Enga myglu að finna þar sem hælisleitendur eru hýstir í Grindavík Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. janúar 2023 21:45 Karl Pétur Jónsson, upplýsingafulltrúi Framkvæmdasýslunnar segir enga myglu að finna í húsnæði flóttafólks í Grindavík. Vísir/Vilhelm Enga myglu er að finna í Festi í Grindavík, þar sem Vinnumálastofnun hefur hýst hælisleitendur. Forstjóri stofnunarinnar segir mikla áskorun bíða hennar á árinu vegna fjölda flóttamanna sem stefna hingað til lands. Gríðarlegur skortur sé á húsnæði. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um að bæjarstjórn Grindavíkur hafi mótmælt ákvörðun Vinnumálastofnunar um að hýsa flóttamenn á hótelinu Festi í bænum. Hjálmar Hallgrímsson forseti bæjarstjórnar furðaði sig á vinnubrögðum Vinnumálastofnunar, til dæmis að málið hafi verið framkvæmt án samráðs við bæjarstjórn. „Við hefðum sjálfsagt átt að hafa meira samráð við þá áður en það var ýmislegt sem kom til. Veikindi hjá okkur og annir. Svo er það stundum þannig að Framkvæmdasýslan, sem sér um að finna húsnæði handa okkur, hún finnur húsnæðið og við erum að hlaupa og með fullt af fólki sem þarf að koma undir þak. Þá gefst ekki alltaf tækifæri til að vera með nógu góðan fyrirvara,“ segir Unnur Sveinsdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Hún fundaði með Grindvíkingum í morgun og var niðurstaða fundarins að auka samráð og að flóttafólkið fái að vera þarna áfram. Grindvíkingar lýstu áhyggjum af fólkinu vegna myglu, sem upp kom í húsnæðinu síðasta vor, en þar þurfti að hætta starfsemi hótels vegna hennar. Myndu aldrei leigja heilsuspillandi húsnæði Það þurfti að hætta þarna starfsemi þarna í fyrravor vegna myglu. Er húsnæðið myglað? „Nei, það er það ekki. Það kom upp mygla í einu herbergi af 38 fyrir ári síðan. Eigandi hússins greip til viðeigandi ráðstafana og sú úttekt sem við höfum frá verkfræðistofu sýnir að húsnæðið er í fínu lagi,“ segir Karl Pétur Jónsson, upplýsingafulltrúi Framkvæmdasýslu - Ríkiseigna. Stöðva þurfti starfsemi hótelsins í Festi í Grindavík í fyrravor vegna rakaskemmda og myglu. Vísir/Egill Hann skilji vel að margir Íslendingar verði hræddir þegar minnst er á myglu, sérstaklega í ljósi ítrekaðra myglufunda í húsnæði hér undanfarin misseri. „En við myndum aldrei leigja húsnæði sem er heilsuspillandi,“ segir Karl Pétur. Hefðu viljað vita fyrr af áætlunum Annað svipað mál hefur komið upp á Laugarvatni en þar á að hýsa tugi flóttamanna í gamalli heimavist Háskóla Íslands. Sveitarstjórn var ekki gert viðvart um fyrirætlanirnar fyrr en nýlega og heilbrigðiseftirlitið gert athugasemdir vegna rakaskemmda. „Þetta er gríðarlega stórt hús og misjafnt hvað er að því eftir hvar þú drepur niður fæti,“ segir Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri í Bláskógabyggð, í samtali við fréttamann okkar Magnús Hlyn Hreiðarsson. Sveitarstjórnin hafi lagt á það áherslu að húsnæðið verði ekki tekið til notkunar séu aðstæður þar innandyra heilsuspillandi. „Það hefði verið gott að vita af þessu fyrr og það væri gott ef sveitarfélögin hefðu eitthvað um þetta að segja. Þau hafa það ekki.“ Mikil áskorun framundan að finna húsnæði fyrir flóttafólk Vinna er hafin við að laga það sem þarf í húsinu og því tiltölulega stutt í að hægt sé að taka það í notkun. Ástandið á því sé almennt gott. „Og þar eru ekki þannig rakaskemmdir að það hafi ollið myglu,“ segir Karl Pétur. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.Vísir/Einar Fimm þúsund hælisleitendur komu til landsins í fyrra og von er á öðrum eins fjölda á þessu ári. „Mesta áskorunin er að finna húsnæði fyrir þetta fólk en við megum ekki gleyma því sem þjóð að við erum að taka á móti fólki sem er að flýja stríð og aðrar hörmungar,“ segir Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar. Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Grindavík Bláskógabyggð Mygla Tengdar fréttir Íbúar á Laugarvatni uggandi að setja eigi hælisleitendur í heilsuspillandi húsnæði Vinnumálastofnun hyggst hýsa tugi hælisleitenda á heimavist Háskóla Íslands á Laugarvatni, þrátt fyrir að heilbrigðiseftirlitið hafi varað við að húsnæðið geti verið heilsuspillandi og brunavarnir ekki í lagi. Sveitarstjóri segir það stóran bita fyrir lítið sveitarfélag að taka á móti tugum manna á einu bretti. 13. janúar 2023 12:00 Segir að samráð hefði mátt vera meira en flóttamennirnir verði áfram í Grindavík Flóttafólk, sem Vinnumálastofnun hefur komið fyrir á hótelinu Festi í Grindavík, verður þar áfram. Bæjarstjórn Grindavíkur gagnrýndi stofnunina fyrir að koma fólkinu þar fyrir í gær og deildi á um hvort stofnunin hafi haft heimild til að koma fólkinu þar fyrir. Forstjóri Vinnumálastofnunar fundaði með Bæjarráði í morgun og segir hann hafa verið farsælan. 13. janúar 2023 14:07 Vilja loka húsnæði sem hýsir hælisleitendur Vinnumálastofnun hefur hýst hælisleitendur í Grindavík þrátt fyrir mótmæli bæjaryfirvalda. Bæjarráð hefur beint því til skipulags- og byggingarfulltrúa að kanna hvort bærinn geti lokað húsnæðinu. 12. janúar 2023 19:30 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um að bæjarstjórn Grindavíkur hafi mótmælt ákvörðun Vinnumálastofnunar um að hýsa flóttamenn á hótelinu Festi í bænum. Hjálmar Hallgrímsson forseti bæjarstjórnar furðaði sig á vinnubrögðum Vinnumálastofnunar, til dæmis að málið hafi verið framkvæmt án samráðs við bæjarstjórn. „Við hefðum sjálfsagt átt að hafa meira samráð við þá áður en það var ýmislegt sem kom til. Veikindi hjá okkur og annir. Svo er það stundum þannig að Framkvæmdasýslan, sem sér um að finna húsnæði handa okkur, hún finnur húsnæðið og við erum að hlaupa og með fullt af fólki sem þarf að koma undir þak. Þá gefst ekki alltaf tækifæri til að vera með nógu góðan fyrirvara,“ segir Unnur Sveinsdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Hún fundaði með Grindvíkingum í morgun og var niðurstaða fundarins að auka samráð og að flóttafólkið fái að vera þarna áfram. Grindvíkingar lýstu áhyggjum af fólkinu vegna myglu, sem upp kom í húsnæðinu síðasta vor, en þar þurfti að hætta starfsemi hótels vegna hennar. Myndu aldrei leigja heilsuspillandi húsnæði Það þurfti að hætta þarna starfsemi þarna í fyrravor vegna myglu. Er húsnæðið myglað? „Nei, það er það ekki. Það kom upp mygla í einu herbergi af 38 fyrir ári síðan. Eigandi hússins greip til viðeigandi ráðstafana og sú úttekt sem við höfum frá verkfræðistofu sýnir að húsnæðið er í fínu lagi,“ segir Karl Pétur Jónsson, upplýsingafulltrúi Framkvæmdasýslu - Ríkiseigna. Stöðva þurfti starfsemi hótelsins í Festi í Grindavík í fyrravor vegna rakaskemmda og myglu. Vísir/Egill Hann skilji vel að margir Íslendingar verði hræddir þegar minnst er á myglu, sérstaklega í ljósi ítrekaðra myglufunda í húsnæði hér undanfarin misseri. „En við myndum aldrei leigja húsnæði sem er heilsuspillandi,“ segir Karl Pétur. Hefðu viljað vita fyrr af áætlunum Annað svipað mál hefur komið upp á Laugarvatni en þar á að hýsa tugi flóttamanna í gamalli heimavist Háskóla Íslands. Sveitarstjórn var ekki gert viðvart um fyrirætlanirnar fyrr en nýlega og heilbrigðiseftirlitið gert athugasemdir vegna rakaskemmda. „Þetta er gríðarlega stórt hús og misjafnt hvað er að því eftir hvar þú drepur niður fæti,“ segir Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri í Bláskógabyggð, í samtali við fréttamann okkar Magnús Hlyn Hreiðarsson. Sveitarstjórnin hafi lagt á það áherslu að húsnæðið verði ekki tekið til notkunar séu aðstæður þar innandyra heilsuspillandi. „Það hefði verið gott að vita af þessu fyrr og það væri gott ef sveitarfélögin hefðu eitthvað um þetta að segja. Þau hafa það ekki.“ Mikil áskorun framundan að finna húsnæði fyrir flóttafólk Vinna er hafin við að laga það sem þarf í húsinu og því tiltölulega stutt í að hægt sé að taka það í notkun. Ástandið á því sé almennt gott. „Og þar eru ekki þannig rakaskemmdir að það hafi ollið myglu,“ segir Karl Pétur. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.Vísir/Einar Fimm þúsund hælisleitendur komu til landsins í fyrra og von er á öðrum eins fjölda á þessu ári. „Mesta áskorunin er að finna húsnæði fyrir þetta fólk en við megum ekki gleyma því sem þjóð að við erum að taka á móti fólki sem er að flýja stríð og aðrar hörmungar,“ segir Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar.
Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Grindavík Bláskógabyggð Mygla Tengdar fréttir Íbúar á Laugarvatni uggandi að setja eigi hælisleitendur í heilsuspillandi húsnæði Vinnumálastofnun hyggst hýsa tugi hælisleitenda á heimavist Háskóla Íslands á Laugarvatni, þrátt fyrir að heilbrigðiseftirlitið hafi varað við að húsnæðið geti verið heilsuspillandi og brunavarnir ekki í lagi. Sveitarstjóri segir það stóran bita fyrir lítið sveitarfélag að taka á móti tugum manna á einu bretti. 13. janúar 2023 12:00 Segir að samráð hefði mátt vera meira en flóttamennirnir verði áfram í Grindavík Flóttafólk, sem Vinnumálastofnun hefur komið fyrir á hótelinu Festi í Grindavík, verður þar áfram. Bæjarstjórn Grindavíkur gagnrýndi stofnunina fyrir að koma fólkinu þar fyrir í gær og deildi á um hvort stofnunin hafi haft heimild til að koma fólkinu þar fyrir. Forstjóri Vinnumálastofnunar fundaði með Bæjarráði í morgun og segir hann hafa verið farsælan. 13. janúar 2023 14:07 Vilja loka húsnæði sem hýsir hælisleitendur Vinnumálastofnun hefur hýst hælisleitendur í Grindavík þrátt fyrir mótmæli bæjaryfirvalda. Bæjarráð hefur beint því til skipulags- og byggingarfulltrúa að kanna hvort bærinn geti lokað húsnæðinu. 12. janúar 2023 19:30 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku Sjá meira
Íbúar á Laugarvatni uggandi að setja eigi hælisleitendur í heilsuspillandi húsnæði Vinnumálastofnun hyggst hýsa tugi hælisleitenda á heimavist Háskóla Íslands á Laugarvatni, þrátt fyrir að heilbrigðiseftirlitið hafi varað við að húsnæðið geti verið heilsuspillandi og brunavarnir ekki í lagi. Sveitarstjóri segir það stóran bita fyrir lítið sveitarfélag að taka á móti tugum manna á einu bretti. 13. janúar 2023 12:00
Segir að samráð hefði mátt vera meira en flóttamennirnir verði áfram í Grindavík Flóttafólk, sem Vinnumálastofnun hefur komið fyrir á hótelinu Festi í Grindavík, verður þar áfram. Bæjarstjórn Grindavíkur gagnrýndi stofnunina fyrir að koma fólkinu þar fyrir í gær og deildi á um hvort stofnunin hafi haft heimild til að koma fólkinu þar fyrir. Forstjóri Vinnumálastofnunar fundaði með Bæjarráði í morgun og segir hann hafa verið farsælan. 13. janúar 2023 14:07
Vilja loka húsnæði sem hýsir hælisleitendur Vinnumálastofnun hefur hýst hælisleitendur í Grindavík þrátt fyrir mótmæli bæjaryfirvalda. Bæjarráð hefur beint því til skipulags- og byggingarfulltrúa að kanna hvort bærinn geti lokað húsnæðinu. 12. janúar 2023 19:30