Skaut tíu til bana og gengur enn laus Samúel Karl Ólason skrifar 22. janúar 2023 13:04 Árásarmaðurinn gengur enn laus eftir að hafa myrt tíu og sært tíu til viðbótar. AP/Jae C. Hong Maður skaut minnst tíu til bana og særði tíu til viðbótar í bæ skammt frá Los Angeles í Bandaríkjunum í nótt. Umfangsmikil hátíð stóð yfir í bænum Monterey Park vegna nýs tunglárs og voru tugir þúsunda manna í bænum. Lögreglan segir mann hafa farið inn á skemmtistað og hafið þar skothríð á fólk úr hálfsjálfvirkri byssu. Hann gengur enn laus og stendur umfangsmikil lögregluaðgerð yfir. Lögreglan varðist lengi allra frétta af skotárásinni og hefur enn ekki gefið miklar upplýsingar um hana. Lítið sem ekkert er vitað um árásarmanninn, samkvæmt frétt LA Times, annað en það að hann er karlkyns og gengur enn laus. Tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir og er ekki búið að opinbera neins konar lýsingu á honum. Maður sem rekur veitingastað á móti skemmtistaðnum þar sem árásin var framin sagði blaðamönnum LA Times að fólk hefði komið hlaupandi þar inn og sagst hafa séð mann vopnaðan hálf sjálfvirkan riffil og með mikið af skotfærum. Maðurinn er sagður hafa skotið á fólk af handahófi. Skotárásir sem þessar eru tiltölulega algengar í Bandaríkjunum. AP fréttaveitan segir þetta sé fimmta skotárásin í Bandaríkjunum í þessum mánuði þar sem nokkrir eru skotnir. Þá sé þetta mannskæðasta árás Bandaríkjanna frá því 21 var skotinn til bana í grunnskóla í Uvalde í Texas í maí. #BREAKING - MASS SHOOTING leaves 10+ DEAD at Lunar New Year Festival in Monterey Park. For licensing or media inquiries please contact: NewsDesk@TrafficNewsLA.com pic.twitter.com/YANjWw3FoZ— Traffic News Los Angeles | TNLA (@TrafficNewsLA) January 22, 2023 Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sjá meira
Lögreglan segir mann hafa farið inn á skemmtistað og hafið þar skothríð á fólk úr hálfsjálfvirkri byssu. Hann gengur enn laus og stendur umfangsmikil lögregluaðgerð yfir. Lögreglan varðist lengi allra frétta af skotárásinni og hefur enn ekki gefið miklar upplýsingar um hana. Lítið sem ekkert er vitað um árásarmanninn, samkvæmt frétt LA Times, annað en það að hann er karlkyns og gengur enn laus. Tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir og er ekki búið að opinbera neins konar lýsingu á honum. Maður sem rekur veitingastað á móti skemmtistaðnum þar sem árásin var framin sagði blaðamönnum LA Times að fólk hefði komið hlaupandi þar inn og sagst hafa séð mann vopnaðan hálf sjálfvirkan riffil og með mikið af skotfærum. Maðurinn er sagður hafa skotið á fólk af handahófi. Skotárásir sem þessar eru tiltölulega algengar í Bandaríkjunum. AP fréttaveitan segir þetta sé fimmta skotárásin í Bandaríkjunum í þessum mánuði þar sem nokkrir eru skotnir. Þá sé þetta mannskæðasta árás Bandaríkjanna frá því 21 var skotinn til bana í grunnskóla í Uvalde í Texas í maí. #BREAKING - MASS SHOOTING leaves 10+ DEAD at Lunar New Year Festival in Monterey Park. For licensing or media inquiries please contact: NewsDesk@TrafficNewsLA.com pic.twitter.com/YANjWw3FoZ— Traffic News Los Angeles | TNLA (@TrafficNewsLA) January 22, 2023
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sjá meira