Dæmi um að sjúklingar hóti starfsfólki með fjölmiðlaumfjöllun Bjarki Sigurðsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 19. janúar 2023 20:01 Steinunn Þórðardóttir er formaður Læknafélags Íslands. Vísir/Arnar Til eru dæmi um að sjúklingar hóti heilbrigðisstarfsfólki með fjölmiðlaumfjöllun geri það ekki það sem sjúklingurinn biður um. Formaður Læknafélags Íslands segir þannig mál vera að færast í aukana og að þetta sé mjög ógnvekjandi fyrir starfsfólk innan geirans. Í gær var greint frá því að Skúli Tómas Gunnlaugsson læknir væri kominn aftur til starfa hjá Landspítalanum eftir að hafa verið í leyfi á meðan lögreglan rannsakaði mögulega ótímabær andlát sjúklinga í hans umsjá á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS). Aðstandandi konu sem er í hópi þeirra sem létust í umsjá Skúla ræddi í morgun við Bítið á Bylgjunni um að það væri vanvirðing við fjölskyldur þeirra látnu, starfsfólk spítalans og sjúklinga á spítalanum að hann væri kominn aftur til starfa. Eftir það viðtal skrifaði Skúli sjálfur færslu á Facebook þar sem hann fagnaði því að rannsókn lögreglu væri að ljúka. Þar sagði hann að samkvæmt niðurstöðum dómkvaddra matsmanna hafi sjúklingarnir allir látist af náttúrulegum orsökum. „Þeir sem setið hafa undir ósanngjarnri, einhliða og villandi fjölmiðlaumfjöllun vita hversu erfið raun það er. Það á ekki síst við um heilbrigðisstarfsfólk, sem er í mjög veikri stöðu ef bornar eru á það sakir. Að geta ekki svarað fyrir rangindi og þurfa að sitja undir einhliða málflutningi er oft á tíðum óbærilegt og ég fullyrði að fátt ógnar starfsöryggi þeirra meira en þetta. Öryggi starfsmanna og sjúklinga fer nefnilega saman,“ skrifaði Skúli. Læknafélag Íslands sagðist í svari við fyrirspurn fréttastofu í nóvember 2021 styðja Skúla í málinu, eins og félaginu bæri að gera í málum félagsmanna. Óvissa sem fylgi langri málsmeðferð sé bagaleg fyrir alla. Formaður læknafélagsins, Steinunn Þórðardóttir, sem tók við formennsku eftir að yfirlýsingin var send á sínum tíma, vildi ekki tjá sig efnislega um mál Skúla í kvöldfréttum Stöðvar 2 en tók undir áðurnefnda gagnrýni á hina löngu málsmeðferð. Klippa: Sonur konu sem lést í umsjá læknis blöskrar að hann fái að starfi áfram „Við höfum kallað eftir því að það verði stofnuð sérstök rannsóknarnefnd alvarlegra atvika til að tryggja hraða og faglega afgreiðslu svona mála þar sem það er mjög þungbært fyrir alla sem að þeim koma, ekki hvað síst þá sem verða fyrir atvikunum og aðstandendum þeirra ef að rannsókn svona mala og niðurstaða dragast á langinn,“ segir Steinunn. Þá segir Steinunn ljóst að starfsfólk heilbrigðiskerfisins óttist óvægna umfjöllun áður en mál séu leidd til lykta, nafn- og myndbirtingar. Og hún þekkir dæmi þess að fólk hafi flutt sig frá starfsstöðvum þar sem álag er meira, af ótta við að eiga aðild að alvarlegum tilvikum. „En síðan veit ég til þess líka að það er farið að bera á því að sjúklingar hóta heilbrigðisstarfsfólki með fjölmiðlaumfjöllun vitandi að við erum bundin þagnarskyldu og getum ekki tjáð okkur. Þá ef þú gerir ekki A, B og C þá fer ég í fjölmiðla. Þetta er svolítið vaxandi vandamál og þetta er ótrúlega ógnvekjandi fyrir okkur og óþægilegt,“ segir Steinunn. Heilbrigðismál Læknamistök á HSS Landspítalinn Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Í gær var greint frá því að Skúli Tómas Gunnlaugsson læknir væri kominn aftur til starfa hjá Landspítalanum eftir að hafa verið í leyfi á meðan lögreglan rannsakaði mögulega ótímabær andlát sjúklinga í hans umsjá á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS). Aðstandandi konu sem er í hópi þeirra sem létust í umsjá Skúla ræddi í morgun við Bítið á Bylgjunni um að það væri vanvirðing við fjölskyldur þeirra látnu, starfsfólk spítalans og sjúklinga á spítalanum að hann væri kominn aftur til starfa. Eftir það viðtal skrifaði Skúli sjálfur færslu á Facebook þar sem hann fagnaði því að rannsókn lögreglu væri að ljúka. Þar sagði hann að samkvæmt niðurstöðum dómkvaddra matsmanna hafi sjúklingarnir allir látist af náttúrulegum orsökum. „Þeir sem setið hafa undir ósanngjarnri, einhliða og villandi fjölmiðlaumfjöllun vita hversu erfið raun það er. Það á ekki síst við um heilbrigðisstarfsfólk, sem er í mjög veikri stöðu ef bornar eru á það sakir. Að geta ekki svarað fyrir rangindi og þurfa að sitja undir einhliða málflutningi er oft á tíðum óbærilegt og ég fullyrði að fátt ógnar starfsöryggi þeirra meira en þetta. Öryggi starfsmanna og sjúklinga fer nefnilega saman,“ skrifaði Skúli. Læknafélag Íslands sagðist í svari við fyrirspurn fréttastofu í nóvember 2021 styðja Skúla í málinu, eins og félaginu bæri að gera í málum félagsmanna. Óvissa sem fylgi langri málsmeðferð sé bagaleg fyrir alla. Formaður læknafélagsins, Steinunn Þórðardóttir, sem tók við formennsku eftir að yfirlýsingin var send á sínum tíma, vildi ekki tjá sig efnislega um mál Skúla í kvöldfréttum Stöðvar 2 en tók undir áðurnefnda gagnrýni á hina löngu málsmeðferð. Klippa: Sonur konu sem lést í umsjá læknis blöskrar að hann fái að starfi áfram „Við höfum kallað eftir því að það verði stofnuð sérstök rannsóknarnefnd alvarlegra atvika til að tryggja hraða og faglega afgreiðslu svona mála þar sem það er mjög þungbært fyrir alla sem að þeim koma, ekki hvað síst þá sem verða fyrir atvikunum og aðstandendum þeirra ef að rannsókn svona mala og niðurstaða dragast á langinn,“ segir Steinunn. Þá segir Steinunn ljóst að starfsfólk heilbrigðiskerfisins óttist óvægna umfjöllun áður en mál séu leidd til lykta, nafn- og myndbirtingar. Og hún þekkir dæmi þess að fólk hafi flutt sig frá starfsstöðvum þar sem álag er meira, af ótta við að eiga aðild að alvarlegum tilvikum. „En síðan veit ég til þess líka að það er farið að bera á því að sjúklingar hóta heilbrigðisstarfsfólki með fjölmiðlaumfjöllun vitandi að við erum bundin þagnarskyldu og getum ekki tjáð okkur. Þá ef þú gerir ekki A, B og C þá fer ég í fjölmiðla. Þetta er svolítið vaxandi vandamál og þetta er ótrúlega ógnvekjandi fyrir okkur og óþægilegt,“ segir Steinunn.
Heilbrigðismál Læknamistök á HSS Landspítalinn Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira