Enda Kúrekarnir feril Tom Brady í kvöld? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. janúar 2023 15:30 Tom Brady og félagar í Tampa Bay Buccaneers eru á heimavelli í kvöld. AP/Jed Jacobsohn Fyrsta umferð úrslitakeppni NFL-deildarinnar hófst á laugardaginn og lýkur í kvöld með leik Tampa Bay Buccaneers og Dallas Cowboys á Flórída. San Francisco 49ers, Jacksonville Jaguars, Buffalo Bills, New York Giants og Cincinnati Bengals tryggðu sér öll sæti í undanúrslitum deildanna með sigri í sínum leikjum. Það er því ljóst hvaða lið mætast um næstu helgi en sigurvegarinn úr leik Tampa Bay Buccaneers og Dallas Cowboys heimsækir San Francisco 49ers til Santa Clara í Kaliforníu. Aðrir leikir um næstu helgi verða Kansas City Chiefs-Jacksonville Jaguars, Philadelphia Eagles-New York Giants og Buffalo Bills-Cincinnati Bengals. Cincinnati Bengals liðið gat þakkað varnarmanninum Sam Hubbard fyrir 24-17 sigur á Baltimore Ravens. Ravens liðið tapaði boltanum á marklínunni í fjórða leikhlutanum í stöðunni 17-17 og Hubbard hljóp 98 jarda með boltann og skoraði snertimark. New York Giants vann sinn fyrsta sigur í úrslitakeppni í ellefu ár þegar liðið sótti sigur til Minnesota Vikings í Minneapolis. Giants liðið vann leikinn 31-24 þar sem hlauparinn Saquon Barkley fór 109 jarda með boltann og skoraði tvö snertimörk. Buffalo Bills vann 34-31 sigur í hörkuleik á móti Miami Dolphins þar sem Buffalo liðið komst í 17-0 en var bara 20-17 yfir í hálfleik. Miami liðið gafst aldrei upp þrátt fyrir að lenda mikið undir og spennan hélst allt til leiksloka. Jacksonville Jaguars átti aftur á móti sögulega endurkomu á móti Los Angeles Chargers. Jaguars tapaði fimm boltum í fyrri hálfleik og lenti 27-0 undir en náði ótrúlegum viðsnúningi og tryggði sér eins stigs sigur á vallarmarki í blálokin. San Francisco 49ers vann sannfærandi 41-23 sigur á Seattle Seahawks í fyrsta leik helgarinnar þar sem liðið náði meðal annars að skora 25 stig í röð. Nú er bara einn leikur eftir á fyrstu helgi úrslitakeppninnar og það gæti orðið sögulegur leikur. Eins og áður eru miklar vangaveltur um framtíð leikstjórnandans Tom Brady sem er auðvitað orðinn 45 ára gamall. Tampa Bay Buccaneers liðið hefur ekki litið allt of sannfærandi út á þessu tímabili og það er næstum því öruggt að Brady spilar ekki fleiri tímabil með liðinu. Kúrekarnir frá Dallas gætu því endað tímabilið og hugsanlega feril Tom Brady með sigri í kvöld. Brady gæti auðvitað samið við annað lið ef hann vill halda áfram að spila þrátt fyrir að vera kominn lang inn á fimmtugsaldurinn. Las Vegas Raiders hefur verið sérstaklega nefnt sem einn af möguleikunum fyrir hann en það kemur betur í ljós eftir tímabilið. Það er leikurinn í kvöld sem skiptir öllu máli fyrir þetta tímabil því tap þýðir snemmbúið sumarfrí. Dallas liðið hefur heldur ekki verið mjög sannfærandi og bæði liðin töpuðu illa í lokaleik sínum í deildinni. Það má heldur ekki líta fram hjá þeirri staðreynd að Brady er oftast bestur á stærsta sviðinu. Hvort sem að tímabilið eða ferillinn endar hjá Brady í kvöld eða ekki þá verður þetta mjög athyglisverður leikur. Hann er sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 og hefst útsendingin klukkan eitt eftir miðnætti. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur. NFL Mest lesið Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Fleiri fréttir Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Sjá meira
San Francisco 49ers, Jacksonville Jaguars, Buffalo Bills, New York Giants og Cincinnati Bengals tryggðu sér öll sæti í undanúrslitum deildanna með sigri í sínum leikjum. Það er því ljóst hvaða lið mætast um næstu helgi en sigurvegarinn úr leik Tampa Bay Buccaneers og Dallas Cowboys heimsækir San Francisco 49ers til Santa Clara í Kaliforníu. Aðrir leikir um næstu helgi verða Kansas City Chiefs-Jacksonville Jaguars, Philadelphia Eagles-New York Giants og Buffalo Bills-Cincinnati Bengals. Cincinnati Bengals liðið gat þakkað varnarmanninum Sam Hubbard fyrir 24-17 sigur á Baltimore Ravens. Ravens liðið tapaði boltanum á marklínunni í fjórða leikhlutanum í stöðunni 17-17 og Hubbard hljóp 98 jarda með boltann og skoraði snertimark. New York Giants vann sinn fyrsta sigur í úrslitakeppni í ellefu ár þegar liðið sótti sigur til Minnesota Vikings í Minneapolis. Giants liðið vann leikinn 31-24 þar sem hlauparinn Saquon Barkley fór 109 jarda með boltann og skoraði tvö snertimörk. Buffalo Bills vann 34-31 sigur í hörkuleik á móti Miami Dolphins þar sem Buffalo liðið komst í 17-0 en var bara 20-17 yfir í hálfleik. Miami liðið gafst aldrei upp þrátt fyrir að lenda mikið undir og spennan hélst allt til leiksloka. Jacksonville Jaguars átti aftur á móti sögulega endurkomu á móti Los Angeles Chargers. Jaguars tapaði fimm boltum í fyrri hálfleik og lenti 27-0 undir en náði ótrúlegum viðsnúningi og tryggði sér eins stigs sigur á vallarmarki í blálokin. San Francisco 49ers vann sannfærandi 41-23 sigur á Seattle Seahawks í fyrsta leik helgarinnar þar sem liðið náði meðal annars að skora 25 stig í röð. Nú er bara einn leikur eftir á fyrstu helgi úrslitakeppninnar og það gæti orðið sögulegur leikur. Eins og áður eru miklar vangaveltur um framtíð leikstjórnandans Tom Brady sem er auðvitað orðinn 45 ára gamall. Tampa Bay Buccaneers liðið hefur ekki litið allt of sannfærandi út á þessu tímabili og það er næstum því öruggt að Brady spilar ekki fleiri tímabil með liðinu. Kúrekarnir frá Dallas gætu því endað tímabilið og hugsanlega feril Tom Brady með sigri í kvöld. Brady gæti auðvitað samið við annað lið ef hann vill halda áfram að spila þrátt fyrir að vera kominn lang inn á fimmtugsaldurinn. Las Vegas Raiders hefur verið sérstaklega nefnt sem einn af möguleikunum fyrir hann en það kemur betur í ljós eftir tímabilið. Það er leikurinn í kvöld sem skiptir öllu máli fyrir þetta tímabil því tap þýðir snemmbúið sumarfrí. Dallas liðið hefur heldur ekki verið mjög sannfærandi og bæði liðin töpuðu illa í lokaleik sínum í deildinni. Það má heldur ekki líta fram hjá þeirri staðreynd að Brady er oftast bestur á stærsta sviðinu. Hvort sem að tímabilið eða ferillinn endar hjá Brady í kvöld eða ekki þá verður þetta mjög athyglisverður leikur. Hann er sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 og hefst útsendingin klukkan eitt eftir miðnætti. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL Mest lesið Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Fleiri fréttir Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Sjá meira