Á fjórða tug fjár brann inni í miklum eldsvoða í Ásahreppi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. janúar 2023 16:12 Fjörutíu slökkviliðsmenn sinntu verkefninu. Leifur slökkviliðsstjóri þakkar Brunavörnum Árnessýslu kærlega fyrir veitta aðstoð. Bóndi á Syðri-Hömrum í Ásahreppi í Rangárvallasýslu syrgir 35 kindur sem brunnu inni í fjárhúsi í gærkvöldi. Fjölmennt lið slökkviliðs sinnti útkallinu. Leifur Bjarki Björnsson, slökkviliðsstjóri Rangárvallasýslu, segir í samtali við Vísi að um fjörutíu slökkviliðsmenn hafi komið að eldsvoðanum. „Þetta var mjög erfitt,“ segir Leifur. Mbl.is greindi fyrst frá eldsvoðanum. Guðjón Björnsson, bóndi á Syðri-Hömrum 2, átti 35 kindur sem allar brunnu inni. Hann segir hafa verið ömurlegt að horfa upp á féð og rollurnar verða eldinum að bráð. „Þetta var svakalegur bruni,“ segir Guðjón. Um er að ræða útihúsasamstæðu hjá nágrönnum hans á Syðri-Hömrum. Guðjón segir eiginkonu sína hafa komið á vettvang á undan honum. Þau hafi leigt húsnæði hjá þeim fyrir kindurnar sínar. „Þær brunnu allar inni og rúlluvél frá okkur líka.“ Líkast til einhver straumur á dráttarvél Í útihúsasamstæðunni var að finna frekar nýlegt fjárhús, hlöðu og svo eldra fjárhús þar sem kindur Guðjóns og konu hans var að finna. Guðjón telur líklegast að kviknað hafi í út frá dráttarvél sem var inni í hlöðunni. Einhver straumur hafi líkast til verið á og vírar nuddast saman. Leifur slökkviliðsstjóri vildi ekki tjá sig sérstaklega um eina kenningu frekar en aðra hvað varðaði eldsupptöku. Guðjón segir eiginkonu sína hafa opnað fjárhúsið um leið og hún kom á svæðið. Þá var enn aðeins eldur í hlöðunni sem tengir fjárhúsin. Kindurnar hafi neitað að koma út. Hann vonar að rollurnar hafi liðið út af vegna reykeitrunar áður en eldurinn náði til þeirra. Vísar Guðjón til samtals við slökkviliðsstjórann sem hafi tjáð honum að dýrin séu viðkvæmari en mannfólkið fyrir reyk. „Þau líða út af. Maður vonar að það hafi gerst áður en þær brunnu.“ Guðjón og frú eru með fimmtíu kýr og róbóta á bæ sínum. Þangað barst reykurinn inn í fjós en slökkviliðsmenn náðu að ræsa út reykinn. „Maður hélt að það færi allt,“ segir Guðjón, ósofinn og að reyna að ná áttum eftir eldsvoðann í gærkvöldi. Lítið vatn á svæðinu Leifur slökkviliðsstjóri segir útkallið hafa borist 20:55 og slökkvistarf staðið til klukkan hálf tvö um nóttina. Í framhaldinu hafi lögreglumaður vaktað svæðið og hring um þrjúleytið eftir aðstoð þar sem hann merkti aukningu í reyk. Þá hafi Leifur farið við annan slökkviliðsmann og slökkt í glæðum. Mikill eldsmatur var í húsunum sem útskýrir hvers vegna eldurinn logaði svo glatt þegar slökkvilið mætti á vettvang. Slökkviliðið á Hellu er aðeins í nítján kílómetra fjarlægð frá Syðri-Hömrum. Alls fóru 111 þúsund lítrar í slökkvistarfið. Fara þurfti aftur á Hellu eftir meira vatni en erfitt er að nálgast vatn í nágrenni Syðri-Hamra. Lítið er um brunna og erfitt að sækja vatn í ár. Slökkvilið Brunavarna Árnessýslu aðstoðaði við slökkvistarf og kann Leifur þeim bestu þakkir fyrir. Fréttin hefur verið uppfærð. Rangárþing ytra Slökkvilið Ásahreppur Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Leifur Bjarki Björnsson, slökkviliðsstjóri Rangárvallasýslu, segir í samtali við Vísi að um fjörutíu slökkviliðsmenn hafi komið að eldsvoðanum. „Þetta var mjög erfitt,“ segir Leifur. Mbl.is greindi fyrst frá eldsvoðanum. Guðjón Björnsson, bóndi á Syðri-Hömrum 2, átti 35 kindur sem allar brunnu inni. Hann segir hafa verið ömurlegt að horfa upp á féð og rollurnar verða eldinum að bráð. „Þetta var svakalegur bruni,“ segir Guðjón. Um er að ræða útihúsasamstæðu hjá nágrönnum hans á Syðri-Hömrum. Guðjón segir eiginkonu sína hafa komið á vettvang á undan honum. Þau hafi leigt húsnæði hjá þeim fyrir kindurnar sínar. „Þær brunnu allar inni og rúlluvél frá okkur líka.“ Líkast til einhver straumur á dráttarvél Í útihúsasamstæðunni var að finna frekar nýlegt fjárhús, hlöðu og svo eldra fjárhús þar sem kindur Guðjóns og konu hans var að finna. Guðjón telur líklegast að kviknað hafi í út frá dráttarvél sem var inni í hlöðunni. Einhver straumur hafi líkast til verið á og vírar nuddast saman. Leifur slökkviliðsstjóri vildi ekki tjá sig sérstaklega um eina kenningu frekar en aðra hvað varðaði eldsupptöku. Guðjón segir eiginkonu sína hafa opnað fjárhúsið um leið og hún kom á svæðið. Þá var enn aðeins eldur í hlöðunni sem tengir fjárhúsin. Kindurnar hafi neitað að koma út. Hann vonar að rollurnar hafi liðið út af vegna reykeitrunar áður en eldurinn náði til þeirra. Vísar Guðjón til samtals við slökkviliðsstjórann sem hafi tjáð honum að dýrin séu viðkvæmari en mannfólkið fyrir reyk. „Þau líða út af. Maður vonar að það hafi gerst áður en þær brunnu.“ Guðjón og frú eru með fimmtíu kýr og róbóta á bæ sínum. Þangað barst reykurinn inn í fjós en slökkviliðsmenn náðu að ræsa út reykinn. „Maður hélt að það færi allt,“ segir Guðjón, ósofinn og að reyna að ná áttum eftir eldsvoðann í gærkvöldi. Lítið vatn á svæðinu Leifur slökkviliðsstjóri segir útkallið hafa borist 20:55 og slökkvistarf staðið til klukkan hálf tvö um nóttina. Í framhaldinu hafi lögreglumaður vaktað svæðið og hring um þrjúleytið eftir aðstoð þar sem hann merkti aukningu í reyk. Þá hafi Leifur farið við annan slökkviliðsmann og slökkt í glæðum. Mikill eldsmatur var í húsunum sem útskýrir hvers vegna eldurinn logaði svo glatt þegar slökkvilið mætti á vettvang. Slökkviliðið á Hellu er aðeins í nítján kílómetra fjarlægð frá Syðri-Hömrum. Alls fóru 111 þúsund lítrar í slökkvistarfið. Fara þurfti aftur á Hellu eftir meira vatni en erfitt er að nálgast vatn í nágrenni Syðri-Hamra. Lítið er um brunna og erfitt að sækja vatn í ár. Slökkvilið Brunavarna Árnessýslu aðstoðaði við slökkvistarf og kann Leifur þeim bestu þakkir fyrir. Fréttin hefur verið uppfærð.
Rangárþing ytra Slökkvilið Ásahreppur Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira