Sólin búin að lengja daginn um 47 mínútur í Reykjavík Kristján Már Unnarsson skrifar 9. janúar 2023 20:40 Horft í átt til Reykjavíkur frá Ásbraut í Hafnarfirði í dag. Egill Aðalsteinsson Myrkrið víkur núna hratt með hækkandi sól og í dag hafði daginn lengt um 47 mínútur í Reykjavík frá vetrarsólstöðum og um eina klukkustund á Akureyri. Í fréttum Stöðvar 2 var rýnt í sólarganginn og byggt á upplýsingum af tímatalsvefnum timeanddate.com. Það var rétt svo að sólin næði að lyfta sér upp fyrir Reykjanesfjallgarðinn í dag, hún fór þó fjórar gráður upp á sjóndeildarhringinn, séð úr Hafnarfirði, miðað við 2,7 gráður sem hún náði hæst þann 21. desember. Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Lenging dagsins frá stysta degi ársins er orðin það mikil að um land allt ætti fólk að vera farið að finna mun. Þannig nemur lengingin 47 mínútum í Reykjavík. Lengingin er meiri norðanlands og mest í Grímsey, ein klukkustund og nítján mínútur, en minnst í Vestmannaeyjum, 42 mínútur. Og hér sjáum við hver lenging dagsins verður á morgun. Hún verður minnst syðst á landinu en mest nyrst. Í Reykjavík lengist morgundagurinn um 4 mínútur og 37 sekúndur. Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Dagsbirtan varir einnig mislengi, eftir því hvar menn eru staddir á landinu, í Reykjavík í dag í 4 klukkustundir og 54 mínútur, í Vestmannaeyjum í 5 klukkustundir og 12 mínútur en í Grímsey í 3 klukkustundir og 31 mínútu. Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Það er einnig athyglisvert að sjá hvenær hádegi var í dag á hinum ýmsu stöðum á landinu. Í Neskaupstað var hádegi klukkan 13:02, í Reykjavík klukkn 13:35 en á Ísafirði klukkan 13:40. Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Og sólin náði mishátt upp á sjóndeildarhringinn á hádegi. Hæst fór hún í Vestmannaeyjum, í 4,7 gráður, en lægst í Grímsey, 1,7 gráður. Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Lenging dagsins verður hraðari eftir því sem fjær dregur vetrarsólstöðum. Í næstu viku verður hún yfir fimm mínútur á dag suðvestanlands og yfir sex mínútur á dag í síðari hluta janúarmánaðar. Og eftir tíu daga eða svo verður lenging dagsbirtunnar á Reykjavíkursvæðinu orðin um tvær klukkustundir frá vetrarsólstöðum. Þá getum við farið að tala um að skammdeginu sé að ljúka. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Sólin Heilsa Vísindi Klukkan á Íslandi Tengdar fréttir Myrkrið byrjar að hopa eftir stysta dag ársins Vetrarsólstöður á norðurhveli verða klukkan 21:48 í kvöld og byrjar daginn nú að lengja aftur. Dagurinn í Reykjavík er aðeins rétt rúmar fjórar klukkustundir og á Akureyri rúmir þrír tímar. 21. desember 2022 12:18 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var rýnt í sólarganginn og byggt á upplýsingum af tímatalsvefnum timeanddate.com. Það var rétt svo að sólin næði að lyfta sér upp fyrir Reykjanesfjallgarðinn í dag, hún fór þó fjórar gráður upp á sjóndeildarhringinn, séð úr Hafnarfirði, miðað við 2,7 gráður sem hún náði hæst þann 21. desember. Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Lenging dagsins frá stysta degi ársins er orðin það mikil að um land allt ætti fólk að vera farið að finna mun. Þannig nemur lengingin 47 mínútum í Reykjavík. Lengingin er meiri norðanlands og mest í Grímsey, ein klukkustund og nítján mínútur, en minnst í Vestmannaeyjum, 42 mínútur. Og hér sjáum við hver lenging dagsins verður á morgun. Hún verður minnst syðst á landinu en mest nyrst. Í Reykjavík lengist morgundagurinn um 4 mínútur og 37 sekúndur. Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Dagsbirtan varir einnig mislengi, eftir því hvar menn eru staddir á landinu, í Reykjavík í dag í 4 klukkustundir og 54 mínútur, í Vestmannaeyjum í 5 klukkustundir og 12 mínútur en í Grímsey í 3 klukkustundir og 31 mínútu. Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Það er einnig athyglisvert að sjá hvenær hádegi var í dag á hinum ýmsu stöðum á landinu. Í Neskaupstað var hádegi klukkan 13:02, í Reykjavík klukkn 13:35 en á Ísafirði klukkan 13:40. Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Og sólin náði mishátt upp á sjóndeildarhringinn á hádegi. Hæst fór hún í Vestmannaeyjum, í 4,7 gráður, en lægst í Grímsey, 1,7 gráður. Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Lenging dagsins verður hraðari eftir því sem fjær dregur vetrarsólstöðum. Í næstu viku verður hún yfir fimm mínútur á dag suðvestanlands og yfir sex mínútur á dag í síðari hluta janúarmánaðar. Og eftir tíu daga eða svo verður lenging dagsbirtunnar á Reykjavíkursvæðinu orðin um tvær klukkustundir frá vetrarsólstöðum. Þá getum við farið að tala um að skammdeginu sé að ljúka. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Sólin Heilsa Vísindi Klukkan á Íslandi Tengdar fréttir Myrkrið byrjar að hopa eftir stysta dag ársins Vetrarsólstöður á norðurhveli verða klukkan 21:48 í kvöld og byrjar daginn nú að lengja aftur. Dagurinn í Reykjavík er aðeins rétt rúmar fjórar klukkustundir og á Akureyri rúmir þrír tímar. 21. desember 2022 12:18 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira
Myrkrið byrjar að hopa eftir stysta dag ársins Vetrarsólstöður á norðurhveli verða klukkan 21:48 í kvöld og byrjar daginn nú að lengja aftur. Dagurinn í Reykjavík er aðeins rétt rúmar fjórar klukkustundir og á Akureyri rúmir þrír tímar. 21. desember 2022 12:18