Endurreisn foreldrastarfs í þágu farsældar barna Alma Björk Ástþórsdóttir og Þorvar Hafsteinsson skrifa 19. janúar 2023 19:01 Virkni foreldra og foreldrastarf í skólum landsins hefur átt undir högg að sækja um allt land. Þessi bagalega þróun er mikið áhyggjuefni fyrir okkur öll sem látum okkur skólastarf og vellíðan skólabarna varða. Við foreldrar leikum lykilhlutverk í farsæld barna og verðum að láta okkur málið varða og vera tilbúin að leggja okkar af mörkum til þess að börnum landsins farnist sem best. Þessa óheilla þróun má að miklu leiti rekja til heimsfaraldursins og þeirra áhrifa sem einangrun og samkomutakmarkanir skilja eftir sig. Áhrifin má greina víða, en erfið staða foreldrafélaga og lítil virkni foreldra er nokkuð sem við getum snúið til betri vegar. Við foreldrar viljum að starfsumhverfi barnanna okkar og þeirra sem að starfi barnanna okkar koma sé með besta móti öllum stundum. Þar leikum við foreldrar lykilhlutverk. Það hlýtur að vera áhyggjuefni, ef sú menning nær að skjóta rótum að hver og einn hugsi bara um sig, en samvinna og samhugur láti undan víkja. Öll börn þurfa aðhald, ramma og jákvæðan stuðning frá sínu nærumhverfi, frá foreldrum, skóla, vinum og öðrum sem að koma. Farsæld barna er samvinnuverkefni og foreldrar standa þar í brúnni sem lykilaðili í góðu samstarfi fjölmarga aðila, sem láta sig málið varða. Það þarf þorp til að ala upp barn, þannig ættum við að hugsa og með það hugafar eigum við að mæta áskorununum. Víðsvegar má greina gjá í samskiptum og samvinnu milli foreldra og skóla og á það við um öll skólastig en birtist hvað sterkast á grunnskólastigi. Engum einum er hér um að kenna, en öll verðum við að leggjast á eitt til að færa þessi mál til betri vegar. Við hjá Heimili og skóla höfum undanfarna mánuði farið víða um land og átt gott samtal við foreldra, kennara og skólastjórnendur. Í því samtali voru flestir á því að foreldrastarf stendur meira og minna á brauðfótum, en það jákvæða er – að allir eru tilbúnir leggja sitt af mörkum til að endurreisa foreldrastarfið og í sameiningu stuðla að bættum skólabrag. Samkvæmt rannsóknum þá hefur virkni foreldra jákvæð áhrif á skólabrag, líðan barna, geðrækt, árangur og ekki síður hefur góð samvinna foreldra og skóla jákvæð áhrif á líðan starfsfólks. Jákvætt samstarf heimila og skóla leiðir af sér heilbrigðara samfélag, eflir farsæld allra í umhverfi barns. Foreldrar eru tengiliður barns við skólann á öllum skólastigum , leik- grunn- og framhaldsskólastigs. Virkir foreldrar, betra samfélag. Allt byrjar þetta og endar heima hjá okkur. Heimili og skóli – landssamtök foreldra gekk frá á dögunum sérstökum viðauka við fyrri samning við mennta- og barnamálaráðuneytið er varðar endurreisn foreldrastarfs í þágu farsældar barna. Meginmarkmið þessa viðauka er að: a. Stuðla að endurreisn og eflingu foreldrastarfs um allt land á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi með því að virkja foreldra, veita þeim stuðning og ráðgjöf og gefa þeim hlutverk og verkfæri til vera virkir þátttakendur í öflugu samstarfi við skóla, aðra foreldra og sveitarfélögin. b. Fjármagna fræðslu- og samráðsverkefni í víðtæku samstarfi helstu hagaðila. c. Stuðla að virku og víðtæku samtali við foreldra þar sem áhersla verður lögð á að mæta öllum foreldrum óháð kynþætti, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu. Samhliða því verður leitað leiða til að styðja sérstaklega við foreldra af erlendum uppruna, foreldra barna með annað móðurmál en íslensku og foreldra barna í viðkvæmri stöðu. d. Styðja við innleiðingu laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, nr. 86/2021. e. Efla til mikilla muna símaráðgjöf Heimili og skóla til foreldra með lengri opnun sem og að gera hana sýnilegri fyrir foreldra. Við hjá Heimili og skóla erum virkilega stolt og þakklát fyrir það traust sem okkur er sýnt. Við munum sinna þessu verkefni af krafti og með þá trú að sameiginlega getum við látið gott af okkur leiða hvort sem við erum foreldrar, starfsfólk skóla eða aðrir sem koma að farsæld barna, virkir foreldrar og öflugt foreldrastarf er lykillinn. Nánari fréttir af starfi og þjónustu Heimilis og skóla má finna á heimasíðu okkar, fréttaveitunni okkar og á hlaðvarpi Heimilis og skóla “Heimili og skóli og Saft”. Höfundar greinar eru: Þorvar Hafsteinsson formaður Heimili og skóla – landssamtaka foreldra Alma Björk Ástþórsdóttir varaformaður Heimili og skóla – landssamtaka foreldra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma Björk Ástþórsdóttir Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Virkni foreldra og foreldrastarf í skólum landsins hefur átt undir högg að sækja um allt land. Þessi bagalega þróun er mikið áhyggjuefni fyrir okkur öll sem látum okkur skólastarf og vellíðan skólabarna varða. Við foreldrar leikum lykilhlutverk í farsæld barna og verðum að láta okkur málið varða og vera tilbúin að leggja okkar af mörkum til þess að börnum landsins farnist sem best. Þessa óheilla þróun má að miklu leiti rekja til heimsfaraldursins og þeirra áhrifa sem einangrun og samkomutakmarkanir skilja eftir sig. Áhrifin má greina víða, en erfið staða foreldrafélaga og lítil virkni foreldra er nokkuð sem við getum snúið til betri vegar. Við foreldrar viljum að starfsumhverfi barnanna okkar og þeirra sem að starfi barnanna okkar koma sé með besta móti öllum stundum. Þar leikum við foreldrar lykilhlutverk. Það hlýtur að vera áhyggjuefni, ef sú menning nær að skjóta rótum að hver og einn hugsi bara um sig, en samvinna og samhugur láti undan víkja. Öll börn þurfa aðhald, ramma og jákvæðan stuðning frá sínu nærumhverfi, frá foreldrum, skóla, vinum og öðrum sem að koma. Farsæld barna er samvinnuverkefni og foreldrar standa þar í brúnni sem lykilaðili í góðu samstarfi fjölmarga aðila, sem láta sig málið varða. Það þarf þorp til að ala upp barn, þannig ættum við að hugsa og með það hugafar eigum við að mæta áskorununum. Víðsvegar má greina gjá í samskiptum og samvinnu milli foreldra og skóla og á það við um öll skólastig en birtist hvað sterkast á grunnskólastigi. Engum einum er hér um að kenna, en öll verðum við að leggjast á eitt til að færa þessi mál til betri vegar. Við hjá Heimili og skóla höfum undanfarna mánuði farið víða um land og átt gott samtal við foreldra, kennara og skólastjórnendur. Í því samtali voru flestir á því að foreldrastarf stendur meira og minna á brauðfótum, en það jákvæða er – að allir eru tilbúnir leggja sitt af mörkum til að endurreisa foreldrastarfið og í sameiningu stuðla að bættum skólabrag. Samkvæmt rannsóknum þá hefur virkni foreldra jákvæð áhrif á skólabrag, líðan barna, geðrækt, árangur og ekki síður hefur góð samvinna foreldra og skóla jákvæð áhrif á líðan starfsfólks. Jákvætt samstarf heimila og skóla leiðir af sér heilbrigðara samfélag, eflir farsæld allra í umhverfi barns. Foreldrar eru tengiliður barns við skólann á öllum skólastigum , leik- grunn- og framhaldsskólastigs. Virkir foreldrar, betra samfélag. Allt byrjar þetta og endar heima hjá okkur. Heimili og skóli – landssamtök foreldra gekk frá á dögunum sérstökum viðauka við fyrri samning við mennta- og barnamálaráðuneytið er varðar endurreisn foreldrastarfs í þágu farsældar barna. Meginmarkmið þessa viðauka er að: a. Stuðla að endurreisn og eflingu foreldrastarfs um allt land á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi með því að virkja foreldra, veita þeim stuðning og ráðgjöf og gefa þeim hlutverk og verkfæri til vera virkir þátttakendur í öflugu samstarfi við skóla, aðra foreldra og sveitarfélögin. b. Fjármagna fræðslu- og samráðsverkefni í víðtæku samstarfi helstu hagaðila. c. Stuðla að virku og víðtæku samtali við foreldra þar sem áhersla verður lögð á að mæta öllum foreldrum óháð kynþætti, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu. Samhliða því verður leitað leiða til að styðja sérstaklega við foreldra af erlendum uppruna, foreldra barna með annað móðurmál en íslensku og foreldra barna í viðkvæmri stöðu. d. Styðja við innleiðingu laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, nr. 86/2021. e. Efla til mikilla muna símaráðgjöf Heimili og skóla til foreldra með lengri opnun sem og að gera hana sýnilegri fyrir foreldra. Við hjá Heimili og skóla erum virkilega stolt og þakklát fyrir það traust sem okkur er sýnt. Við munum sinna þessu verkefni af krafti og með þá trú að sameiginlega getum við látið gott af okkur leiða hvort sem við erum foreldrar, starfsfólk skóla eða aðrir sem koma að farsæld barna, virkir foreldrar og öflugt foreldrastarf er lykillinn. Nánari fréttir af starfi og þjónustu Heimilis og skóla má finna á heimasíðu okkar, fréttaveitunni okkar og á hlaðvarpi Heimilis og skóla “Heimili og skóli og Saft”. Höfundar greinar eru: Þorvar Hafsteinsson formaður Heimili og skóla – landssamtaka foreldra Alma Björk Ástþórsdóttir varaformaður Heimili og skóla – landssamtaka foreldra
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar