Veðmálaskandall skekur snókerheiminn Valur Páll Eiríksson skrifar 4. janúar 2023 10:45 Zhao Xintong var dæmdur í bann í gær. Will Matthews/PA Images via Getty Images Tíu kínverskir snókerspilarar hafa verið dæmdir í bann af Alþjóðasnókersambandinu vegna gruns um aðild þeirra að stórfelldu veðmálasvindli innan íþróttarinnar. Alþjóðasambandið sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem greint er frá því að Jason Ferguson, stjórnarformaður sambandsins, hafi ákveðið að banna þá Zhang Jiankang og Zhao Xintong frá því að taka þátt á heimsmótaröðinni í snóker. Þeir sæta rannsókn vegna ásakana um hagræðingu úrslita og er ákvörðun sambandsins hluti af víðtækri rannsókn vegna slíks, sem talið er stafa af veðmálasvindli. Zhao Xintong átti að spila við fjórfaldan heimsmeistara Mark Selby á hinu árlega Masters-móti sem hefst í Alexandra Palace í Lundúnum um helgina, en ljóst er að ekki verður af því. Xintong fagnaði sigri á breska meistaramótinu árið 2021. Þeir Xintong og Jiankang eru níundi og tíundi í röð kínverskra snókerspilara sem hafa hlotið bann vegna meints veðmálasvindls. Liang Wenbo var fyrstur í október en sjö snókerspilarar voru skikkaðir í bann í desember. Þeir Lu Ning, Li Hang, Zhao Jianbo, Bai Langning og Chang Bingyu voru bannaðir snemma í desember. Yan Bingtao, sigurvegari Masters-mótsins árið 2021, fylgdi um miðjan mánuðinn og Chen Zifan varð sá áttundi í lok desember. Í tilkynningu Alþjóðasnókersambandsins segir að „víðtæk rannsókn þess væri langt komin“ og að tilkynningar vegna hennar sé að vænta fljótlega. Þegar henni lýkur verði möguleikar á kærum gegn mönnunum tíu skoðaðar. Snóker Kína Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Fleiri fréttir Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar West Ham - Newcastle | Hamrarnir berjast við botninn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Er Tóti Túrbó ofmetinn? Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Alþjóðasambandið sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem greint er frá því að Jason Ferguson, stjórnarformaður sambandsins, hafi ákveðið að banna þá Zhang Jiankang og Zhao Xintong frá því að taka þátt á heimsmótaröðinni í snóker. Þeir sæta rannsókn vegna ásakana um hagræðingu úrslita og er ákvörðun sambandsins hluti af víðtækri rannsókn vegna slíks, sem talið er stafa af veðmálasvindli. Zhao Xintong átti að spila við fjórfaldan heimsmeistara Mark Selby á hinu árlega Masters-móti sem hefst í Alexandra Palace í Lundúnum um helgina, en ljóst er að ekki verður af því. Xintong fagnaði sigri á breska meistaramótinu árið 2021. Þeir Xintong og Jiankang eru níundi og tíundi í röð kínverskra snókerspilara sem hafa hlotið bann vegna meints veðmálasvindls. Liang Wenbo var fyrstur í október en sjö snókerspilarar voru skikkaðir í bann í desember. Þeir Lu Ning, Li Hang, Zhao Jianbo, Bai Langning og Chang Bingyu voru bannaðir snemma í desember. Yan Bingtao, sigurvegari Masters-mótsins árið 2021, fylgdi um miðjan mánuðinn og Chen Zifan varð sá áttundi í lok desember. Í tilkynningu Alþjóðasnókersambandsins segir að „víðtæk rannsókn þess væri langt komin“ og að tilkynningar vegna hennar sé að vænta fljótlega. Þegar henni lýkur verði möguleikar á kærum gegn mönnunum tíu skoðaðar.
Snóker Kína Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Fleiri fréttir Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar West Ham - Newcastle | Hamrarnir berjast við botninn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Er Tóti Túrbó ofmetinn? Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira