Krafist gæsluvarðhalds og upptöku eigna Tate í Rúmeníu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 10. janúar 2023 17:54 Andrew Tate hafði Kóraninn meðferðis þegar hann var mætti fyrir dómara í dag. Hann yfirgaf svo dóm í lögreglubifreið sex tímum síðar. Getty Andrew Tate, hinn umdeildi áhrifavaldur og bardagakappi, var leiddur fyrir dómara í morgun þar sem tekin var fyrir gæsluvarðhaldskrafa á hendur honum vegna meintrar skipulagðrar glæpastarfsemi. Ákvörðun verður tekin á fimmtudag um hvort Tate verði gert að sitja í gæsluvarðhaldi á meðan rannsókn lögreglu stendur yfir. Hinn 36 ára gamli Tate var handtekinn ásamt bróður sínum Tristan og tveimur rúmenskum konum þann 30. desember síðastliðinn. Eru þau grunuð um mansal, nauðgun og þátttöku í myndun skipulagðs glæpahrings. Báðir neita þeir Tate-bræður sök og héldu uppi vörnum fyrir dómara í dag. Farið er fram á upptöku ýmissa eigna en rúmenska lögreglan hefur þegar lagt hald á tíu fasteignir og fimmtán lúxusbifreiðar. Andrew Tate, sem er bæði breskur og bandarískur ríkisborgari, var á síðasta ári bannaður á helstu samfélagsmiðlum vegna kvenhaturs. Hann hefur meðal annars sagt að konur beri að hluta til ábyrgð á því að vera nauðgað og að þær tilheyri karlmönnum. Í yfirlýsingu frá lögreglunni í Rúmeníu, sem gefin var út þegar þeir bræður voru handteknir, segir að fjórmenningarnir séu grunaðir um að hafa stofnað hóp sem hafi stundað það að þvinga konur til framleiðslu klámefnis sem dreifa hafi átt á sérstökum áskriftarsíðum á netinu. Lögreglan segir að krafan um upptöku eigna sé gerð til að tryggja bætur til handa brotaþolum og styrkja rannsóknina, eins og það er orðað í grein Guardian um málið. Mál Andrew Tate Rúmenía Samfélagsmiðlar Kynferðisofbeldi Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Hinn 36 ára gamli Tate var handtekinn ásamt bróður sínum Tristan og tveimur rúmenskum konum þann 30. desember síðastliðinn. Eru þau grunuð um mansal, nauðgun og þátttöku í myndun skipulagðs glæpahrings. Báðir neita þeir Tate-bræður sök og héldu uppi vörnum fyrir dómara í dag. Farið er fram á upptöku ýmissa eigna en rúmenska lögreglan hefur þegar lagt hald á tíu fasteignir og fimmtán lúxusbifreiðar. Andrew Tate, sem er bæði breskur og bandarískur ríkisborgari, var á síðasta ári bannaður á helstu samfélagsmiðlum vegna kvenhaturs. Hann hefur meðal annars sagt að konur beri að hluta til ábyrgð á því að vera nauðgað og að þær tilheyri karlmönnum. Í yfirlýsingu frá lögreglunni í Rúmeníu, sem gefin var út þegar þeir bræður voru handteknir, segir að fjórmenningarnir séu grunaðir um að hafa stofnað hóp sem hafi stundað það að þvinga konur til framleiðslu klámefnis sem dreifa hafi átt á sérstökum áskriftarsíðum á netinu. Lögreglan segir að krafan um upptöku eigna sé gerð til að tryggja bætur til handa brotaþolum og styrkja rannsóknina, eins og það er orðað í grein Guardian um málið.
Mál Andrew Tate Rúmenía Samfélagsmiðlar Kynferðisofbeldi Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira