Táknrænt að veðrið og samgönguvandi séu eins og fyrir fimmtíu árum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 23. janúar 2023 12:43 Íris Róbertsdóttir er bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Vísir/JóiK Eyjamenn minnast þess í dag að hálf öld er liðin frá upphafi eldgossins á Heimaey. Bæjarstjóri Vestmannaeyja segir óveður gærdagsins svipa til veðursins sem var þann 22. janúar árið 1973, með tilheyrandi samgönguvanda sem sé nokkuð táknrænt. Eldgosið á Heimaey telst með stærstu viðburðum Íslandssögunnar, en yfir fimm þúsund íbúar Vestmannaeyja þurftu í skyndi að yfirgefa heimili sín um nóttina þegar gossprunga opnaðist í jaðri byggðarinnar árið 1973. Í dag fimmtíu árum síðar verður lágstemmd minningardagskrá í Eyjum. „Það byrjaði í nótt með upplestri hjá 10. bekk í Eldheimum á gostengdum textum. Svo núna er minningarfundur bæjarstjórnar í hádeginu. Svo er minningarstund fyrir utan Landakirkju klukkan 18:45 og að henni lokinni verður gengið með kyndla upp í Eldheima þar sem verður athöfn. Forseti Íslands, forsætisráðherra og forseti bæjarstjórnar verða með ávörp. Svo verða tónlistartengd atriði þar,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja. Fjölmargir Eyjamenn komu á land fyrir helgi til að sækja tónleika sem haldnir voru í Hörpu á laugardaginn vegna tímamótana. Vegna veðurins komust þeir ekki heim með Herjólfi í gær sem Íris segir táknrænt. „Þetta er eiginlega sama dramatíkin og var fyrir fimmtíu árum. Veðrið í gær var mjög svipað því og það var 22. janúar 1973. Og veðrið í dag er líka svipað og það var því nú er bara blíða. Samgöngurnar ganga, það er siglt í Landeyjahöfn og fólk kemst heim.“ Íris segist óendanlega þakklát þeim sem tóku ákvarðanir fyrir fimmtíu árum síðan. „Ég vil þakka þeim sem tóku ákvarðanir á þessum tíma og komu að því að byggja upp okkar yndislegu eyju. Annars værum við ekki hér í dag. Ég er þakklátur bæjarstjóri Vestmannaeyja í dag fyrir alla þá sem gerðu þetta kleift.“ Íris ræddi tímamótin enn fremur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Heimaeyjargosið 1973 Vestmannaeyjar Tímamót Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
Eldgosið á Heimaey telst með stærstu viðburðum Íslandssögunnar, en yfir fimm þúsund íbúar Vestmannaeyja þurftu í skyndi að yfirgefa heimili sín um nóttina þegar gossprunga opnaðist í jaðri byggðarinnar árið 1973. Í dag fimmtíu árum síðar verður lágstemmd minningardagskrá í Eyjum. „Það byrjaði í nótt með upplestri hjá 10. bekk í Eldheimum á gostengdum textum. Svo núna er minningarfundur bæjarstjórnar í hádeginu. Svo er minningarstund fyrir utan Landakirkju klukkan 18:45 og að henni lokinni verður gengið með kyndla upp í Eldheima þar sem verður athöfn. Forseti Íslands, forsætisráðherra og forseti bæjarstjórnar verða með ávörp. Svo verða tónlistartengd atriði þar,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja. Fjölmargir Eyjamenn komu á land fyrir helgi til að sækja tónleika sem haldnir voru í Hörpu á laugardaginn vegna tímamótana. Vegna veðurins komust þeir ekki heim með Herjólfi í gær sem Íris segir táknrænt. „Þetta er eiginlega sama dramatíkin og var fyrir fimmtíu árum. Veðrið í gær var mjög svipað því og það var 22. janúar 1973. Og veðrið í dag er líka svipað og það var því nú er bara blíða. Samgöngurnar ganga, það er siglt í Landeyjahöfn og fólk kemst heim.“ Íris segist óendanlega þakklát þeim sem tóku ákvarðanir fyrir fimmtíu árum síðan. „Ég vil þakka þeim sem tóku ákvarðanir á þessum tíma og komu að því að byggja upp okkar yndislegu eyju. Annars værum við ekki hér í dag. Ég er þakklátur bæjarstjóri Vestmannaeyja í dag fyrir alla þá sem gerðu þetta kleift.“ Íris ræddi tímamótin enn fremur í Bítinu á Bylgjunni í morgun.
Heimaeyjargosið 1973 Vestmannaeyjar Tímamót Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira