Tjáningarfrelsið stendur á krossgötum Þorsteinn Siglaugsson skrifar 11. janúar 2023 10:31 Félagasamtökin Málfrelsi – samtök um frjálsa og opna umræðu, lýðræði og mannréttindi, voru stofnuð af litlum en samheldnum hópi fólks sem ég tel nú meðal bestu vina minna. Við kynntumst í gegnum baráttu gegn þöggun og ritskoðun gagnvart þeim sem hafa lýst efasemdum um réttmæti margra þeirra aðgerða sem var gripið til á síðustu þremur árum. Þetta ástand opnaði augu okkar fyrir þeirri þröngu stöðu sem persónulegt frelsi og tjáningarfrelsi er komið í á Vesturlöndum og um allan heim. Í þágu upplýstrar umræðu Laugardaginn 7. janúar stóðum við fyrir ráðstefnu undir yfirskriftinni„Í þágu upplýstrar umræðu“. Frummælendur voru Toby Young, formaður Free Speech Union, Ögmundur Jónasson, fyrrum innanríkisráðherra og Svala Magnea Ásdísardóttir, blaðamaður og fjölmiðlafræðingur. Svala sté með stuttum fyrirvara inn í stað Kristins Hrafnssonar ritstjóra Wikileaks sem forfallaðist vegna veikinda. Við í stjórn Málfrelsis erum afar þakklát öllum sem að þessum viðburði komu og ekki síst félagsmönnum, en þeirra góði stuðningur er forsenda þess að hægt sé að halda viðburð sem þennan. Ráðstefnan var afar vel sótt og viðtökurnar sýna og sanna að þörf er á því starfi sem félagið stendur fyrir. Við erum þegar byrjuð að leiða hugann að næsta viðburði. Frummælendur fjölluðu um tjáningar- og raunar persónufrelsi frá ýmsum og ólíkum sjónarhornum. Rauði þráðurinn í erindum þeirra var hvernig tjáningarfrelsið er í sífellt þrengri stöðu og hvernig tækni og valdasamþjöppun þrengir að upplýsingagjöf og frjálsum skoðanaskiptum. Hér má horfa á upptöku af fundinum. Víglínan hefur færst til Hugtakið tjáningarfrelsi verðum við í dag að skilgreina víðar en áður hefur verið þörf á. Í dag snýst það ekki aðeins um að fólk sé ekki fangelsað fyrir skoðanir sínar. Það snýst ekki síður, og kannski enn frekar um að það sem við segjum sé ekki þaggað niður. Um leið snýst það um að aðgangur okkar að upplýsingum sé ekki hindraður, á tímum þar sem umræða hefur í yfirgnæfandi mæli flust yfir á netið, og netinu er að mestu stjórnað af stórfyrirtækjum sem njóta náttúrlegrar einokunar, og beita sér, í samvinnu við ríkisstjórnir og leyniþjónustur til að stýra því hvað við megum sjá og hvað ekki. Víglínan hefur því færst til. Við þurfum að gera okkur fulla grein fyrir því. Og án frjálsra skoðanaskipta og upplýsingastreymis getur ekkert lýðræði þrifist, og þau eru forsenda alls annars frelsis. Frjálst lýðræðissamfélag er í húfi, flóknara er málið ekki. Að undanförnum þremur árum liðnum er uppgjör óumflýjanlegt. Uppgjör gagnvart stjórnvöldum sem hafa látið heildarhagsmuni lönd og leið, gagnvart vísindamönnum sem hafa brugðist hlutverki sínu, gagnvart stórfyrirtækjum sem hafa lagt hönd á plóg til að þagga niður í frjálsum skoðanaskiptum og svipta okkur mannhelginni. Við erum öll ábyrg Við megum þó ekki gleyma því að á endanum erum við ábyrg, öll sem eitt. Við getum ekki látið okkur nægja að vera neytendur og láta okkur samfélagið í léttu rúmi liggja. Við verðum að vera samfélagsþegnar, verðum að standa vörð um frelsi okkar og réttindi og taka þátt í að móta samfélagið. Sú barátta á sér engan endapunkt. Henni linnir aldrei. Við stöndum á krossgötum. Við getum valið hinn breiða veg hlýðninnar, í skiptum fyrir þau fallvöltu þægindi sem felast í því að láta hugsa fyrir okkur. Eða við getum valið hinn þrönga veg, látið eigin stundarhagsmuni og þægindi víkja fyrir baráttunni fyrir réttinum til að tjá okkur, réttinum til að hugsa, til að efast. Ég hvet alla sem láta sér annt um frelsi og lýðræði til að taka þátt í þeirri baráttu með okkur. Við þurfum á öllum stuðningi að halda, í hvaða formi sem hann er. Þessi barátta er erfið, og það er margt sem bendir til að hún eigi eftir að harðna. Við munum þurfa að færa fórnir. En uppgjöf er ekki í boði, því það sem er í húfi er framtíð sem er manninum samboðin. Og fyrir henni verðum við að berjast af fórnfýsi, af hugrekki, af heilindum, en umfram allt í bróðerni. Höfundur er formaður Málfrelsis – samtaka um frjálsa og opna umræðu, lýðræði og mannréttindi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tjáningarfrelsi Þorsteinn Siglaugsson Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Sjá meira
Félagasamtökin Málfrelsi – samtök um frjálsa og opna umræðu, lýðræði og mannréttindi, voru stofnuð af litlum en samheldnum hópi fólks sem ég tel nú meðal bestu vina minna. Við kynntumst í gegnum baráttu gegn þöggun og ritskoðun gagnvart þeim sem hafa lýst efasemdum um réttmæti margra þeirra aðgerða sem var gripið til á síðustu þremur árum. Þetta ástand opnaði augu okkar fyrir þeirri þröngu stöðu sem persónulegt frelsi og tjáningarfrelsi er komið í á Vesturlöndum og um allan heim. Í þágu upplýstrar umræðu Laugardaginn 7. janúar stóðum við fyrir ráðstefnu undir yfirskriftinni„Í þágu upplýstrar umræðu“. Frummælendur voru Toby Young, formaður Free Speech Union, Ögmundur Jónasson, fyrrum innanríkisráðherra og Svala Magnea Ásdísardóttir, blaðamaður og fjölmiðlafræðingur. Svala sté með stuttum fyrirvara inn í stað Kristins Hrafnssonar ritstjóra Wikileaks sem forfallaðist vegna veikinda. Við í stjórn Málfrelsis erum afar þakklát öllum sem að þessum viðburði komu og ekki síst félagsmönnum, en þeirra góði stuðningur er forsenda þess að hægt sé að halda viðburð sem þennan. Ráðstefnan var afar vel sótt og viðtökurnar sýna og sanna að þörf er á því starfi sem félagið stendur fyrir. Við erum þegar byrjuð að leiða hugann að næsta viðburði. Frummælendur fjölluðu um tjáningar- og raunar persónufrelsi frá ýmsum og ólíkum sjónarhornum. Rauði þráðurinn í erindum þeirra var hvernig tjáningarfrelsið er í sífellt þrengri stöðu og hvernig tækni og valdasamþjöppun þrengir að upplýsingagjöf og frjálsum skoðanaskiptum. Hér má horfa á upptöku af fundinum. Víglínan hefur færst til Hugtakið tjáningarfrelsi verðum við í dag að skilgreina víðar en áður hefur verið þörf á. Í dag snýst það ekki aðeins um að fólk sé ekki fangelsað fyrir skoðanir sínar. Það snýst ekki síður, og kannski enn frekar um að það sem við segjum sé ekki þaggað niður. Um leið snýst það um að aðgangur okkar að upplýsingum sé ekki hindraður, á tímum þar sem umræða hefur í yfirgnæfandi mæli flust yfir á netið, og netinu er að mestu stjórnað af stórfyrirtækjum sem njóta náttúrlegrar einokunar, og beita sér, í samvinnu við ríkisstjórnir og leyniþjónustur til að stýra því hvað við megum sjá og hvað ekki. Víglínan hefur því færst til. Við þurfum að gera okkur fulla grein fyrir því. Og án frjálsra skoðanaskipta og upplýsingastreymis getur ekkert lýðræði þrifist, og þau eru forsenda alls annars frelsis. Frjálst lýðræðissamfélag er í húfi, flóknara er málið ekki. Að undanförnum þremur árum liðnum er uppgjör óumflýjanlegt. Uppgjör gagnvart stjórnvöldum sem hafa látið heildarhagsmuni lönd og leið, gagnvart vísindamönnum sem hafa brugðist hlutverki sínu, gagnvart stórfyrirtækjum sem hafa lagt hönd á plóg til að þagga niður í frjálsum skoðanaskiptum og svipta okkur mannhelginni. Við erum öll ábyrg Við megum þó ekki gleyma því að á endanum erum við ábyrg, öll sem eitt. Við getum ekki látið okkur nægja að vera neytendur og láta okkur samfélagið í léttu rúmi liggja. Við verðum að vera samfélagsþegnar, verðum að standa vörð um frelsi okkar og réttindi og taka þátt í að móta samfélagið. Sú barátta á sér engan endapunkt. Henni linnir aldrei. Við stöndum á krossgötum. Við getum valið hinn breiða veg hlýðninnar, í skiptum fyrir þau fallvöltu þægindi sem felast í því að láta hugsa fyrir okkur. Eða við getum valið hinn þrönga veg, látið eigin stundarhagsmuni og þægindi víkja fyrir baráttunni fyrir réttinum til að tjá okkur, réttinum til að hugsa, til að efast. Ég hvet alla sem láta sér annt um frelsi og lýðræði til að taka þátt í þeirri baráttu með okkur. Við þurfum á öllum stuðningi að halda, í hvaða formi sem hann er. Þessi barátta er erfið, og það er margt sem bendir til að hún eigi eftir að harðna. Við munum þurfa að færa fórnir. En uppgjöf er ekki í boði, því það sem er í húfi er framtíð sem er manninum samboðin. Og fyrir henni verðum við að berjast af fórnfýsi, af hugrekki, af heilindum, en umfram allt í bróðerni. Höfundur er formaður Málfrelsis – samtaka um frjálsa og opna umræðu, lýðræði og mannréttindi.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun