Þrumuræða Darra um Dag Kár: Dagur gafst upp á liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2023 08:01 Dagur Kár Jónsson í leik með KR á móti Njarðvík fyrr í vetur. Vísir/Hulda Margrét Darri Freyr Atlason mætti í Subway Tilþrifin í gærkvöldi og fór yfir mál Dags Kár Jónssonar sem yfirgaf félagið um áramótin og hefur nú þegar spilað sinn fyrsta leik fyrir Stjörnuna. Dagur Kár var á sínu fyrsta tímabili með KR en var fyrirliði liðsins í vetur. Hann losnaði undan samningi sínum og skilur við KR í neðsta sæti deildarinnar. Dagur samdi við Stjörnuna sem er að fara spila til úrslita um bikarinn í næstu viku. Darri Freyr er ekki bara sérfræðingur í Subway Körfuboltakvöldi því hann er líka fyrsti varamaður í stjórn Körfuknattleiksdeildar KR og formaður afreksráðs. Hann veit því vel hvað gekk á í þessu máli Dags. Darri sagði líka Kjartani Atla Kjartanssyni frá því hvernig hann og KR-ingar horfa á brotthvarf Dags. Hér fyrir neðan má sjá þessa þrumuræðu fyrrum þjálfara karlaliðs KR. Klippa: Darri um ákvörðun Dags Kár: Ég skil þetta ekki. „Það er þokkalega einfalt mál hvað gerðist. Dagur gafst upp á liðinu og stendur bara með þeirri ákvörðun. Mér skilst að hann hafi verið ósáttur við hvernig sitt hlutverk þroskaðist og liðskipunina í kringum liðið,“ sagði Darri Freyr Atlason. Vilji hjá þjálfurum og stjórn „Hann tekur þá ákvörðun að reyna eftir fremsta megni að finna leiðir til að slíta samningi. KR-ingar eru að sjálfsögðu ekkert sérstaklega spenntir fyrir því að missa Dag því það var vilji hjá þjálfurum og stjórn félagsins að reyna að finna leiðir til að halda þessu áfram. Breyta liðinu sem var að mörgu leyti eftir hans höfði, alla vega undir þeim áhrifum,“ sagði Darri. Dagur Kár var fyrirliði KR-liðsins og hafði með því áhrif. „Sem er bara eðlilegt. Reyna að gera allt til þess að gleyma þessu og halda áfram eftir að þessir bakþankar komu. Hann stóð fast á þessari skoðun og á endanum snerist allt vogarafl KR-inga í þessum samningaviðræðum að þessir samningar teljast ekki gildir nema að þeim sé skilað inn til KKÍ,“ sagði Darri. Hefur ekkert með einhverjar vangoldnar efndir félagsins að gera „Það hljómar rosalega eðlilegt en er hálf kómískt þegar sjötíu prósent leikmanna í deildinni eru með samninga sem hefur ekki verið skilað inn til KKÍ. Allir leikmenn Breiðabliks og allir nema einn leikmaður Vals,“ sagði Darri. „Þetta tekur allt vogarafl út samningsstöðu KR og gefur Degi og Stjörnunni tækifæri að knýja fram þessa niðurstöðu. Ég vil fyrir hönd minna félaga í Vesturbænum líka árétta það að þetta hefur ekkert með einhverjar vangoldnar efndir félagsins að gera,“ sagði Darri. „Það hefur verið mikið kappsmál fyrir körfuknattleiksdeildina að standa við allar skuldbindingar og borga laun, rétta upphæð á réttum tíma. Það hefur tekist og ný stjórn hefur unnið gríðarlega gott verk í svona baklandi sem sést auðvitað ekki á vellinum. Það er leiðinlegt fyrir þau að liðið hefi ekki náð að endurspegla það,“ sagði Darri. Algjörlega einhliða af hálfu Dags „Það hafði alla vegna ekkert með þessa ákvörðun að gera. Þetta var fullkomlega körfuboltalegs eðlis og algjörlega einhliða af hálfu Dags,“ sagði Darri. „Það verða allir að horfa á þetta út frá sínu persónulegt gildismati og ákveða hvað þeim finnst eðlileg ákvörðunartaka í þessu. Ég skil þetta ekki. Ég myndi aldrei fara frá skipi sem er í svona aðstöðu sérstaklega þegar maður ber þvílíka ábyrgð eins og Dagur bar. Hann hafði alla burði til að snúa þessu við með þeirri aðstoð sem hann var að fá,“ sagði Darri. Subway-deild karla KR Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn Fleiri fréttir Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Sjá meira
Dagur Kár var á sínu fyrsta tímabili með KR en var fyrirliði liðsins í vetur. Hann losnaði undan samningi sínum og skilur við KR í neðsta sæti deildarinnar. Dagur samdi við Stjörnuna sem er að fara spila til úrslita um bikarinn í næstu viku. Darri Freyr er ekki bara sérfræðingur í Subway Körfuboltakvöldi því hann er líka fyrsti varamaður í stjórn Körfuknattleiksdeildar KR og formaður afreksráðs. Hann veit því vel hvað gekk á í þessu máli Dags. Darri sagði líka Kjartani Atla Kjartanssyni frá því hvernig hann og KR-ingar horfa á brotthvarf Dags. Hér fyrir neðan má sjá þessa þrumuræðu fyrrum þjálfara karlaliðs KR. Klippa: Darri um ákvörðun Dags Kár: Ég skil þetta ekki. „Það er þokkalega einfalt mál hvað gerðist. Dagur gafst upp á liðinu og stendur bara með þeirri ákvörðun. Mér skilst að hann hafi verið ósáttur við hvernig sitt hlutverk þroskaðist og liðskipunina í kringum liðið,“ sagði Darri Freyr Atlason. Vilji hjá þjálfurum og stjórn „Hann tekur þá ákvörðun að reyna eftir fremsta megni að finna leiðir til að slíta samningi. KR-ingar eru að sjálfsögðu ekkert sérstaklega spenntir fyrir því að missa Dag því það var vilji hjá þjálfurum og stjórn félagsins að reyna að finna leiðir til að halda þessu áfram. Breyta liðinu sem var að mörgu leyti eftir hans höfði, alla vega undir þeim áhrifum,“ sagði Darri. Dagur Kár var fyrirliði KR-liðsins og hafði með því áhrif. „Sem er bara eðlilegt. Reyna að gera allt til þess að gleyma þessu og halda áfram eftir að þessir bakþankar komu. Hann stóð fast á þessari skoðun og á endanum snerist allt vogarafl KR-inga í þessum samningaviðræðum að þessir samningar teljast ekki gildir nema að þeim sé skilað inn til KKÍ,“ sagði Darri. Hefur ekkert með einhverjar vangoldnar efndir félagsins að gera „Það hljómar rosalega eðlilegt en er hálf kómískt þegar sjötíu prósent leikmanna í deildinni eru með samninga sem hefur ekki verið skilað inn til KKÍ. Allir leikmenn Breiðabliks og allir nema einn leikmaður Vals,“ sagði Darri. „Þetta tekur allt vogarafl út samningsstöðu KR og gefur Degi og Stjörnunni tækifæri að knýja fram þessa niðurstöðu. Ég vil fyrir hönd minna félaga í Vesturbænum líka árétta það að þetta hefur ekkert með einhverjar vangoldnar efndir félagsins að gera,“ sagði Darri. „Það hefur verið mikið kappsmál fyrir körfuknattleiksdeildina að standa við allar skuldbindingar og borga laun, rétta upphæð á réttum tíma. Það hefur tekist og ný stjórn hefur unnið gríðarlega gott verk í svona baklandi sem sést auðvitað ekki á vellinum. Það er leiðinlegt fyrir þau að liðið hefi ekki náð að endurspegla það,“ sagði Darri. Algjörlega einhliða af hálfu Dags „Það hafði alla vegna ekkert með þessa ákvörðun að gera. Þetta var fullkomlega körfuboltalegs eðlis og algjörlega einhliða af hálfu Dags,“ sagði Darri. „Það verða allir að horfa á þetta út frá sínu persónulegt gildismati og ákveða hvað þeim finnst eðlileg ákvörðunartaka í þessu. Ég skil þetta ekki. Ég myndi aldrei fara frá skipi sem er í svona aðstöðu sérstaklega þegar maður ber þvílíka ábyrgð eins og Dagur bar. Hann hafði alla burði til að snúa þessu við með þeirri aðstoð sem hann var að fá,“ sagði Darri.
Subway-deild karla KR Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn Fleiri fréttir Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Sjá meira