila nú um hver beri ábyrgð á hvernig fór. Alríkisstjórnin kennir yfirvöldum í Chihuahua og eftirlitsleysi þeirra með fangelsinu um. Þau segja á móti að óskum þeirra um að El neto yrði færður í alríkisfangelsi með meiri öryggisgæslu hafi verið hafnað.
Mexíkó Erlend sakamál Tengdar fréttir Réðust á fangelsi og hjápuðu tugum að sleppa Tugir fanga komust undan og fjórtán manns féllu þegar vopnaðir menn í brynvörðum bílum hófu skothríð á fangelsi í norðanverðu Mexíkó á nýársdag. Árásarmennirnir eru taldir félagar í eiturlyfjagengi. 2. janúar 2023 08:43 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Sjá meira
Réðust á fangelsi og hjápuðu tugum að sleppa Tugir fanga komust undan og fjórtán manns féllu þegar vopnaðir menn í brynvörðum bílum hófu skothríð á fangelsi í norðanverðu Mexíkó á nýársdag. Árásarmennirnir eru taldir félagar í eiturlyfjagengi. 2. janúar 2023 08:43