Rannsóknarnefnd segir orsök skort á viðhaldi Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 11. janúar 2023 15:34 Mikinn reyk mátti sjá koma frá bátnum þegar fólk í nálægð varð vart við eldinn. Slökkt var í eldinum á endanum uppi í fjöru. Aðsent/Adolf Erlingsson, Landhelgisgæslan Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur komist að þeirri niðurstöðu að orsök slyssins sem varð á strandveiðibátnum Gosa KE 102 hafi verið skortur á viðhaldi. Nefndin gerir einnig athugasemd við skoðun bátsins. Þann 6. júlí síðastliðinn kom upp eldur í strandveiðibátnum Gosa KE 102. Báturinn var á siglingu skammt frá Rifi á Snæfellsnesi. Kviknað hafði í vélarrúmi bátsins og kom skipstjórinn sér fljótt frá borði. Fiskibáturinn Didda SH 150 kom skipstjóranum svo til bjargar þar sem hann var á reki á gúmmíbát. Í kjölfar slyssins sagði eigandi Gosa, Birgir Haukdal Rúnarsson að skipstjórinn hefði brugðist rétt við aðstæðum. „Fyrsta skylda skipstjóra er að forða manntjóni. Það kviknar í vélarrúmi og þarna eru olíutankarnir niðri, nokkur hundruð lítra tankar og plastgólf á milli hans og tankanna. Guði sé lof, þá koma hann sér bara úr bátnum eins fljótt og hann gat,“ sagði Birgir. Rannsóknarnefnd samgönguslysa gaf á mánudag út skýrslu um slysið. Atburðarás slyssins er rekin og kemur þar fram að skipstjórinn hafi ekki náð að senda út neyðarkall. Aðrir á svæðinu hafi tilkynnt slysið til Vaktstöðvar siglinga og Neyðarlínu. Fljótt hafi Gosi orðið alelda og björgunarskip hafi reynt að slökkva eldinn en mistekist verkið og báturinn þá dreginn upp í fjöru og eldurinn slökktur þar með sandi. Við rannsókn slyssins kom til dæmis fram að ekki var hægt að ræsa slökkvikerfi vélarrúms fyrir utan það. Bent er á að það sé ekki í samræmi við núverandi reglugerð en ekki hafi verið gerð athugasemd við það við skoðun. Þá virðist rannsóknarnefnd hafa þótt fleira ekki standast skoðun. Einnig kemur fram að eigandi bátsins hafi sagt enga athugasemd hafa verið gerða við árlega skoðun bátsins. Að lokum kemur fram að álit nefndarinnar sé að „Orsök atviksins var skortur á viðhaldi bátsins og skoðun ábótavant.“ Skýrsluna má sjá með því að smella hér. Snæfellsbær Samgönguslys Tengdar fréttir Skipstjórinn hafi brugðist hárrétt við Eigandi strandveiðibátsins Gosa KE-102, sem brann í morgun skammt frá Rifi, segir skipstjórann hafa brugðist hárrétt við. 6. júlí 2022 17:15 Eldur í báti norður af Hellissandi Eldur kom upp í smábáti rétt norður af Hellissandi rétt í þessu. Einn var um borð í bátnum en hann er kominn heill á húfi í björgunarbátinn Björgu. 6. júlí 2022 10:11 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Þann 6. júlí síðastliðinn kom upp eldur í strandveiðibátnum Gosa KE 102. Báturinn var á siglingu skammt frá Rifi á Snæfellsnesi. Kviknað hafði í vélarrúmi bátsins og kom skipstjórinn sér fljótt frá borði. Fiskibáturinn Didda SH 150 kom skipstjóranum svo til bjargar þar sem hann var á reki á gúmmíbát. Í kjölfar slyssins sagði eigandi Gosa, Birgir Haukdal Rúnarsson að skipstjórinn hefði brugðist rétt við aðstæðum. „Fyrsta skylda skipstjóra er að forða manntjóni. Það kviknar í vélarrúmi og þarna eru olíutankarnir niðri, nokkur hundruð lítra tankar og plastgólf á milli hans og tankanna. Guði sé lof, þá koma hann sér bara úr bátnum eins fljótt og hann gat,“ sagði Birgir. Rannsóknarnefnd samgönguslysa gaf á mánudag út skýrslu um slysið. Atburðarás slyssins er rekin og kemur þar fram að skipstjórinn hafi ekki náð að senda út neyðarkall. Aðrir á svæðinu hafi tilkynnt slysið til Vaktstöðvar siglinga og Neyðarlínu. Fljótt hafi Gosi orðið alelda og björgunarskip hafi reynt að slökkva eldinn en mistekist verkið og báturinn þá dreginn upp í fjöru og eldurinn slökktur þar með sandi. Við rannsókn slyssins kom til dæmis fram að ekki var hægt að ræsa slökkvikerfi vélarrúms fyrir utan það. Bent er á að það sé ekki í samræmi við núverandi reglugerð en ekki hafi verið gerð athugasemd við það við skoðun. Þá virðist rannsóknarnefnd hafa þótt fleira ekki standast skoðun. Einnig kemur fram að eigandi bátsins hafi sagt enga athugasemd hafa verið gerða við árlega skoðun bátsins. Að lokum kemur fram að álit nefndarinnar sé að „Orsök atviksins var skortur á viðhaldi bátsins og skoðun ábótavant.“ Skýrsluna má sjá með því að smella hér.
Snæfellsbær Samgönguslys Tengdar fréttir Skipstjórinn hafi brugðist hárrétt við Eigandi strandveiðibátsins Gosa KE-102, sem brann í morgun skammt frá Rifi, segir skipstjórann hafa brugðist hárrétt við. 6. júlí 2022 17:15 Eldur í báti norður af Hellissandi Eldur kom upp í smábáti rétt norður af Hellissandi rétt í þessu. Einn var um borð í bátnum en hann er kominn heill á húfi í björgunarbátinn Björgu. 6. júlí 2022 10:11 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Skipstjórinn hafi brugðist hárrétt við Eigandi strandveiðibátsins Gosa KE-102, sem brann í morgun skammt frá Rifi, segir skipstjórann hafa brugðist hárrétt við. 6. júlí 2022 17:15
Eldur í báti norður af Hellissandi Eldur kom upp í smábáti rétt norður af Hellissandi rétt í þessu. Einn var um borð í bátnum en hann er kominn heill á húfi í björgunarbátinn Björgu. 6. júlí 2022 10:11