Kennarar kveikja í nemendum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar 23. janúar 2023 11:31 Umræða um meinta pólitíska innrætingu í framhaldsskólum hefur fengið mikið rými í fjölmiðlum undanfarið og hafa ýmsir fengið að dylgja linnulítið um misnotkun kennara á aðstöðu sinni gagnvart nemendum. Gjarnan er stuðst við tvær samhengislausar glærur tveggja kennara og sögusagnir úr eigin bergmálsklefum um að kennarar telji sig hafa ótakmarkað frelsi til að innprenta nemendum hinar og þessar ranghugmyndir, til að mynda um loftslagsmál, málefni kynjanna og stjórnmál. Ítrekað er talað um að foreldrar hafi sífellt meiri áhyggjur af því sem kennt er í skólum og nota menn alltaf tækifærið til þess að hvetja foreldra til þess að lesa yfir kennslubækurnar og hafa eftirlit með því hvað sé verið að uppfræða börnin um. Í hverju viðtalinu á fætur öðru eru kennarar sakaðir um „ógeðfelldan áróður“, „falskennslu“ og „óhugnanlega afbökun“. Gjarnan er í þessum málflutningi dregin upp stórkostlega bjöguð mynd af hlutverki kennara og sambandi þeirra við nemendur. Litið er svo á að kennarar, eða „uppfræðarar“ eins og þeir eru gjarnan kallaðir, hafi eitthvert alvald yfir nemendum sem séu ómótuð og móttækileg ílát fræðslunnar sem hellt er ofan í þau í kennslustundum. Nemendur geti á engan hátt gert greinarmun á uppfræðaranum og áróðursmeistaranum sem sé í lófa lagið að innræta nemendum sínar eigin pólitísku skoðanir sem dulbúinn „lið í kennslu um staðreyndir“. Það getur vel verið að þetta sé enn ein skammdegisumræðan sem gufar upp með hækkandi sól en nú er einfaldlega ekki hægt að sitja lengur undir þessari aðför að starfsheiðri kennarastéttarinnar og markvissum tilraunum til þess að draga út trausti almennings til kennara og skólastarfs almennt. Ítrekað er að því ýjað að það sé jafnvel nauðsynlegt að rannsaka allt kennsluefni, áminna verði kennara sem verða uppvísir að vafasamri framsetningu efnis, foreldrar skuli aldeilis fylgjast vel með og auk þess er þess vænst að kennarar landsins hugsi nú sín mál og vandi sig betur. Þessi sýn á skólastarf gæti ekki verið fjær raunveruleikanum. Kennarar eru fagmenn fram í fingurgóma þótt þeir geri að sjálfsögðu mistök eins og aðrir. Gerðar eru ríkar hæfnikröfur til kennara í lögum og reglugerðum og bæði fer fram innra og ytra eftirlit með því starfi sem á sér stað í kennslu. Kennarar vinna eftir siðareglum, sem síðast voru uppfærðar á KÍ-þingi nú í nóvember, og uppfæra eigin þekkingu og færni með markvissum hætti. Kennsla er stöðugt samtal við nemendur með það að markmiði m.a. að „efla siðferðisvitund, ábyrgðarkennd, víðsýni, frumkvæði, sjálfstraust og umburðarlyndi nemenda, þjálfa þá í öguðum og sjálfstæðum vinnubrögðum, jafnrétti og gagnrýninni hugsun, kenna þeim að njóta menningarlegra verðmæta og hvetja til þekkingarleitar“, eins og segir í Aðalnámskrá framhaldsskóla. Við upphaf hverrar annar fá kennarar nýjan nemendahóp og er verkefnið fyrst og fremst að kveikja neista í hugum nemenda. Það er gjarnan gert með því að tengja námsefnið við reynsluheim nemenda en einnig að fá nemendur til að hugsa um efnið frá ýmsum hliðum. Markmiðið er að ná nemendum á þann stað að þeir treysti sér til þess að spyrja spurninga, rökræða, æfa sig á hugmyndum, styðja þær og hafna. Þá er lykilatriði að skólastofan sé öruggur vettvangur á þann hátt að öllum leyfist að mistakast, setja fram ögrandi sjónarmið, tjá sig af tilfinningahita, reiðast, orða hugsanir en sé um leið skylt að hlusta með eyrum og augum á aðra, sættast, virða sjónarmið, endurskoða eigin afstöðu eða halda henni betur fram. Það er mikil list að byggja nemendahópinn sinn þannig upp að þetta gangi upp. Til þess þarf tíma og takmarkalítið þolgæði kennara því stundum er eins og allt vinni gegn manni. En þegar kennarar finna að þeim er treyst geta þeir allt. Ef eitthvað einkennir kennarastéttina í heild er það hollustan við nemendur og að helga sig því verkefni að kveikja í nemendum. Kennslan í gegnum kórónufaraldurinn allan sannaði þetta rækilega. Þá lagði allt samfélagið traust sitt á kennara og skólasamfélagið sem stóð svo sannarlega undir því. Það er því sorglegt í meira lagi að fólk, sem sækist eftir pólitískum áhrifum, skuli nú fara fram með alvarlegum ásökunum gegn kennarastéttinni og vinna markvisst að því að grafa undan trausti samfélagsins til hennar. Ég vona að félagsgreinakennarar í landinu fari almennt vel yfir hugtökin popúlisma og lýðskrum með nemendum. Það er einmitt líklegt að nemendur rækjust á nýleg dæmi um slíkt við fyrstu leit. Nemendur eru nefnilega mjög glúrnir og láta illa blekkjast af áróðursmeisturum. Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Umræða um meinta pólitíska innrætingu í framhaldsskólum hefur fengið mikið rými í fjölmiðlum undanfarið og hafa ýmsir fengið að dylgja linnulítið um misnotkun kennara á aðstöðu sinni gagnvart nemendum. Gjarnan er stuðst við tvær samhengislausar glærur tveggja kennara og sögusagnir úr eigin bergmálsklefum um að kennarar telji sig hafa ótakmarkað frelsi til að innprenta nemendum hinar og þessar ranghugmyndir, til að mynda um loftslagsmál, málefni kynjanna og stjórnmál. Ítrekað er talað um að foreldrar hafi sífellt meiri áhyggjur af því sem kennt er í skólum og nota menn alltaf tækifærið til þess að hvetja foreldra til þess að lesa yfir kennslubækurnar og hafa eftirlit með því hvað sé verið að uppfræða börnin um. Í hverju viðtalinu á fætur öðru eru kennarar sakaðir um „ógeðfelldan áróður“, „falskennslu“ og „óhugnanlega afbökun“. Gjarnan er í þessum málflutningi dregin upp stórkostlega bjöguð mynd af hlutverki kennara og sambandi þeirra við nemendur. Litið er svo á að kennarar, eða „uppfræðarar“ eins og þeir eru gjarnan kallaðir, hafi eitthvert alvald yfir nemendum sem séu ómótuð og móttækileg ílát fræðslunnar sem hellt er ofan í þau í kennslustundum. Nemendur geti á engan hátt gert greinarmun á uppfræðaranum og áróðursmeistaranum sem sé í lófa lagið að innræta nemendum sínar eigin pólitísku skoðanir sem dulbúinn „lið í kennslu um staðreyndir“. Það getur vel verið að þetta sé enn ein skammdegisumræðan sem gufar upp með hækkandi sól en nú er einfaldlega ekki hægt að sitja lengur undir þessari aðför að starfsheiðri kennarastéttarinnar og markvissum tilraunum til þess að draga út trausti almennings til kennara og skólastarfs almennt. Ítrekað er að því ýjað að það sé jafnvel nauðsynlegt að rannsaka allt kennsluefni, áminna verði kennara sem verða uppvísir að vafasamri framsetningu efnis, foreldrar skuli aldeilis fylgjast vel með og auk þess er þess vænst að kennarar landsins hugsi nú sín mál og vandi sig betur. Þessi sýn á skólastarf gæti ekki verið fjær raunveruleikanum. Kennarar eru fagmenn fram í fingurgóma þótt þeir geri að sjálfsögðu mistök eins og aðrir. Gerðar eru ríkar hæfnikröfur til kennara í lögum og reglugerðum og bæði fer fram innra og ytra eftirlit með því starfi sem á sér stað í kennslu. Kennarar vinna eftir siðareglum, sem síðast voru uppfærðar á KÍ-þingi nú í nóvember, og uppfæra eigin þekkingu og færni með markvissum hætti. Kennsla er stöðugt samtal við nemendur með það að markmiði m.a. að „efla siðferðisvitund, ábyrgðarkennd, víðsýni, frumkvæði, sjálfstraust og umburðarlyndi nemenda, þjálfa þá í öguðum og sjálfstæðum vinnubrögðum, jafnrétti og gagnrýninni hugsun, kenna þeim að njóta menningarlegra verðmæta og hvetja til þekkingarleitar“, eins og segir í Aðalnámskrá framhaldsskóla. Við upphaf hverrar annar fá kennarar nýjan nemendahóp og er verkefnið fyrst og fremst að kveikja neista í hugum nemenda. Það er gjarnan gert með því að tengja námsefnið við reynsluheim nemenda en einnig að fá nemendur til að hugsa um efnið frá ýmsum hliðum. Markmiðið er að ná nemendum á þann stað að þeir treysti sér til þess að spyrja spurninga, rökræða, æfa sig á hugmyndum, styðja þær og hafna. Þá er lykilatriði að skólastofan sé öruggur vettvangur á þann hátt að öllum leyfist að mistakast, setja fram ögrandi sjónarmið, tjá sig af tilfinningahita, reiðast, orða hugsanir en sé um leið skylt að hlusta með eyrum og augum á aðra, sættast, virða sjónarmið, endurskoða eigin afstöðu eða halda henni betur fram. Það er mikil list að byggja nemendahópinn sinn þannig upp að þetta gangi upp. Til þess þarf tíma og takmarkalítið þolgæði kennara því stundum er eins og allt vinni gegn manni. En þegar kennarar finna að þeim er treyst geta þeir allt. Ef eitthvað einkennir kennarastéttina í heild er það hollustan við nemendur og að helga sig því verkefni að kveikja í nemendum. Kennslan í gegnum kórónufaraldurinn allan sannaði þetta rækilega. Þá lagði allt samfélagið traust sitt á kennara og skólasamfélagið sem stóð svo sannarlega undir því. Það er því sorglegt í meira lagi að fólk, sem sækist eftir pólitískum áhrifum, skuli nú fara fram með alvarlegum ásökunum gegn kennarastéttinni og vinna markvisst að því að grafa undan trausti samfélagsins til hennar. Ég vona að félagsgreinakennarar í landinu fari almennt vel yfir hugtökin popúlisma og lýðskrum með nemendum. Það er einmitt líklegt að nemendur rækjust á nýleg dæmi um slíkt við fyrstu leit. Nemendur eru nefnilega mjög glúrnir og láta illa blekkjast af áróðursmeisturum. Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara.
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar