Klukkan játar sig sigraða eftir 86 ára þjónustu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. janúar 2023 11:58 Halldóra Briem var fyrsta rödd klukkunnar. Myndin er úr bókinni 100 ára saga Símans. Síminn hefur ákveðið að leggja klukkunni, sjálfvirkri þjónustu þar sem landsmenn gátu fengið að vita hvað klukkan væri. Eftir 86 ára þjónustu hefur klukkan hætta að svara í símann og játað sig sigraða gagnvart tæknibyltingunni. Þetta kemur fram á vef Símans. Þar segir að notkun á þjónustunni hafi minnkað mikið undanfarna áratugi og sé lítil sem engin í dag. Enda má finna fjölda tækja nærri hverju einasta heimili sem sýna eða segja hvað klukkan slær. Í upphafi var númerið hjá Fröken Klukku 03, síðar breyttist það í 04, enn síðar í 155 en undir það síðasta var númerið 511-0155. „Klukkan hefur hætt störfum eftir nærri 86 ára þjónustu. Við þökkum henni fyrir sitt framlag,“ er svarið þegar hringt er í 511-0155. Sannarlega tímamót. Saga klukkunnar nær aftur til ársins 1937 þegar Fröken Klukka til starfa. Halldóra Briem var fyrsta rödd klukkunnar. Hún var fyrst íslenskra kvenna til að nema arkitektúr. Halldóra þurfti að heimsækja höfuðstöðvar Ericsson í Svíþjóð og taka þar upp alls 90 mismunandi upptökur sem hægt var að spila í 8640 mismunandi útgáfum. Fyrstu árin virkaði Fröken Klukka aðeins í Reykjavík en þar var eina sjálfvirka símstöð landsins, Akureyringar voru næstir í röðinni en þar kom sjálfvirk símstöð þó ekki fyrr en árið 1950. Um fröken klukku var ort „Sú rödd er svo fögur, svo hugljúf og hrein, sem hljómar út um borgina frá Símans töfraklukku“. Árið 1963 var skipt um talvél og tók þá leikkonan Sigríður Hagalín við að segja Íslendingum hvað tímanum leið. Árið 1993 var kerfið svo aftur uppfært og Ingibjörg Björnsdóttir leikkona var þá rödd Fröken Klukku. Ákveðin tímamót urðu árið 2013 þegar að Fröken Klukka varð að Herra Klukku en leikarinn Ólafur Darri Ólafsson tók þá við keflinu. Ólafur Darri stóð vaktina þangað til nú þegar að klukkan sest í helgan stein og mun hætta að segja hvað tímanum líður. Tækni Fjarskipti Síminn Tímamót Klukkan á Íslandi Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Símans. Þar segir að notkun á þjónustunni hafi minnkað mikið undanfarna áratugi og sé lítil sem engin í dag. Enda má finna fjölda tækja nærri hverju einasta heimili sem sýna eða segja hvað klukkan slær. Í upphafi var númerið hjá Fröken Klukku 03, síðar breyttist það í 04, enn síðar í 155 en undir það síðasta var númerið 511-0155. „Klukkan hefur hætt störfum eftir nærri 86 ára þjónustu. Við þökkum henni fyrir sitt framlag,“ er svarið þegar hringt er í 511-0155. Sannarlega tímamót. Saga klukkunnar nær aftur til ársins 1937 þegar Fröken Klukka til starfa. Halldóra Briem var fyrsta rödd klukkunnar. Hún var fyrst íslenskra kvenna til að nema arkitektúr. Halldóra þurfti að heimsækja höfuðstöðvar Ericsson í Svíþjóð og taka þar upp alls 90 mismunandi upptökur sem hægt var að spila í 8640 mismunandi útgáfum. Fyrstu árin virkaði Fröken Klukka aðeins í Reykjavík en þar var eina sjálfvirka símstöð landsins, Akureyringar voru næstir í röðinni en þar kom sjálfvirk símstöð þó ekki fyrr en árið 1950. Um fröken klukku var ort „Sú rödd er svo fögur, svo hugljúf og hrein, sem hljómar út um borgina frá Símans töfraklukku“. Árið 1963 var skipt um talvél og tók þá leikkonan Sigríður Hagalín við að segja Íslendingum hvað tímanum leið. Árið 1993 var kerfið svo aftur uppfært og Ingibjörg Björnsdóttir leikkona var þá rödd Fröken Klukku. Ákveðin tímamót urðu árið 2013 þegar að Fröken Klukka varð að Herra Klukku en leikarinn Ólafur Darri Ólafsson tók þá við keflinu. Ólafur Darri stóð vaktina þangað til nú þegar að klukkan sest í helgan stein og mun hætta að segja hvað tímanum líður.
Tækni Fjarskipti Síminn Tímamót Klukkan á Íslandi Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels