Hafnarfjörður, fremstir í rafvæðingu Guðmundur Fylkisson skrifar 19. janúar 2023 07:30 Fyrsta vatnsaflsvirkjun á Íslandi var Reykdalsvirkjun í Hafnarfirði, árið 1904, og stigu Hafnfirðingar þá fyrsta skrefið í rafvæðingunni. Núna undanfarið hefur verið nokkur umræða, um mikla fjölgun skemmtiferðaskipa og mengun þeim fylgjandi. Umræðan hefur einhvern veginn verið þannig að enginn sé að gera neitt eða hafi gert neitt og hefur það meðal annars mátt skiljast á orðum ráðherra málaflokks orku og loftslagsmála, Guðlaugi Þór. Í dag eru líklega aðeins 3 hafnir sem bjóða upp á háspennutengingu skipa. Landeyjarhöfn fyrir Herjólf. Hafnarfjarðarhöfn fyrir togara og skemmtiferðaskip og síðan hefur Síldarvinnslan á Neskaupstað komi upp tengingu fyrir uppsjávarskip á Neskaupstað. Í aðgerðaráætlun stjórnvalda frá 2020 í loftslagsmálum er gert ráð fyrir að fyrir árið 2025 eigi að vera búið að tryggja aðgengi að raftengingu til að fullnægja raforkuþörf til allrar almennrar starfsemi skipa í höfnum. Allar hafnir bjóða upp á landtengingu með 230 v og eða 400V spennu fyrir heimaflota, fiskiskip og báta skv. svari innviðaráðuneytis til blaðamanns MBL sl.vor. Ekki sé í boði öflugri tenging fyrir t.d. uppsjávarskip sem þurfi talsverða orku t.d. við löndum. Erlendir togarar séu almennt ekki tengdir vegna annarrar spennu rafmagns. Vöruflutningaskip séu almennt ekki með landtengingu þar sem ekki sé nægjanlega öflugar tengingar fyrir þá. Þann 15. Júní 2022, 118 árum eftir að Reykdalsvirkjun var gangsett, var fyrsta skemmtiferðaskipið landtengt við rafmagn í Hafnarfjarðarhöfn og hefur höfnin fjárfest í búnaði til að tengja skip með mismunandi spennu og orkuþörf og því hægt að landtengja öflugustu frystitogara og flutningaskip, auk meðalstórra farþegaskipa. Árlega koma um 30 farþegaskip, þó ekki mjög stór, til Hafnarfjarðarhafnar og fjölgar þeim hægt en örugglega og þá meðal annars vegna þessarar aðstöðu. Síðan er frystitogarinn Baldvin Njálsson GK með ,,heimahöfn“ í Hafnarfirði og nýtir hann þetta. Grænlendingar eru að láta smíða nýja togara og hafa þeir komið og kynnt sér möguleikana hjá okkur. Árlega koma 50-60 togarar og landa í Hafnarfirði. Landtengingin er ekki bara umhverfisvæn heldur er hún útgerðunum hagkvæm og er mun ódýrar að kaupa rafmagn en keyra vélar á olíu á meðan dvöl við höfn stendur. Á þetta einnig við með frystiskip sem þurfa að keyra frystibúnað skipana og svo löndunarbúnað. Til að tengja betur saman Reykdalsvirkjun og svo rafvæðingu Hafnarfjarðarhafnar þá er rétt að geta þess að formaður hafnarstjórnar Hafnarfjarðarhafnar er afkomandi Jóhannesar J. Reykdals, sem kom Reykdalsvirkjun fyrir í Hamarskotslæknum í Hafnarfirði. Það er síðan efni í meiri skrif þegar kemur að fjármögnun á svona verkefni og síðan gjaldtöku. Höfundur er nefndarmaður í hafnarstjórn Hafnarfjarðarhafnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Fylkisson Hafnarmál Hafnarfjörður Vatnsaflsvirkjanir Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrsta vatnsaflsvirkjun á Íslandi var Reykdalsvirkjun í Hafnarfirði, árið 1904, og stigu Hafnfirðingar þá fyrsta skrefið í rafvæðingunni. Núna undanfarið hefur verið nokkur umræða, um mikla fjölgun skemmtiferðaskipa og mengun þeim fylgjandi. Umræðan hefur einhvern veginn verið þannig að enginn sé að gera neitt eða hafi gert neitt og hefur það meðal annars mátt skiljast á orðum ráðherra málaflokks orku og loftslagsmála, Guðlaugi Þór. Í dag eru líklega aðeins 3 hafnir sem bjóða upp á háspennutengingu skipa. Landeyjarhöfn fyrir Herjólf. Hafnarfjarðarhöfn fyrir togara og skemmtiferðaskip og síðan hefur Síldarvinnslan á Neskaupstað komi upp tengingu fyrir uppsjávarskip á Neskaupstað. Í aðgerðaráætlun stjórnvalda frá 2020 í loftslagsmálum er gert ráð fyrir að fyrir árið 2025 eigi að vera búið að tryggja aðgengi að raftengingu til að fullnægja raforkuþörf til allrar almennrar starfsemi skipa í höfnum. Allar hafnir bjóða upp á landtengingu með 230 v og eða 400V spennu fyrir heimaflota, fiskiskip og báta skv. svari innviðaráðuneytis til blaðamanns MBL sl.vor. Ekki sé í boði öflugri tenging fyrir t.d. uppsjávarskip sem þurfi talsverða orku t.d. við löndum. Erlendir togarar séu almennt ekki tengdir vegna annarrar spennu rafmagns. Vöruflutningaskip séu almennt ekki með landtengingu þar sem ekki sé nægjanlega öflugar tengingar fyrir þá. Þann 15. Júní 2022, 118 árum eftir að Reykdalsvirkjun var gangsett, var fyrsta skemmtiferðaskipið landtengt við rafmagn í Hafnarfjarðarhöfn og hefur höfnin fjárfest í búnaði til að tengja skip með mismunandi spennu og orkuþörf og því hægt að landtengja öflugustu frystitogara og flutningaskip, auk meðalstórra farþegaskipa. Árlega koma um 30 farþegaskip, þó ekki mjög stór, til Hafnarfjarðarhafnar og fjölgar þeim hægt en örugglega og þá meðal annars vegna þessarar aðstöðu. Síðan er frystitogarinn Baldvin Njálsson GK með ,,heimahöfn“ í Hafnarfirði og nýtir hann þetta. Grænlendingar eru að láta smíða nýja togara og hafa þeir komið og kynnt sér möguleikana hjá okkur. Árlega koma 50-60 togarar og landa í Hafnarfirði. Landtengingin er ekki bara umhverfisvæn heldur er hún útgerðunum hagkvæm og er mun ódýrar að kaupa rafmagn en keyra vélar á olíu á meðan dvöl við höfn stendur. Á þetta einnig við með frystiskip sem þurfa að keyra frystibúnað skipana og svo löndunarbúnað. Til að tengja betur saman Reykdalsvirkjun og svo rafvæðingu Hafnarfjarðarhafnar þá er rétt að geta þess að formaður hafnarstjórnar Hafnarfjarðarhafnar er afkomandi Jóhannesar J. Reykdals, sem kom Reykdalsvirkjun fyrir í Hamarskotslæknum í Hafnarfirði. Það er síðan efni í meiri skrif þegar kemur að fjármögnun á svona verkefni og síðan gjaldtöku. Höfundur er nefndarmaður í hafnarstjórn Hafnarfjarðarhafnar.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar