Smitsjúkdómar færist í aukana með loftlagsbreytingum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 18. janúar 2023 21:00 Magnús Gottfreðsson smitsjúkdómalæknir var einn þeirra sem hélt erindi á Læknadögum í dag. Vísir/Ívar Smitsjúkdómalæknir segir það einungis tímaspursmál hvenær annar heimsfaraldur líkt og Covid kemur upp. Nýlegar rannsóknir bendi til þess að allflestir smitsjúkdómar muni færast í aukana samhliða loftslagsbreytingum. Þessa vikuna standa yfir Læknadagar í Hörpu þar sem að nýjustu tíðindi úr heimi læknavísindanna eru rædd. Á meðal þess sem farið var yfir í dag voru loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á sýkla og faraldra. „Loftslagsbreytingar kalla á ýmiskonar breytingar í lífríkinu. Röskun á vistkerfinu. Hrun ákveðinna tegunda. Mikla fólksflutninga. Meiri nálægð,“ segir Magnús Gottfreðsson smitsjúkdómalæknir. Þessar breytingar komi til með að hafa veruleg áhrif á smitsjúkdóma. „Nýlegar rannsóknir benda til þess að allflestir smitsjúkdómar muni færast í aukana eða um það bil fimmtíu og átta prósent af þeim sem að við þekkjum.“ Þá segir hann flesta á því að faraldur líkt og Covid muni endurtaka sig. „Við vitum bara að það er bara tímaspursmál hvenær það gerist. Flestir eru sammála um það að jafnvel þó að Covid hafi komið okkur svolítið að óvöru mörgum hverjum þá er næsta víst að það verður framhald. Við vitum ekki nákvæmlega með hvaða hætti það verður og það er auðvitað ekki algjörlega fyrirsjáanlegt en menn eru að reyna að spá í spilin og koma í veg fyrir það að þetta komi okkur jafnmikið á óvart og Covid gerði á sínum tíma.“ Þá segir Magnús vísindamenn á því að vaxandi sýklalyfjaónæmi sé ein mest aðsteðjandi ógn við tilvist mannkyns í dag. „Eitt af stóru vandamálunum hér er að það hefur ekki verið nógu gott samspil milli heilbrigðisþjónustunnar annars vegar og landbúnaðarframleiðslu hins vegar en um það bil 80% af allri sýklalyfjanotkun í heiminum á sér stað innan vébanda landbúnaðar og meðan það er þannig þá er mjög erfitt fyrir lækna að breyta sínum ávísunarvenjum. Það er bara svolítið eins og að pissa upp í vindinn og þess vegna er þörf á alheimsátaki við að draga úr þessu vandamáli.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Loftslagsmál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þórólfur leiðir starfshóp um sýklalyfjaónæmi Þórólfur Guðnason, fyrrverandi sóttvarnalæknir, hefur verið skipaður formaður starfshóps sem móta á framtíðarsýn um áætlun við að sporna gegn útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería. Hann hefur verið ráðinn tímabundið til heilbrigðisráðuneytisins til að leiða verkefni en það er unnið með matvælaráðuneyti og ráðuneyti umhverfis-, orku- og loftslagsmála. 24. nóvember 2022 15:30 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Þessa vikuna standa yfir Læknadagar í Hörpu þar sem að nýjustu tíðindi úr heimi læknavísindanna eru rædd. Á meðal þess sem farið var yfir í dag voru loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á sýkla og faraldra. „Loftslagsbreytingar kalla á ýmiskonar breytingar í lífríkinu. Röskun á vistkerfinu. Hrun ákveðinna tegunda. Mikla fólksflutninga. Meiri nálægð,“ segir Magnús Gottfreðsson smitsjúkdómalæknir. Þessar breytingar komi til með að hafa veruleg áhrif á smitsjúkdóma. „Nýlegar rannsóknir benda til þess að allflestir smitsjúkdómar muni færast í aukana eða um það bil fimmtíu og átta prósent af þeim sem að við þekkjum.“ Þá segir hann flesta á því að faraldur líkt og Covid muni endurtaka sig. „Við vitum bara að það er bara tímaspursmál hvenær það gerist. Flestir eru sammála um það að jafnvel þó að Covid hafi komið okkur svolítið að óvöru mörgum hverjum þá er næsta víst að það verður framhald. Við vitum ekki nákvæmlega með hvaða hætti það verður og það er auðvitað ekki algjörlega fyrirsjáanlegt en menn eru að reyna að spá í spilin og koma í veg fyrir það að þetta komi okkur jafnmikið á óvart og Covid gerði á sínum tíma.“ Þá segir Magnús vísindamenn á því að vaxandi sýklalyfjaónæmi sé ein mest aðsteðjandi ógn við tilvist mannkyns í dag. „Eitt af stóru vandamálunum hér er að það hefur ekki verið nógu gott samspil milli heilbrigðisþjónustunnar annars vegar og landbúnaðarframleiðslu hins vegar en um það bil 80% af allri sýklalyfjanotkun í heiminum á sér stað innan vébanda landbúnaðar og meðan það er þannig þá er mjög erfitt fyrir lækna að breyta sínum ávísunarvenjum. Það er bara svolítið eins og að pissa upp í vindinn og þess vegna er þörf á alheimsátaki við að draga úr þessu vandamáli.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Loftslagsmál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þórólfur leiðir starfshóp um sýklalyfjaónæmi Þórólfur Guðnason, fyrrverandi sóttvarnalæknir, hefur verið skipaður formaður starfshóps sem móta á framtíðarsýn um áætlun við að sporna gegn útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería. Hann hefur verið ráðinn tímabundið til heilbrigðisráðuneytisins til að leiða verkefni en það er unnið með matvælaráðuneyti og ráðuneyti umhverfis-, orku- og loftslagsmála. 24. nóvember 2022 15:30 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Þórólfur leiðir starfshóp um sýklalyfjaónæmi Þórólfur Guðnason, fyrrverandi sóttvarnalæknir, hefur verið skipaður formaður starfshóps sem móta á framtíðarsýn um áætlun við að sporna gegn útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería. Hann hefur verið ráðinn tímabundið til heilbrigðisráðuneytisins til að leiða verkefni en það er unnið með matvælaráðuneyti og ráðuneyti umhverfis-, orku- og loftslagsmála. 24. nóvember 2022 15:30