Skógar eru frábærir! Þröstur Eysteinsson skrifar 24. janúar 2023 16:31 Mér hefur alla tíð þótt vænt um skóga. Meðal elstu minninganna er að ganga með pabba í rökkrinu í skógi í Svíþjóð, þar sem hann var þá í námi. Þar var hlýtt og stillt, fuglar sungu, allt ilmaði dásamlega og bolir trjánna voru gríðarstórir. Í svoleiðis kvöldgöngur var ekki hægt að fara á Íslandi árið 1960. Allir þéttbýlisstaðir voru skjóllausir og auðnalegir og einungis hægt að ganga um í skógi með því að gera sér sérstaka ferð í Vaglaskóg eða Hallormsstaðaskóg. Fáum árum áður hafði Sigurður Blöndal, þá nýorðinn skógarvörður á Hallormsstað, spáð því að tré gætu e.t.v. náð allt að 15 m hæð á Íslandi. Hann sagði mér miklu seinna að hann hefði séð eftir þeirri spá, því á hafísárunum efaðist hann um að hún myndi standast. Nú er hæsta tréð 30 m hátt. Fyrir áratug síðan tók ég þátt í mikilli ferð um vestanverða Norður-Ameríku. Einn daginn í þeirri ferð byrjuðum við á því að keyra upp í 4000 m hæð í Hvítufjöllum í Kaliforníu, þar sem vaxa elstu tré veraldar – broddfurur. Þar efst uppi á tindum fjallanna er gisinn skógur þar sem finnast tré allt að 5000 ára gömul. Hugsa sér, tré sem hafa lifað helminginn af tímanum sem liðinn er frá lokum síðasta jökulskeiðs. Þetta var svo mikil upplifun að við gengum lengi um í þessum skógi og nutum þess að vera innan um svo tignarlegar lífverur. Fyrir kvöldið ætluðum við svo að koma okkur til næsta fjallgarðs fyrir vestan og skoða þar stærstu lífverur heims, mammúttrén eða risafururnar. Það gerðum við líka, og seinnipartinn var áð í slíkum skógi. Í þeim skógi misstum við alla tilfinningu fyrir tímanum ekkert síður en innan um broddfururnar, góndum upp í loftið, sáum ekki trjátoppana því þeir voru svo langt í burtu og lékum okkur að því að ganga hringinn í kringum einstök tré. Engin lýsingarorð duga. Þú verður að fara þangað. Á Íslandi er ekki hægt að upplifa elstu eða stærstu tré heims, en hér er þó núna hægt að ganga í skógi þar sem trén eru svo há að ekki sést í toppa þeirra. Hægt er að ganga innan um svera boli sem ekki næst utanum með faðmlagi. Fuglarnir syngja og ilmurinn er dásamlegur. Þetta er hægt af því að síðustu leifum birkiskóga var bjargað fyrir 120 árum síðan. Þetta er hægt af því að fólk hefur gróðursett til skóga stórvaxinna trjátegunda á borð við sitkagreni, stafafuru, rússalerki og alaskaösp. Ef ekki væri fyrir réttar ákvarðanir í tæka tíð og góða stefnu í málefnum skógræktar byðist ekki á Íslandi sú einstaka upplifun að ganga í stórum, fallegum og fjölbreyttum skógum. Það var ekki hægt fyrir fáum áratugum síðan og það er ekki sjálfgefið að slíkt sé hægt. Allt frá upphafi skógverndar og skógræktar á Íslandi steig fólk fram sem var á móti. Það sagði á mismunandi tímum að þetta væri ekki hægt því allir vissu að tré yxu ekki á Íslandi. Þetta væri peningasóun af því að skógar væru óþarfir, gras handa búfé væri það sem skipti máli. Þetta væri vitleysa af því að hér gæti aldrei orðið til timburiðnaður. Þetta væri vont af því að barrtré væru ljót og eyðilegðu útsýni. Þetta væri stórhættulegt af því að sum trén væru útlensk. Þetta væru náttúruspjöll af því að útlensku trén sáðu sér í alíslenskar auðnir. Fólk sem heldur þessum skoðunum fram á það sameiginlegt að hafa ekki áttað síg á því sem ég fattaði fimm ára gamall – skógar eru frábærir! Ég er þakklátur því að raddirnar með skógrækt hafi verið úrtöluröddunum yfirsterkari. Ég vona að svo verði áfram og að barnbörnin mín geti áfram gengið um í fallegum og fjölbreyttum skógum. Höfundur er skógræktarstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Mér hefur alla tíð þótt vænt um skóga. Meðal elstu minninganna er að ganga með pabba í rökkrinu í skógi í Svíþjóð, þar sem hann var þá í námi. Þar var hlýtt og stillt, fuglar sungu, allt ilmaði dásamlega og bolir trjánna voru gríðarstórir. Í svoleiðis kvöldgöngur var ekki hægt að fara á Íslandi árið 1960. Allir þéttbýlisstaðir voru skjóllausir og auðnalegir og einungis hægt að ganga um í skógi með því að gera sér sérstaka ferð í Vaglaskóg eða Hallormsstaðaskóg. Fáum árum áður hafði Sigurður Blöndal, þá nýorðinn skógarvörður á Hallormsstað, spáð því að tré gætu e.t.v. náð allt að 15 m hæð á Íslandi. Hann sagði mér miklu seinna að hann hefði séð eftir þeirri spá, því á hafísárunum efaðist hann um að hún myndi standast. Nú er hæsta tréð 30 m hátt. Fyrir áratug síðan tók ég þátt í mikilli ferð um vestanverða Norður-Ameríku. Einn daginn í þeirri ferð byrjuðum við á því að keyra upp í 4000 m hæð í Hvítufjöllum í Kaliforníu, þar sem vaxa elstu tré veraldar – broddfurur. Þar efst uppi á tindum fjallanna er gisinn skógur þar sem finnast tré allt að 5000 ára gömul. Hugsa sér, tré sem hafa lifað helminginn af tímanum sem liðinn er frá lokum síðasta jökulskeiðs. Þetta var svo mikil upplifun að við gengum lengi um í þessum skógi og nutum þess að vera innan um svo tignarlegar lífverur. Fyrir kvöldið ætluðum við svo að koma okkur til næsta fjallgarðs fyrir vestan og skoða þar stærstu lífverur heims, mammúttrén eða risafururnar. Það gerðum við líka, og seinnipartinn var áð í slíkum skógi. Í þeim skógi misstum við alla tilfinningu fyrir tímanum ekkert síður en innan um broddfururnar, góndum upp í loftið, sáum ekki trjátoppana því þeir voru svo langt í burtu og lékum okkur að því að ganga hringinn í kringum einstök tré. Engin lýsingarorð duga. Þú verður að fara þangað. Á Íslandi er ekki hægt að upplifa elstu eða stærstu tré heims, en hér er þó núna hægt að ganga í skógi þar sem trén eru svo há að ekki sést í toppa þeirra. Hægt er að ganga innan um svera boli sem ekki næst utanum með faðmlagi. Fuglarnir syngja og ilmurinn er dásamlegur. Þetta er hægt af því að síðustu leifum birkiskóga var bjargað fyrir 120 árum síðan. Þetta er hægt af því að fólk hefur gróðursett til skóga stórvaxinna trjátegunda á borð við sitkagreni, stafafuru, rússalerki og alaskaösp. Ef ekki væri fyrir réttar ákvarðanir í tæka tíð og góða stefnu í málefnum skógræktar byðist ekki á Íslandi sú einstaka upplifun að ganga í stórum, fallegum og fjölbreyttum skógum. Það var ekki hægt fyrir fáum áratugum síðan og það er ekki sjálfgefið að slíkt sé hægt. Allt frá upphafi skógverndar og skógræktar á Íslandi steig fólk fram sem var á móti. Það sagði á mismunandi tímum að þetta væri ekki hægt því allir vissu að tré yxu ekki á Íslandi. Þetta væri peningasóun af því að skógar væru óþarfir, gras handa búfé væri það sem skipti máli. Þetta væri vitleysa af því að hér gæti aldrei orðið til timburiðnaður. Þetta væri vont af því að barrtré væru ljót og eyðilegðu útsýni. Þetta væri stórhættulegt af því að sum trén væru útlensk. Þetta væru náttúruspjöll af því að útlensku trén sáðu sér í alíslenskar auðnir. Fólk sem heldur þessum skoðunum fram á það sameiginlegt að hafa ekki áttað síg á því sem ég fattaði fimm ára gamall – skógar eru frábærir! Ég er þakklátur því að raddirnar með skógrækt hafi verið úrtöluröddunum yfirsterkari. Ég vona að svo verði áfram og að barnbörnin mín geti áfram gengið um í fallegum og fjölbreyttum skógum. Höfundur er skógræktarstjóri.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun