Þurftu að halda börnum inni vegna mengunar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. janúar 2023 20:31 Jónína Einarsdóttir er leikskólastjóri á Stakkaborg. sigurjón ólason Mengun hefur fjölmörgum sinnum farið yfir heilsuverndarmörk í dag og hefur mengunarský legið yfir borginni. Loftgæði mældust óholl á horni Miklubrautar og Grensásvegar. Þar fyrir neðan á horni Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar er leikskólinn Stakkaborg en forsvarsmenn hans þurftu að halda börnum inni í dag. „Nei þau komast ekkert út í dag, bæði er mengunarský og svo er bara allt of mikill kuldi. Hann spilar líka inn í, það er ekki bara það að það sé mengun þannig við komumst ekki út þegar það er tíu stiga frost,“ sagði Jónína Einarsdóttir, leikskólastjóri á Stakkaborg. Komust ekki í Húsdýragarðinn Þetta er ekki í fyrsta sinn sem halda þarf börnum inni í kuldatíðinni sem gengið hefur yfir en frostið hefur haft áhrif á útiveru þeirra. „Já og við þurftum að sleppa ferð í Húsdýragarðinn og allskonar út af veðri þannig það er alveg búið að vera þannig í vetur, í desember og janúar.“ Búast má við svipuðum loftgæðum næstu daga enda lítill vindur i kortum og töluvert frost. Jónína sér því fram á að þurfa að halda börnum áfram inni. „Kannski er möguleiki fyrir stutta göngutúra á morgnanna áður en mengunin verður eða þegar það er hlýrra.“ Jónína segir að börnin verði flest langþreytt á því að komast ekki út. „Já sumir þurfa að komast aðeins út og hreyfa sig í stærra umhverfi en því sem leikskólinn er þannig já við finnum mun.“ Umhverfismál Umferð Leikskólar Skóla - og menntamál Loftgæði Tengdar fréttir Vantar reglugerð svo hægt sé að sporna af alvöru við útblæstri Mengunarský er nú yfir Reykjavík og loftgæði sums staðar talin óholl. Heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti borgarinnar segir að reglugerð skorti svo hægt sé að grípa til róttækari aðgerða til að sporna gegn útblæstri. 5. janúar 2023 15:00 Mengunarský yfir Reykjavík og fólk minnt á Strætó Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs mælist mjög hár í borginni í dag samkvæmt mælingum í mælistöðinni við Grensásveg. Klukkan eitt var klukkutímagildi köfnunarefnisdíoxíðs við Grensásveg 246,2 míkrógrömm á rúmmetra og var styrkurinn einnig yfir 200 míkrógrömmum klukkan ellefu og tólf. 4. janúar 2023 15:20 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Loftgæði mældust óholl á horni Miklubrautar og Grensásvegar. Þar fyrir neðan á horni Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar er leikskólinn Stakkaborg en forsvarsmenn hans þurftu að halda börnum inni í dag. „Nei þau komast ekkert út í dag, bæði er mengunarský og svo er bara allt of mikill kuldi. Hann spilar líka inn í, það er ekki bara það að það sé mengun þannig við komumst ekki út þegar það er tíu stiga frost,“ sagði Jónína Einarsdóttir, leikskólastjóri á Stakkaborg. Komust ekki í Húsdýragarðinn Þetta er ekki í fyrsta sinn sem halda þarf börnum inni í kuldatíðinni sem gengið hefur yfir en frostið hefur haft áhrif á útiveru þeirra. „Já og við þurftum að sleppa ferð í Húsdýragarðinn og allskonar út af veðri þannig það er alveg búið að vera þannig í vetur, í desember og janúar.“ Búast má við svipuðum loftgæðum næstu daga enda lítill vindur i kortum og töluvert frost. Jónína sér því fram á að þurfa að halda börnum áfram inni. „Kannski er möguleiki fyrir stutta göngutúra á morgnanna áður en mengunin verður eða þegar það er hlýrra.“ Jónína segir að börnin verði flest langþreytt á því að komast ekki út. „Já sumir þurfa að komast aðeins út og hreyfa sig í stærra umhverfi en því sem leikskólinn er þannig já við finnum mun.“
Umhverfismál Umferð Leikskólar Skóla - og menntamál Loftgæði Tengdar fréttir Vantar reglugerð svo hægt sé að sporna af alvöru við útblæstri Mengunarský er nú yfir Reykjavík og loftgæði sums staðar talin óholl. Heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti borgarinnar segir að reglugerð skorti svo hægt sé að grípa til róttækari aðgerða til að sporna gegn útblæstri. 5. janúar 2023 15:00 Mengunarský yfir Reykjavík og fólk minnt á Strætó Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs mælist mjög hár í borginni í dag samkvæmt mælingum í mælistöðinni við Grensásveg. Klukkan eitt var klukkutímagildi köfnunarefnisdíoxíðs við Grensásveg 246,2 míkrógrömm á rúmmetra og var styrkurinn einnig yfir 200 míkrógrömmum klukkan ellefu og tólf. 4. janúar 2023 15:20 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Vantar reglugerð svo hægt sé að sporna af alvöru við útblæstri Mengunarský er nú yfir Reykjavík og loftgæði sums staðar talin óholl. Heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti borgarinnar segir að reglugerð skorti svo hægt sé að grípa til róttækari aðgerða til að sporna gegn útblæstri. 5. janúar 2023 15:00
Mengunarský yfir Reykjavík og fólk minnt á Strætó Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs mælist mjög hár í borginni í dag samkvæmt mælingum í mælistöðinni við Grensásveg. Klukkan eitt var klukkutímagildi köfnunarefnisdíoxíðs við Grensásveg 246,2 míkrógrömm á rúmmetra og var styrkurinn einnig yfir 200 míkrógrömmum klukkan ellefu og tólf. 4. janúar 2023 15:20