Woke fyrir heimilið Þórarinn Hjartarson skrifar 13. janúar 2023 14:31 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur tekið enn eitt skrefið í átt að réttlátu samfélagi. Nú munu opinberir starfsmenn sæta ábyrgð á sinni hegðun og skoðunum með hugrænni endurforritun til að koma í veg fyrir hatursorðræðu. Skyldunámskeið verða í boði fyrir starfsmenn þar sem þeir læra hvernig eigi að hugsa og koma í veg fyrir hatursorðræðu. Það hefur lengi verið vitað að eldra fólk er á rangri skoðun. Þessu samfélagsmeini hefur verið leyft að grassera óáreitt um langa hríð. En ekki lengur. Forsætisráðherra mun í krafti fræðslu koma í veg fyrir að eldri opinberir starfsmenn geti spúð hatri og röngum skoðunum yfir samborgara sína. Tjáningarfrelsi er mikilvægt svo lengi sem það er innan samþykkts ramma stjórnvalda um hvað sé rétt skoðun. Líkt og Katrín nefnir „er auðvitað ekki nema eðlilegt að við gerum ríkar kröfur til fólks í slíkum stöðum, að þau séu meðvituð um þessi málefni.“ En er þetta nóg? Um 30% launþega eru opinberir starfsmenn. Sem þýðir að um 70% geti enn óáreittir haldið í rangar og ógeðfelldar skoðanir. Hvert á fólk sem hefur réttar skoðanir og verður vitni að hatursorðræðu inni á sínum heimilum að leita? Lögreglan er með öllu vanbúin til þess að takast á við þetta vegna aukinnar hryðjuverkaógnar sem er bein afleiðing af hatursorðræðu. Ég legg til að stofnað verði ráðuneyti sannleikans. Slíkt ráðuneyti myndi hafa burði til að útrýma hatursorðræðu, koma í veg fyrir rangar skoðanir og færa okkur nær réttlátu samfélagi. Starfsmenn og embættismenn ráðuneytisins myndu skylda fólk með rangar skoðanir á námskeið gegn hatursorðræðu. Börn sem yrðu vitni af hatursorðræðu foreldra eða vina gætu sent nafnlausar ábendingar rafrænt til ráðuneytisins sem myndi gera viðeigandi ráðstafanir. Atvinnurekendur gætu sent upplýsingar um starfsfólk og starfsfólk um vinnufélaga. Þannig væri hægt að ná til fólks bæði innan og utan heimilis. Enginn myndi vera á rangri skoðun og hatursorðræða yrði kveðin í kútinn á skyldunámskeiðum hins opinbera. Íslensk heimili eiga betra skilið en að einungis 30% landsmanna séu á réttri skoðun. Ég hélt að við værum komin lengra. Það er árið 2023. Gerum betur. Höfundur er þáttarstjórnandi hlaðvarpsins Ein pæling. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Hjartarson Stjórnsýsla Tjáningarfrelsi Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur tekið enn eitt skrefið í átt að réttlátu samfélagi. Nú munu opinberir starfsmenn sæta ábyrgð á sinni hegðun og skoðunum með hugrænni endurforritun til að koma í veg fyrir hatursorðræðu. Skyldunámskeið verða í boði fyrir starfsmenn þar sem þeir læra hvernig eigi að hugsa og koma í veg fyrir hatursorðræðu. Það hefur lengi verið vitað að eldra fólk er á rangri skoðun. Þessu samfélagsmeini hefur verið leyft að grassera óáreitt um langa hríð. En ekki lengur. Forsætisráðherra mun í krafti fræðslu koma í veg fyrir að eldri opinberir starfsmenn geti spúð hatri og röngum skoðunum yfir samborgara sína. Tjáningarfrelsi er mikilvægt svo lengi sem það er innan samþykkts ramma stjórnvalda um hvað sé rétt skoðun. Líkt og Katrín nefnir „er auðvitað ekki nema eðlilegt að við gerum ríkar kröfur til fólks í slíkum stöðum, að þau séu meðvituð um þessi málefni.“ En er þetta nóg? Um 30% launþega eru opinberir starfsmenn. Sem þýðir að um 70% geti enn óáreittir haldið í rangar og ógeðfelldar skoðanir. Hvert á fólk sem hefur réttar skoðanir og verður vitni að hatursorðræðu inni á sínum heimilum að leita? Lögreglan er með öllu vanbúin til þess að takast á við þetta vegna aukinnar hryðjuverkaógnar sem er bein afleiðing af hatursorðræðu. Ég legg til að stofnað verði ráðuneyti sannleikans. Slíkt ráðuneyti myndi hafa burði til að útrýma hatursorðræðu, koma í veg fyrir rangar skoðanir og færa okkur nær réttlátu samfélagi. Starfsmenn og embættismenn ráðuneytisins myndu skylda fólk með rangar skoðanir á námskeið gegn hatursorðræðu. Börn sem yrðu vitni af hatursorðræðu foreldra eða vina gætu sent nafnlausar ábendingar rafrænt til ráðuneytisins sem myndi gera viðeigandi ráðstafanir. Atvinnurekendur gætu sent upplýsingar um starfsfólk og starfsfólk um vinnufélaga. Þannig væri hægt að ná til fólks bæði innan og utan heimilis. Enginn myndi vera á rangri skoðun og hatursorðræða yrði kveðin í kútinn á skyldunámskeiðum hins opinbera. Íslensk heimili eiga betra skilið en að einungis 30% landsmanna séu á réttri skoðun. Ég hélt að við værum komin lengra. Það er árið 2023. Gerum betur. Höfundur er þáttarstjórnandi hlaðvarpsins Ein pæling.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun