Rannsóknarnefnd segir orsök skort á viðhaldi Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 11. janúar 2023 15:34 Mikinn reyk mátti sjá koma frá bátnum þegar fólk í nálægð varð vart við eldinn. Slökkt var í eldinum á endanum uppi í fjöru. Aðsent/Adolf Erlingsson, Landhelgisgæslan Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur komist að þeirri niðurstöðu að orsök slyssins sem varð á strandveiðibátnum Gosa KE 102 hafi verið skortur á viðhaldi. Nefndin gerir einnig athugasemd við skoðun bátsins. Þann 6. júlí síðastliðinn kom upp eldur í strandveiðibátnum Gosa KE 102. Báturinn var á siglingu skammt frá Rifi á Snæfellsnesi. Kviknað hafði í vélarrúmi bátsins og kom skipstjórinn sér fljótt frá borði. Fiskibáturinn Didda SH 150 kom skipstjóranum svo til bjargar þar sem hann var á reki á gúmmíbát. Í kjölfar slyssins sagði eigandi Gosa, Birgir Haukdal Rúnarsson að skipstjórinn hefði brugðist rétt við aðstæðum. „Fyrsta skylda skipstjóra er að forða manntjóni. Það kviknar í vélarrúmi og þarna eru olíutankarnir niðri, nokkur hundruð lítra tankar og plastgólf á milli hans og tankanna. Guði sé lof, þá koma hann sér bara úr bátnum eins fljótt og hann gat,“ sagði Birgir. Rannsóknarnefnd samgönguslysa gaf á mánudag út skýrslu um slysið. Atburðarás slyssins er rekin og kemur þar fram að skipstjórinn hafi ekki náð að senda út neyðarkall. Aðrir á svæðinu hafi tilkynnt slysið til Vaktstöðvar siglinga og Neyðarlínu. Fljótt hafi Gosi orðið alelda og björgunarskip hafi reynt að slökkva eldinn en mistekist verkið og báturinn þá dreginn upp í fjöru og eldurinn slökktur þar með sandi. Við rannsókn slyssins kom til dæmis fram að ekki var hægt að ræsa slökkvikerfi vélarrúms fyrir utan það. Bent er á að það sé ekki í samræmi við núverandi reglugerð en ekki hafi verið gerð athugasemd við það við skoðun. Þá virðist rannsóknarnefnd hafa þótt fleira ekki standast skoðun. Einnig kemur fram að eigandi bátsins hafi sagt enga athugasemd hafa verið gerða við árlega skoðun bátsins. Að lokum kemur fram að álit nefndarinnar sé að „Orsök atviksins var skortur á viðhaldi bátsins og skoðun ábótavant.“ Skýrsluna má sjá með því að smella hér. Snæfellsbær Samgönguslys Tengdar fréttir Skipstjórinn hafi brugðist hárrétt við Eigandi strandveiðibátsins Gosa KE-102, sem brann í morgun skammt frá Rifi, segir skipstjórann hafa brugðist hárrétt við. 6. júlí 2022 17:15 Eldur í báti norður af Hellissandi Eldur kom upp í smábáti rétt norður af Hellissandi rétt í þessu. Einn var um borð í bátnum en hann er kominn heill á húfi í björgunarbátinn Björgu. 6. júlí 2022 10:11 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Fleiri fréttir „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Sjá meira
Þann 6. júlí síðastliðinn kom upp eldur í strandveiðibátnum Gosa KE 102. Báturinn var á siglingu skammt frá Rifi á Snæfellsnesi. Kviknað hafði í vélarrúmi bátsins og kom skipstjórinn sér fljótt frá borði. Fiskibáturinn Didda SH 150 kom skipstjóranum svo til bjargar þar sem hann var á reki á gúmmíbát. Í kjölfar slyssins sagði eigandi Gosa, Birgir Haukdal Rúnarsson að skipstjórinn hefði brugðist rétt við aðstæðum. „Fyrsta skylda skipstjóra er að forða manntjóni. Það kviknar í vélarrúmi og þarna eru olíutankarnir niðri, nokkur hundruð lítra tankar og plastgólf á milli hans og tankanna. Guði sé lof, þá koma hann sér bara úr bátnum eins fljótt og hann gat,“ sagði Birgir. Rannsóknarnefnd samgönguslysa gaf á mánudag út skýrslu um slysið. Atburðarás slyssins er rekin og kemur þar fram að skipstjórinn hafi ekki náð að senda út neyðarkall. Aðrir á svæðinu hafi tilkynnt slysið til Vaktstöðvar siglinga og Neyðarlínu. Fljótt hafi Gosi orðið alelda og björgunarskip hafi reynt að slökkva eldinn en mistekist verkið og báturinn þá dreginn upp í fjöru og eldurinn slökktur þar með sandi. Við rannsókn slyssins kom til dæmis fram að ekki var hægt að ræsa slökkvikerfi vélarrúms fyrir utan það. Bent er á að það sé ekki í samræmi við núverandi reglugerð en ekki hafi verið gerð athugasemd við það við skoðun. Þá virðist rannsóknarnefnd hafa þótt fleira ekki standast skoðun. Einnig kemur fram að eigandi bátsins hafi sagt enga athugasemd hafa verið gerða við árlega skoðun bátsins. Að lokum kemur fram að álit nefndarinnar sé að „Orsök atviksins var skortur á viðhaldi bátsins og skoðun ábótavant.“ Skýrsluna má sjá með því að smella hér.
Snæfellsbær Samgönguslys Tengdar fréttir Skipstjórinn hafi brugðist hárrétt við Eigandi strandveiðibátsins Gosa KE-102, sem brann í morgun skammt frá Rifi, segir skipstjórann hafa brugðist hárrétt við. 6. júlí 2022 17:15 Eldur í báti norður af Hellissandi Eldur kom upp í smábáti rétt norður af Hellissandi rétt í þessu. Einn var um borð í bátnum en hann er kominn heill á húfi í björgunarbátinn Björgu. 6. júlí 2022 10:11 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Fleiri fréttir „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Sjá meira
Skipstjórinn hafi brugðist hárrétt við Eigandi strandveiðibátsins Gosa KE-102, sem brann í morgun skammt frá Rifi, segir skipstjórann hafa brugðist hárrétt við. 6. júlí 2022 17:15
Eldur í báti norður af Hellissandi Eldur kom upp í smábáti rétt norður af Hellissandi rétt í þessu. Einn var um borð í bátnum en hann er kominn heill á húfi í björgunarbátinn Björgu. 6. júlí 2022 10:11