Segir að Karl Filippus hefði með réttu átt að erfa krúnuna en ekki Viktoría Atli Ísleifsson skrifar 5. janúar 2023 13:02 Silvía drottning, Estelle prinsessa, Viktoría prinsessa, Karl Filippus prins og Karl Gústaf Svíakonungur. Getty Ný ummæli Karls Gústafs Svíakonungs sem hann lætur falla í heimildarmynd hafa vakið mikið umtal í Svíþjóð. Þar ítrekar konungurinn þá skoðun sína sem hann lét fyrst falla fyrir um fjörutíu árum síðan að í hans huga ætti sonurinn, Karl Filippus, með réttu átt að erfa krúnuna að honum gengnum. Ekki Viktoría, elsta dóttir hans. Karl Gústaf konungur lét orðin fyrst falla árið 1980 þegar breytingar voru gerðar á lögum sem gerði konum mögulegt að erfa krúnuna. Karl Filippus var þá hálfs árs gamall og formlega missti hann þá stöðu sína sem krónprins. Konungurinn segir það rangt að hafa svipt syninum krónprinstitlinum með þessum hætti. „Karl Filippus fæddist krónprins og ég er enn á því að ekki sé hægt að gera lagabreytingar með þessum hætti sem gilda afturvirkt,“ segir konungurinn í heimildarmyndinni Síðustu konungar Svíþjóðar sem sýnd var í sænska ríkissjónvarpinu í vikunni. „Sonur minn fæddist og svo breyttu þeir fyrirkomulaginu mjög skyndilega, og hann misst þá allt. Það er ansi merkilegt.“ Frumburður Karls Gústafs og Sylvíu, Viktoría, fæddist árið 1977 og kom sonurinn Karl Filippus í heiminn tveimur árum síðar. Þriðja barn þeirra hjóna, Madeleine, kom svo í heiminn 1982. Karl Filippus prins og Sofia prinsessa, eiginkona hans, árið 2015.Getty „Þungt fyrir stúlku“ Karl hefur áður tjáð sig með þessum hætti. Þegar dóttir hans Viktoría fékk titilinn krónprinsessa árið 1980 sagði konungurinn að starfið að vera handhafi konungsvalds væri „þungt fyrir stúlku“. Karl Gústaf varð sjálfur konungur þrátt fyrir að vera yngstur í systkinahópnum, en hann á fjórar eldri systur. Hann tók við embætti konungs af afa sínum, en faðir Karls Gústafs, Gústaf Adolf prins, lést í flugslysi árið 1947, þá fertugur að aldri og þegar Karl Gústaf var eins árs gamall. Hann varð svo konungur 27 ára gamall, árið 1976. Karl Gústaf viðurkennir þó í heimildarmyndinni að lagabreytingin hafi verið nauðsynleg til að tryggja stuðning sænsku þjóðarinnar við konungdæmið og færa það inn í nútímann. Hann er þó allt annað en ánægður með afturvirknina og vill hann meina að hinar þá, nýju reglur hafi átt að eiga við um barnabörn hans. Konungshjónin sænsku með Karli Filippusi og Viktoríu árið 1980 þegar lagabreytingin tók gildi og konur gátu erft krúnuna.Getty Í heimildarmyndinni er hann spurður beint hvort honum þyki það hafa verið ósanngjarnt að Karl Filippus hafi verið sviptur þeim titli að vera krónprins. „Já, mér finnst það. Sem foreldi þá finnst mér það hræðilegt.“ Ákvörðun um lagabreytinguna var tekin á löggjafarþinginu 1978/79 en þar sem halda þarf tvennar kosningar áður en breytingar á stjórnarskrá landsins taka gildi, breyttust reglurnar ekki fyrr en 1980. Karl Filippus var kominn í heiminn og orðinn hálfs árs gamall. Karl Gústaf konungur leggur þó áherslu á að lagabreytingin árið 1980 hafi aldrei litað systkinasamband þeirra Karls Filippusar og Viktoríu. Fjölmargir hafa gagnrýnt orð Karls konungs og segja að hann eigi að „lesa tíðarandann betur“ og láta vera að láta þessar skoðanir sínar í ljós opinberlega. Þannig segir Anna Andersson, menningarritstjóri á Aftonbladet, að ummælin einkennist af vanþakklæti og séu ótillitssöm. Tími sé kominn að konungurinn þegi í allri umræðu um erfðaröðina. Svíþjóð Kóngafólk Karl Gústaf XVI Svíakonungur Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Sjá meira
Karl Gústaf konungur lét orðin fyrst falla árið 1980 þegar breytingar voru gerðar á lögum sem gerði konum mögulegt að erfa krúnuna. Karl Filippus var þá hálfs árs gamall og formlega missti hann þá stöðu sína sem krónprins. Konungurinn segir það rangt að hafa svipt syninum krónprinstitlinum með þessum hætti. „Karl Filippus fæddist krónprins og ég er enn á því að ekki sé hægt að gera lagabreytingar með þessum hætti sem gilda afturvirkt,“ segir konungurinn í heimildarmyndinni Síðustu konungar Svíþjóðar sem sýnd var í sænska ríkissjónvarpinu í vikunni. „Sonur minn fæddist og svo breyttu þeir fyrirkomulaginu mjög skyndilega, og hann misst þá allt. Það er ansi merkilegt.“ Frumburður Karls Gústafs og Sylvíu, Viktoría, fæddist árið 1977 og kom sonurinn Karl Filippus í heiminn tveimur árum síðar. Þriðja barn þeirra hjóna, Madeleine, kom svo í heiminn 1982. Karl Filippus prins og Sofia prinsessa, eiginkona hans, árið 2015.Getty „Þungt fyrir stúlku“ Karl hefur áður tjáð sig með þessum hætti. Þegar dóttir hans Viktoría fékk titilinn krónprinsessa árið 1980 sagði konungurinn að starfið að vera handhafi konungsvalds væri „þungt fyrir stúlku“. Karl Gústaf varð sjálfur konungur þrátt fyrir að vera yngstur í systkinahópnum, en hann á fjórar eldri systur. Hann tók við embætti konungs af afa sínum, en faðir Karls Gústafs, Gústaf Adolf prins, lést í flugslysi árið 1947, þá fertugur að aldri og þegar Karl Gústaf var eins árs gamall. Hann varð svo konungur 27 ára gamall, árið 1976. Karl Gústaf viðurkennir þó í heimildarmyndinni að lagabreytingin hafi verið nauðsynleg til að tryggja stuðning sænsku þjóðarinnar við konungdæmið og færa það inn í nútímann. Hann er þó allt annað en ánægður með afturvirknina og vill hann meina að hinar þá, nýju reglur hafi átt að eiga við um barnabörn hans. Konungshjónin sænsku með Karli Filippusi og Viktoríu árið 1980 þegar lagabreytingin tók gildi og konur gátu erft krúnuna.Getty Í heimildarmyndinni er hann spurður beint hvort honum þyki það hafa verið ósanngjarnt að Karl Filippus hafi verið sviptur þeim titli að vera krónprins. „Já, mér finnst það. Sem foreldi þá finnst mér það hræðilegt.“ Ákvörðun um lagabreytinguna var tekin á löggjafarþinginu 1978/79 en þar sem halda þarf tvennar kosningar áður en breytingar á stjórnarskrá landsins taka gildi, breyttust reglurnar ekki fyrr en 1980. Karl Filippus var kominn í heiminn og orðinn hálfs árs gamall. Karl Gústaf konungur leggur þó áherslu á að lagabreytingin árið 1980 hafi aldrei litað systkinasamband þeirra Karls Filippusar og Viktoríu. Fjölmargir hafa gagnrýnt orð Karls konungs og segja að hann eigi að „lesa tíðarandann betur“ og láta vera að láta þessar skoðanir sínar í ljós opinberlega. Þannig segir Anna Andersson, menningarritstjóri á Aftonbladet, að ummælin einkennist af vanþakklæti og séu ótillitssöm. Tími sé kominn að konungurinn þegi í allri umræðu um erfðaröðina.
Svíþjóð Kóngafólk Karl Gústaf XVI Svíakonungur Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Sjá meira