„Framsókn“ Sigurðar Inga Heimir Eyvindarson skrifar 9. janúar 2023 11:01 Í fyrsta skipulagsútdrætti fyrir Reykjavíkurborg, sem Guðjón Samúelsson, Guðmundur Hannesson og fleiri framsýnir menn gerðu fyrir tæpum 100 árum var gert ráð fyrir þremur lestarstöðvum í Reykjavík: Í miðbæ, vesturbæ og austurbæ. Svo framsýnar voru hugmyndirnar að við austurbæjarstöð var einnig gert ráð fyrir aðkomu lesta utan af landsbyggðinni. Því miður fáum við aldrei að vita hvernig samfélagið hefði þróast ef þessar hugmyndir hefðu orðið að veruleika - og ekki hefði verið ráðist í að gera borgina að bílaborg að bandarískri fyrirmynd. Ekki frekar en við fáum nokkurn tíma að vita hvort almenningur hefði það betra ef framsóknarmenn hefðu ekki ákveðið að gefa nokkrum vel völdum vinum sínum fiskveiði auðlindina á sínum tíma, eins og velt var upp í áramótaskaupinu. Ætli þeir í framsókn viti hvað orðið framsókn þýði? Líklega ekki Sigurður Ingi, sem sló hugmyndir um lest milli Reykjaness og Reykjavíkur út af borðinu í gær. Taldi viturlegra að byggja upp vegi. „Ahhhhaahhha, haldið þið að lestir komist leiðar sinnar þegar okkar stærstu díselhákar komast hvorki lönd né strönd? Ahhahahhhahh!“ Kannski ekki Sigurður, en þær ættu a.m.k. að komast þegar vegirnir eru lokaðir vegna fastra smábíla þvers og kruss. Þessi framsýni Sigurðar Inga minnir á annan ámóta framtíðarsnilling, Steingrím J., sem sagði eitthvað á þessa leið, þegar til stóð að byggja Leifsstöð á sínum tíma: „Ahhhhaahhha, þetta er algjört rugl! Haldið þið að það verði endalaust til af flugfarþegum?! Það er miklu nær að efla skipaflotann. Siglingar eru framtíðin. Ahhahahhhahh.“ Nýsköpun, sjálfbærni og umhverfisvernd eru meðal markmiða sem viðurkennt er að manneskjunni sé nauðsynlegt að stefna að, eigi henni ekki að takast að tortíma sjálfri sér í endalausum ahhahahhhahh belgingi. Þeim markmiðum náum við ekki með því að neita að sjá aðrar lausnir en einkabílinn. Þeir voru framsýnir Bretarnir sem byggðu fyrstu almenningsjárnbraut veraldar, milli Liverpool og Manchester fyrir næstum 200 árum. Hvað hefði Steingrímur J. sagt við þeim pælingum? Kannski: „Ahhhhaahhha, hvaða rugl er í ykkur, það eru fullgóðir skipaskurðir milli borganna. Það er miklu nær að styrkja þá enn frekar.“? Þeir voru líka framsýnir Danirnir sem byrjuðu að byggja upp lestarkerfið þar skömmu á eftir Bretunum. Þegar lest milli Roskilde og Køben var tekin í notkun 1847 bjuggu líklega álíka margir á þessum tveimur stöðum og búa í dag í Reykjavík og Reykjanesbæ. Skipulagsmál ættu ætíð að vera á ábyrgð þeirra sem sjá lengra fram í tímann en nef þeirra nær. Sagan sýnir að öll viðleitni mannsins til þess að liðka um fyrir bílaumferð hefur orðið til þess að auka hana. Líklega veit Sigurður Ingi það ekki. Eða honum er kannski bara sama? Við ráðum því nefnilega sjálf, í hvernig samfélagi við viljum búa. Til þess höfum við alls konar lýðræðistól. Við getum látið skoðun okkar í ljós og komið athugasemdum á framfæri. Og svo getum við líka hætt að kjósa olíubelgi yfir okkur, hvort sem þeir eru úr framsókn, VG eða öðrum flokkum. Það er t.d. engin tilviljun eða náttúrulögmál að Amsterdam og Køben eru annálaðar reiðhjólaborgir. Það kostaði baráttu fólks og skilning yfirvalda. Upp úr 1970 stefndi allt í að báðar þessar borgir yrðu ósköp venjulegar bílaborgir, þrátt fyrir ríka hjólreiðahefð í báðum löndum. Einkabíllinn var einfaldlega málið. „Ahhhhaahhha, ætliði bara að hjóla út um allt? „Ahhhhaahhha!“ Höfundur er kennari og tónlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Hjólreiðar Skipulag Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Í fyrsta skipulagsútdrætti fyrir Reykjavíkurborg, sem Guðjón Samúelsson, Guðmundur Hannesson og fleiri framsýnir menn gerðu fyrir tæpum 100 árum var gert ráð fyrir þremur lestarstöðvum í Reykjavík: Í miðbæ, vesturbæ og austurbæ. Svo framsýnar voru hugmyndirnar að við austurbæjarstöð var einnig gert ráð fyrir aðkomu lesta utan af landsbyggðinni. Því miður fáum við aldrei að vita hvernig samfélagið hefði þróast ef þessar hugmyndir hefðu orðið að veruleika - og ekki hefði verið ráðist í að gera borgina að bílaborg að bandarískri fyrirmynd. Ekki frekar en við fáum nokkurn tíma að vita hvort almenningur hefði það betra ef framsóknarmenn hefðu ekki ákveðið að gefa nokkrum vel völdum vinum sínum fiskveiði auðlindina á sínum tíma, eins og velt var upp í áramótaskaupinu. Ætli þeir í framsókn viti hvað orðið framsókn þýði? Líklega ekki Sigurður Ingi, sem sló hugmyndir um lest milli Reykjaness og Reykjavíkur út af borðinu í gær. Taldi viturlegra að byggja upp vegi. „Ahhhhaahhha, haldið þið að lestir komist leiðar sinnar þegar okkar stærstu díselhákar komast hvorki lönd né strönd? Ahhahahhhahh!“ Kannski ekki Sigurður, en þær ættu a.m.k. að komast þegar vegirnir eru lokaðir vegna fastra smábíla þvers og kruss. Þessi framsýni Sigurðar Inga minnir á annan ámóta framtíðarsnilling, Steingrím J., sem sagði eitthvað á þessa leið, þegar til stóð að byggja Leifsstöð á sínum tíma: „Ahhhhaahhha, þetta er algjört rugl! Haldið þið að það verði endalaust til af flugfarþegum?! Það er miklu nær að efla skipaflotann. Siglingar eru framtíðin. Ahhahahhhahh.“ Nýsköpun, sjálfbærni og umhverfisvernd eru meðal markmiða sem viðurkennt er að manneskjunni sé nauðsynlegt að stefna að, eigi henni ekki að takast að tortíma sjálfri sér í endalausum ahhahahhhahh belgingi. Þeim markmiðum náum við ekki með því að neita að sjá aðrar lausnir en einkabílinn. Þeir voru framsýnir Bretarnir sem byggðu fyrstu almenningsjárnbraut veraldar, milli Liverpool og Manchester fyrir næstum 200 árum. Hvað hefði Steingrímur J. sagt við þeim pælingum? Kannski: „Ahhhhaahhha, hvaða rugl er í ykkur, það eru fullgóðir skipaskurðir milli borganna. Það er miklu nær að styrkja þá enn frekar.“? Þeir voru líka framsýnir Danirnir sem byrjuðu að byggja upp lestarkerfið þar skömmu á eftir Bretunum. Þegar lest milli Roskilde og Køben var tekin í notkun 1847 bjuggu líklega álíka margir á þessum tveimur stöðum og búa í dag í Reykjavík og Reykjanesbæ. Skipulagsmál ættu ætíð að vera á ábyrgð þeirra sem sjá lengra fram í tímann en nef þeirra nær. Sagan sýnir að öll viðleitni mannsins til þess að liðka um fyrir bílaumferð hefur orðið til þess að auka hana. Líklega veit Sigurður Ingi það ekki. Eða honum er kannski bara sama? Við ráðum því nefnilega sjálf, í hvernig samfélagi við viljum búa. Til þess höfum við alls konar lýðræðistól. Við getum látið skoðun okkar í ljós og komið athugasemdum á framfæri. Og svo getum við líka hætt að kjósa olíubelgi yfir okkur, hvort sem þeir eru úr framsókn, VG eða öðrum flokkum. Það er t.d. engin tilviljun eða náttúrulögmál að Amsterdam og Køben eru annálaðar reiðhjólaborgir. Það kostaði baráttu fólks og skilning yfirvalda. Upp úr 1970 stefndi allt í að báðar þessar borgir yrðu ósköp venjulegar bílaborgir, þrátt fyrir ríka hjólreiðahefð í báðum löndum. Einkabíllinn var einfaldlega málið. „Ahhhhaahhha, ætliði bara að hjóla út um allt? „Ahhhhaahhha!“ Höfundur er kennari og tónlistarmaður.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun