Ósáttur við ábyrgðarleysi leikmanna: „Voru í markaðssetningu á sjálfum sér inni á miðju móti“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. janúar 2023 09:01 Einar Jónsson tók upp hanskann fyrir Guðmund Guðmundsson í Pallborðinu. vísir/vilhelm Leikmenn íslenska karlalandsliðsins í handbolta eiga ekki að vera undanskildir gagnrýni vegna framgöngu liðsins á HM í Svíþjóð og Póllandi. Þetta segir Einar Jónsson, þjálfari Fram. Landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson hefur fengið mikla gagnrýni eftir heimsmeistaramótið. Einari finnst þó leikmenn íslenska liðsins sleppa heldur billega enda beri þeir gríðarlega mikla ábyrgð á genginu í Svíþjóð. Einar var gestur Stefáns Árna Pálssonar í Pallborðinu ásamt Guðjóni Guðmundssyni og Theodóri Inga Pálmasyni. „Nú verð ég að taka upp hanskann fyrir Guðmund. Auðvitað ber hann ábyrgð og hann má alveg líta í eigin barm. Allir þjálfarar hljóta að gera það, alveg sama hvernig gengur. Mér finnst það eðlileg vinnubrögð. En í alvöru talað, ætla menn bara að kasta þjálfaranum eða þjálfarateyminu undir rútuna,“ sagði Einar í Pallborðinu. Einari fannst einbeiting leikmanna á köflum ekki vera á réttum stað á HM. „En hvað með leikmennina? Ég ætla að nefna eitt dæmi. Leikmenn voru í, ég veit ekki, markaðssetningu á sjálfum sér inni á miðju stórmóti,“ sagði Einar. „Maður er að hlusta á þá í einhverjum útvarpsþáttum. Heyrðu, kommon. Við erum á stórmóti. Einbeittu þér bara að því verkefni sem þú ert í. Það eru væntanlega blaðamannafundir á tilgreindum tímum eða þið hafið aðgang að leikmönnum á ákveðnum tímum. Þá erum við bara að ræða handbolta eða mótið. Auðvitað má þetta vera á léttum nótum en þar fyrir utan áttu að einbeita þér að þessu verkefni. Þarna finnst mér leikmenn algjörlega klikka.“ Klippa: Pallborðið - Ábyrgðarlausir landsliðsmenn Einari þótti leikmenn íslenska liðsins ekki vera nógu duglegir að taka ábyrgð á sínum þætti í gengi þess á HM. „Það er ekki bara hægt að kasta þjálfaranum fyrir rútuna. Það er fullt af öðrum mönnum sem þurfa að bera ábyrgð og taka ábyrgð. Hafiði hlustað á viðtal við einhvern leikmann sem sagði ég fann mig ekki og tek þetta á mig,“ sagði Einar. Stefán Árni benti honum á að Elliði Snær Viðarsson hefði verið mjög gagnrýninn í eigin garð eftir tapið fyrir Svíum en annars var fátt um svör í þessum efnum. Horfa má á umræðuna úr Pallborðinu í spilaranum hér fyrir ofan. Pallborðið Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Fleiri fréttir Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Sjá meira
Landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson hefur fengið mikla gagnrýni eftir heimsmeistaramótið. Einari finnst þó leikmenn íslenska liðsins sleppa heldur billega enda beri þeir gríðarlega mikla ábyrgð á genginu í Svíþjóð. Einar var gestur Stefáns Árna Pálssonar í Pallborðinu ásamt Guðjóni Guðmundssyni og Theodóri Inga Pálmasyni. „Nú verð ég að taka upp hanskann fyrir Guðmund. Auðvitað ber hann ábyrgð og hann má alveg líta í eigin barm. Allir þjálfarar hljóta að gera það, alveg sama hvernig gengur. Mér finnst það eðlileg vinnubrögð. En í alvöru talað, ætla menn bara að kasta þjálfaranum eða þjálfarateyminu undir rútuna,“ sagði Einar í Pallborðinu. Einari fannst einbeiting leikmanna á köflum ekki vera á réttum stað á HM. „En hvað með leikmennina? Ég ætla að nefna eitt dæmi. Leikmenn voru í, ég veit ekki, markaðssetningu á sjálfum sér inni á miðju stórmóti,“ sagði Einar. „Maður er að hlusta á þá í einhverjum útvarpsþáttum. Heyrðu, kommon. Við erum á stórmóti. Einbeittu þér bara að því verkefni sem þú ert í. Það eru væntanlega blaðamannafundir á tilgreindum tímum eða þið hafið aðgang að leikmönnum á ákveðnum tímum. Þá erum við bara að ræða handbolta eða mótið. Auðvitað má þetta vera á léttum nótum en þar fyrir utan áttu að einbeita þér að þessu verkefni. Þarna finnst mér leikmenn algjörlega klikka.“ Klippa: Pallborðið - Ábyrgðarlausir landsliðsmenn Einari þótti leikmenn íslenska liðsins ekki vera nógu duglegir að taka ábyrgð á sínum þætti í gengi þess á HM. „Það er ekki bara hægt að kasta þjálfaranum fyrir rútuna. Það er fullt af öðrum mönnum sem þurfa að bera ábyrgð og taka ábyrgð. Hafiði hlustað á viðtal við einhvern leikmann sem sagði ég fann mig ekki og tek þetta á mig,“ sagði Einar. Stefán Árni benti honum á að Elliði Snær Viðarsson hefði verið mjög gagnrýninn í eigin garð eftir tapið fyrir Svíum en annars var fátt um svör í þessum efnum. Horfa má á umræðuna úr Pallborðinu í spilaranum hér fyrir ofan.
Pallborðið Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Fleiri fréttir Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita